Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2693

03.11.2003

BÆJARRÁÐ

2693. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 3. nóvember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 30. október sl., vegna aðildar Vestmannaeyjabæjar að Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og aðalfundar samtakanna.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 27. október sl., þar sem farið er fram á umsögn bæjarins vegna dýpkunarframkvæmda í höfninni.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga áður en endanleg afstaða bæjarráðs liggur fyrir.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 27. október sl., vegna almennra jöfnunarframlaga til rekstrar grunnskóla 2004.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs að svara erindinu.

4. mál.

Bæjarráð samþykkir að afskrifa óinnheimtar kröfur að fjárhæð kr. 12.207.- skv. lista, að tillögu lögmanns Vestmannaeyjabæjar.

5. mál.

Fyrir lá bréf vegna ársfundar náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar.

6. mál.

Fyrir lá erindi frá Svavari Sigurðssyni, dags. 29. október sl., þar sem farið er fram á styrk vegna baráttu gegn fíkniefnainnflutningi.

Bæjarráð getur ekki orðið erindinu, þar sem verið er að endurskipuleggja forvarnar- og æskulýðsmál í Vestmannaeyjum með þeim markmiðum að efla þau enn frekar.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 31. október sl., þar sem farið er fram á að Vestmannaeyjabær veiti umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Húsið, Vestmannabraut 36.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

8. mál.

Fyrir lá 2. mál. fundargerðar bæjarráðs frá 6. október sl., þar sem bæjarstjóra var falið að útfæra með nánari hætti reglur um aðkomu og þátttöku Vestmannaeyjabæjar við gerð veggja þar sem lóðarmörk liggja að göngustígum samkvæmt samþykktu skipulagi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

9. mál.

Fyrir lá 12. mál. fundargerðar bæjarráðs frá 15. september sl., sem bæjarráð frestaði þar til að reglur lægju fyrir um aðkomu og þátttöku Vestmannaeyjabæjar við gerð veggja þar sem lóðarmörk liggja að göngustígum samkvæmt samþykktu skipulagi.

Með vísan til nýsamþykktra reglna samþykkir bæjarráð að hafna erindinu eins og það kemur fram.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 31. október 2003, vegna skýrslu og leiðbeininga frá ráðuneytinu varðandi heimild sveitarfélaga til að veita afslátt af fasteignaskatti, skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 471995 um tekjustofna sveitarfélaga.

11. mál.

Fyrir lá bréf vegna kynningarfundar um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október sl., vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.

13. mál.

Fyrir lá erindi frá Snorraverkefninu, dags. 31. október sl., um styrkveitingu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

14. mál.

Fyrir lá 8 mánaða uppgjör fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnana hans árið 2003.

Bæjarráð mun fjalla um uppgjörið á næsta fundi sínum.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, dags. 29. október sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs, dags. 31. október sl.

Samkvæmt ákvörðun formanns tók bæjarráð afstöðu til fundargerðarinnar lið fyrir lið.

1.mál.

Upplesið.

2. mál.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari umsagnar framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

3. mál.

Upplesið.

4. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

5. mál.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra verði falið að funda með nefndinni til að fara frekar yfir málið.

6. mál.

Bæjarstjórn hefur nýlega samþykkt samkomulag vegna kaupa á tímaeiningum í líkamsræktarsölum og samþykkir bæjarráð því að verða ekki við þeim tillögum sem getið er um í afgreiðslu málsins, né öðrum breytingum á fyrirliggjandi samkomulagi.

7. mál.

Bæjarráð fagnar a. lið, en vegna b. liðar samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að skoða nánar þörf á aukafjárveitingu.

8. mál.

Bæjarráð getur ekki samþykkt síðasta málslið, en samþykkir málið að öðru leyti.

9. mál.

Upplesið.

10. mál.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu, en mun afgreiða reglurnar í framhaldi af endurskoðun á bæjarmálasamþykkt fyrir Vestmannaeyjabæ sem nú er í undirbúningi.

11. mál.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra verði falið að funda með nefndinni til að fara frekar yfir málið.

12. mál.

Upplesið.

17. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar, dags. 30. október sl.

Bæjarráð samþykkir 1. mál með þeirri bókun sem þar kemur fram og að fresta 4. máli og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið. Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.20.

Andrés Sigmundsson

Bergur E. Ágústsson

Stefán Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Viktor S. Pálsson


Jafnlaunavottun Learncove