Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2698
BÆJARRÁÐ
2698. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 8. desember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Björn Elíasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.
Fyrir var tekið:
- mál.
Fyrir lá tillaga að fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2004.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- mál.
Fyrir lá endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, sbr. 5. mál. fundargerðar bæjarráðs frá 1. desember sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- mál.
Að beiðni bæjarstjóra var fjallað um fyrirhugaða ákvörðun stjórnvalda vegna línuívilnunar.
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir eftirfarandi ályktun:
Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á háttvirtan sjávarútvegsráðherra að draga til baka frumvarp sitt um línuívilnun sem nú liggur fyrir alþingi Íslendinga. Verði sjávarútvegsráðherra ekki við þessari áskorun hvetur bæjarráð Vestmannaeyja alþingismenn til að hafna frumvarpi sjávarútvegsráðherra um línuívilnun.
Með frumvarpinu eru stjórnvöld að beita sértækum aðgerðum við úthlutun aflahlutdeildar, smábátum til hagsbóta. Hlutdeild smábáta sem ekki eru á aflamarki hefur aukist mikið á undanförnum árum og hefur sú aukning verið á kostnað annarra. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram mun enn auka á mismunun milli útgerðaflokka í landinu. Afleiðingarnar fyrir Vestmannaeyjar nái frumvarpið fram að ganga eru þær að fiskiskip Eyjamanna munu veiða lægra hlutfall aflahlutdeildar en verið hefur. Útgerðir í Vestmannaeyjum hafa mátt þola mikla skerðingu á aflahlutdeild sinni á undanförnum árum vegna aðgerða stjórnvalda, s.s. tilfærslu á ýsu-og steinbítskvóta til smábáta og skerðingu vegna byggðakvóta. Verði fyrirhugað frumvarp að lögum er ljóst að aflaheimildir flytjist úr bæjarfélaginu, auk þess sem atvinnutækifæri fiskverkafólks, sjómanna og fyrirtækja dragast saman.
Bæjarráð tekur einnig heilshugar undir áskorun félaga og samtaka í Vestmannaeyjum til þingmanna Suðurkjördæmis þar sem fyrirhugaðri línuívilnun er mótmælt.
- mál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu bæjaryfirvalda vegna aðkomu bæjarins að fasteignafélagi um fasteignir bæjarins. Fram kom í máli bæjarstjóra að nokkrir aðilar hefðu lýst yfir áhuga sínum á að koma að verkefninu.
- mál.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða gildandi bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Nefndin skal skipuð einum frá meirihluta bæjarstjórnar, einum frá minnihluta bæjarstjórnar, auk þess sem framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs skal sitja í nefndinni. Nefndin skiptir með sér verkum. Nefndin skal skila tillögum sínum til bæjarráðs um breytingar eigi síðar en 15. apríl nk.”
Tilnefnt verður í nefndina á næsta bæjarráðsfundi.
- mál.
Að beiðni Arnars Sigurmundssonar gerði bæjarstjóri grein fyrir viðræðum við Samskip og Vegagerðina vegna ferða Herjólfs.
- mál.
Eftirfarandi tillaga lá fyrir frá Arnari Sigurmundssyni:
“Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og fulltrúum úr starfshóp um heilsutengda ferðaþjónustu. Tilefni fundarins er m.a. ákvæði í lögum um reglulega samráðsfundi heilbrigðisstofnana og bæjaryfirvalda, nýleg samþykkt bæjarstjórnar um viðræður við heilbrigðisráðuneytið um skipulag heilbrigðismála í Eyjum og tillögur starfshóps um heilslutengda ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.”
- mál.
Fyrir lá beiðni frá Heimi hf. útgáfufélagi, dags. 2. desember sl., um fjárveitingu vegna auglýsingakostnaðar bæjarins við ferðahandbókina “Á ferð um Ísland, Around Iceland og Rund um Island”, en bærinn hefur tekið þátt í kynningarverkefninu síðastliðin ár.
Bæjarráð samþykkir að greiða allt að kr. 250. þús. vegna kynningar og auglýsingar á Vestmannaeyjum, en hafnar beiðni um sérstakan styrk vegna útgáfu ritsins.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Íbúðalánasjóði,vegna heimilda til veitingu viðbótarlána fyrir 2004.
Bæjarráð vísar bréfinu til húsnæðisnefndar.
- mál.
Fyrir lágu fjögur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
- Fundargerð 57. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskóla.
- Bréf dags. 3. desember sl., vegna reglna reikningsskila og upplýsingarnefndar sambandsins.
- Kynning á Norrænu sveitarstjórnarráðstefnunni á Hótel Nordica 13. –15. júní.
- Bréf dags. 4. desember sl., vegna álagningarprósentu útsvars.
- mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 2. desember sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á umsókn um skemmtanaleyfi fyrir veitingarhúsið og skemmtistaðinn Prófastinn, Heiðarvegi 3.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 26. nóvember sl., vegna dýpkunarframkvæmda við Vestmannaeyjahöfn. Þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við dýpkunarframkvæmdir við Vestmannaeyjahöfn.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Kvennaathvarfinu, vegna beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2004.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Lögmönnum Vestmannaeyjum, dags. 5. desember sl., þar sem afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja vegna Bessahrauns 13 er mótmælt.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyja.
- mál.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund í bæjarstjórn Vestmannaeyja 18. desember nk. kl. 18.00.
- mál.
Samningamál.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til starfskjaranefndar.
- mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, frá 3. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar, frá 2. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar, frá 2. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
- mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 4. desember sl.
- mál.
Fyrir lá fundargerð almannavarnanefndar, frá 4. desember sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.30.
Andrés Sigmundsson
Björn Elíasson
Arnar Sigurmundsson
Bergur Elías Ágústsson