Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2690
BÆJARRÁÐ
2690. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 13. október kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Umræður um erindi bæjarins til fjárlaganefndar.
2. mál.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvernig aðgengi fatlaðra sé háttað að opinberum byggingum í Vestmannaeyjum.
3. mál.
Fyrir lá beiðni um ferðastyrk stjórnmálafræðinema til Brussel.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4. mál.
Fyrir lágu upplýsingar frá sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn.
5. mál.
Fyrir lá bréf Eyjasýnar ehf., dags. 7. október 2003, þar sem farið er fram á leyfi til að setja upp sendiloftnet á hús Listaskólans svo hægt sé að sjónvarpa bæjarstjórnarfundum beint til bæjarbúa.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti en að felur skipulags- og byggingarnefnd fullnaðarafgreiðslu málsins.
6. mál.
Svohlóðandi bókun og fyrirspurn barst frá Arnari Sigurmundssyni bæjarráðsmanni:
“Þegar samþykkt var í bæjarráði 25. ágúst sl. að ráða í starf fræðslufulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ, var jafnframt ákveðið að tillögu bæjarstjóra, að þá nýráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og menningsviðs skyldi taka að sér menningarmálin hjá bænum. Voru þetta viðbrögð meirihluta bæjarráðs við þeirri tillögu minni að ráðinn væri fræðslu- og menningarfulltrúi hjá bænum. Nú er búið að ráða í starf fræðslufulltrúa með einróma samþykkt Skólamálaráðs og bæjarstjórnar. Með þessu móti mætti ætla að búið væri að skipa í þær stöður í yfirstjórn Fræðslu og menningarsviðs sem nýtt skipurit gerðu ráð fyrir. Fyrir algjöra tilviljun frétti ég að því sl. föstudag að nú væri verið að auglýsa eftir menningarfulltrúa í 50% tímabundið starf hjá Vestmannaeyjabæ með umsóknarfresti til 18. október nk.
Af þessum ástæðum legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn:
Var meirihluta bæjarráðs og bæjarstjóra kunnugt um að verið er að auglýsa eftir menningarfulltrúa í 50% tímabundið starf hjá Vestmannaeyjabæ? Ef svo er og ráðið verður í stöðuna hvenær verður lögð fram tillaga í bæjarráði hvernig bregðast skuli við þeim útgjaldaauka sem fólgin er í fjögun stöðuheita við yfirstjórn fræðslu- og menningarmála? Í stað þess að gert er ráð fyrir launaútgjöldum á árinu 2003 fyrir eitt stöðugildi skóla- og menningarfulltrúa hjá Vestmananeyjabæ stefnir nú allt í að greitt verði fyrir 3,5 stöðugildi fyrir svipuð störf á næstu tólf mánaðum hjá bænum.
Ég ítreka tillögu bæjarstjóra á fundi bæjarráðs 25. ágúst sl. og tel ekki ástæðu til þess að ráða sérstaklega í starf menningarfulltrúa og tel raunar að framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs sé vel til fallinn að annast menningarmál samhliða sínu starfi hjá Vestmannaeyjabæ.”
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurninni á næsta bæjarráðsfundi.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19:11.
Andrés Sigmundsson
Bergur E. Ágústsson
Stefán Jónasson
Arnar Sigurmundsson
Viktor S. Pálsson