Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2699
BÆJARRÁÐ
2699. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 15. desember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Að beiðni bæjarstjóra var rætt um fyrirhugaða lagasetningu vegna línuívilnunar.
“Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir vonbrigðum sínum með samþykkt Alþingis fyrr í dag að taka upp línuívilnun í þorski, ýsu og steinbít, en þessi ákvörðun mun leiða til þess að hlutdeild Eyjamanna í bolfiskaflanum mun minnka. Það er með öllu ólíðandi að Alþingi Íslendinga samþykki lög sem leiði til mismunar milli útgerðaflokka og byggðalaga. Bæjarráð skorar á þingmenn Suðurkjördæmis að vinna heilshugar að uppbyggingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum m.a. til þess að mæta skertri aflahlutdeild byggðarlagsins.”
2. mál.
Málefni Nýsköpunarstofu rædd.
“Bæjarráð samþykkir að kjósa á næsta bæjarstjórnarfundi þriggja manna undirbúningsnefnd vegna stofnunar Nýsköpunarstofu til að annast nánari undirbúning.”
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Vegagerðinni, dags. 9. desember sl.
“Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum samgönguráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Samskipa til að ræða um samgöngur á sjó milli lands og Eyja.”
4. mál.
Fyrir lágu drög að samningi vegna starfa búfjáreftirlitsmanns.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir, en setur þó fyrirvara um að hér verði um eðlilega kostnaðarskiptingu að ræða og bærinn leggi til samstarfsaðila til að sinna daglegu eftirliti hér í Eyjum. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að kanna hvernig gjaldskrám vegna dýrahalds er háttað í öðrum sambærilegum sveitarfélögum.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 5. desember sl., með helstu upplýsingum til sveitarfélaga um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá Landmælingum Íslands, dags. 28. nóvember sl., þar sem farið er fram á aðstoð bæjarfélagsins við endurmælingu á grunnstöðvaneti á nk. ári.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
7. mál.
Fyrir lágu leiðbeiningar frá Vegagerðinni, dags. 8. desember sl., vegna skipulagsmála.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
8. mál.
Fyrir lá erindi frá Skeljungi hf., dags. 3. desember sl., vegna lagningu veitukerfis við olíustöð í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að svara bréfritara.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Íselekt hf., dags. 30. nóvember sl., um þjónustusamning vegna lyftu að Sólhlíð 19.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga frá málinu.
10. mál.
Fyrir lá erindi frá Handknattleiksráði karla ÍBV, dags. 9. desember sl., þar sem farið er fram á styrk vegna atvinnu- og þróunarsýningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
11. mál.
Fyrir lá erindi frá Götusmiðjunni, þar sem farið er fram á fjárframlag til reksturs fyrir árið 2004.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
12. mál.
Fyrir lá bréf frá Drífanda stéttarfélagi, þar sem skorað er á fjárveitingarvaldið að samþykkja fjárveitingar til áframhaldandi rannsókna á jarðgöngum milli lands og Eyja.
Bæjarráð tekur undir erindið enda í samræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
13. mál.
Fyrir lá fundargerð 708. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. nóvember 2003.
14. mál.
Fyrir lá 372. fundargerð stjórnarfundar SASS, frá 3. desember 2003.
15. mál.
Fyrir lá fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10. desember sl.
16. mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 10. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað: “Ítreka fyrri afstöðu mína varðandi 2. mál í fundargerðinni og legg áherslu á að bæjarstjóri komi að framgangi þessa máls.”
17. mál.
Fyrir lá fundargerð Þróunarfélags Vestmannaeyja frá 3. október sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
18. mál.
Fyrir lá fundargerð Þróunarfélags Vestmannaeyja frá 12. desember sl., ásamt slitauppgjöri.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina og leggur til við bæjarstjórn að Vestmannaeyjabær taki yfir allar skuldbindingar og eignir félagsins.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað: “Er sammála niðurstöðum uppgjörs endurskoðanda, og skoðunarmanna ÞV,að frátaldri þeirri framsetningu talna sem birtast í fylgiskjali framkvæmdastjóra félagsins í töflu 2 sem fylgdi uppgjörinu.”
19. mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 12. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina með vísan til 4. máls hér að framan.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.47.
Andrés Sigmundsson
Stefán Jónasson
Arnar Sigurmundsson
Bergur Elías Ágústsson