Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2695

17.11.2003

BÆJARRÁÐ

2695. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 17. nóvember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 10. nóvember sl., vegna kynningar á niðurstöðum af vinnu við gerð vákorts af suður- og vesturströnd Íslands.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 10. nóvember sl., vegna byggðakvóta.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir bæjarráð.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 10. nóvember sl., vegna áætlunar um heildargreiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum fjárhagsárið 2004 miðað við grunnfjárhæðir bóta.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. nóvember sl., vegna málþings um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 18. október 2002, þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna endurnýjunar á umsókn ÍBV-íþróttafélags á sölu gistingar og/eða veitinga.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

6. mál.

Samningamál.

7. mál.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar tók bæjarráð til umræðu núverandi stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og líklega þróun á næstu misserum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um stöðu atvinnumála og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

8. mál.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar var rætt um væntanlegan ársfund Þróunarfélags Vestmannaeyja, slit félagsins og stofnun nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum, sem starfi m.a. í nánu samstarfi við opinbera stuðningsaðila við íslenskt atvinnulíf.

Stefnt er að ársfundi Þróunarfélags Vestmannaeyja og sliti á félaginu í byrjun desember nk. Jafnframt er stefnt að því að starfsemi nýsköpunarstofu hefjist í ársbyrjun 2004.

9. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 12. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs, dags. 13. nóvember sl.

Varðandi lið 3. d) vísar bæjarráð samþykktinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2004, vegna liðs 3. i) 1) samþykkir bæjarráð tillöguna enda verði ekki um útgjaldaaukningu að ræða, að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina.

Bæjarráð bókað:

“Lýsum yfir ánægju okkur með störf vinnuhópsins vegna undirbúnings byggingar nýs leikskóla. Faglega þættinum hafa verið gerð góð skil og munu koma að góðum notum við endalega ákvörðun er tekin verður á næstunni.”

11. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs, dags. 16. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Tek undir tillögu Elliða Vignissonar varðandi ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ.”

12. mál.

Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar, dags. 13. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir fundagerðina.

13. mál.

Fyrir lá fundargerð almannavarnarnefndar, dags. 12. nóvember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.30.

Andrés Sigmundsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Viktor Stefán Pálsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove