Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2694
BÆJARRÁÐ
2694. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 10. nóvember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarráð skorar á samgöngumálaráðherra að framlengja haustáætlun Herjólfs fram að áramótum og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi við ráðuneytið og Vegagerðina. Bæjarráð leggur áherslu á að tillögur um fjölgun ferða skipsins í desember og lengingu haustáætlunar er að finna í tillögum heimamanna í samgönguhópnum sem skilaði tillögum sínum til ráðherra í mars á þessu ári.
2. mál.
Fyrir lá rökstuðningur frá Ólafi M. Kristinssyni hafnarstjóra, vegna ráðningar hafnarvarðar.
3. mál.
Fyrir lágu upplýsingar frá Frosta Gíslasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, vegna 2. máls fundargerðar bæjarráðs frá 3. nóvember sl., í tengslum við dýpkunarframkvæmdir í höfninni.
Með hliðsjón af umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs telur bæjarráð ekki ástæðu til að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í höfninni.
4. mál.
Fjallað var um 8. mánaða milliuppgjör Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.
5. mál.
Bæjarráð mótmælir fyrirhugaðum áætlunum Siglingastofnunar Íslands um niðurlagningu starfs skipaeftirlitsmanns í Vestmannaeyjum.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá Fornleifastofnun Íslands dags. 24. okt. sl. þar sem starfsemi stofnunarinnar er kynnt.
7. mál.
Fyrir lá fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags ísl. félagsráðgjafa frá 3. nóvember sl.
8. mál.
Málefni Hússins.
Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar tilkomu Hússins í Vestmannaeyjum, vímuefnalaust kaffihúss ungs fólks. Starfsemin mun án efa hafa jákvæð áhrif á félagslíf ungs fólks í Eyjum. Bæjarráð mun styðja samtökin í orði og á borði þannig að vegur starfseminnar verði sem mestur um ókomin ár.
9. mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember sl.
10. mál.
Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar frá 4. nóvember sl.
Varðandi 5. mál samþykkir bæjarráð að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004, en að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.47.
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)
Viktor Stefán Pálsson (sign.)