Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2702

05.01.2004

BÆJARRÁÐ

 

2702. fundur.                               

 

Ár 2004, mánudaginn 5. janúar kl. 16.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mættir voru:  Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri. 

 

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. mál.

Andrés Sigmundsson og Lúðvík Bergvinsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

“Bæjarráð samþykkir að beina því til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að gert verði skipulag á svæðinu við Spröngu. Með því að markmiði að gera svæðið aðgengilegra fyrir almenning, að gætt verði fyllsta öryggis í Spröngunni og við hana, komið verði upp aðstöðu fyrir fólk á svæðinu með bekkjum og borðum og gert verði ráð fyrir aðstöðu svo hægt verði að grilla á svæðinu, koma upp aðstöðu þannig að stórir hópar geti komist á greiðan hátt að svæðinu.

 

Sprangan er einhver vinsælasti og jafnframt þekktasti staðurinn í Vestmannaeyjum. Flestir er leggja leið sína hingað koma við í Spröngunni, annaðhvort til að spranga ellegar aðeins fylgjast með. Það er því brýnt að fegra svæðið allt og koma upp varanlegri og viðunandi aðstöðu við Spröngu.”

 

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Er samþykkur tillögunni með einni breytingu:  Í stað þess að bæjarráð beini því til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs osfrv., komi í staðinn "Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að gert verði skipulag á svæðinu við Spröngu”. Á þessu er nokkur eðlismunur, en ég legg áherslu á að farið verði í verkefnið þegar aðstæður henta vegna verkefna umhverfis- og framkvæmdasviðs.”

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

 

  1. mál.

Nefnd um stofnun Nýsköpunarstofu skilar tillögum sínum og samþykktum fyrir Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.

 

Bæjarráð samþykkir stofnun Nýsköpunarstofu og að vísa samþykktunum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að auglýst verði eftir forstöðumanni Nýsköpunarstofu og markaðasfulltrúa í hlutastarf. Gert verður ráð fyrir útgjöldum vegna málsins í fjárhagsáætlun 2004 við seinni umræðu.

 

  1. mál.

Að beiðni bæjarstjóra var rætt um skuldasamsetningu bæjarsjóðs.

 

 

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 29. des. sl. um gerð fjárhagsáætlunar 2004.

 

  1. mál.

Bæjarráð samþykkir að heimila greiðslu á nauðsynlegum eða samningsbundnum útgjöldum á árinu 2004 þar til fjárhagsáætlun ársins hefur verið samþykkt.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

  1. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 29. des. sl. þar sem leitað er umsagnar um endurnýjun umsóknar Birgis Sveinssonar um veitingaleyfi fyrir Tvistinn ehf.

 

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

 

  1. mál.

Arnar Sigurmundsson lagði fram eftirfarandi tilögu:

 “Bæjarráð beinir þeim tilmælum til bæjarbúa, fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum að láta jólaútiljósin lýsa í bænum fram yfir 23. janúar 2004.

 

Jafnframt þakkar bæjarráð góð og almenn viðbrögð bæjarbúa við sömu tilmælum á síðasta ári, en þá var þess einnig minnst að 30 ár voru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Að láta jólaútiljósin í bænum lýsa fram yfir 23. janúar ár hvert styttir skammdegið og ber vott um samstöðu bæjarbúa og trú þeirra á framtíð byggðarlagsins.”    

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

  1. mál.

Að ósk Arnars Sigurmundssonar bæjarráðsmanns, ræddi hann um vinnufyrirkomulag við dreifingu á sandi og salti  til að draga úr hálku á gangstéttum í bænum í því tíðarfari sem var hér í kringum jól og áramót.

 

  1. mál.

Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar frá 30. desember sl.

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

 

 

Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl. 17.15.

 

Andrés Sigmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Ágústsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove