Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2685

08.09.2003

BÆJARRÁÐ

2685. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 8. september kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Að beiðni Bergs Ágústssonar bæjarstjóra tók bæjarráð til umfjöllunar eftirfarandi málefni:

a) Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja.

b) Greinargerð vegna SVOT-greiningar.

c) Málefni Westmars ehf.

Í samræmi við umræður á fundinum samþykkir bæjarráð að fela Bergi Ágústssyni áframhaldandi vinnu við málsliðina.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Elíasi Baldvinssyni, slökkviliðsstjóra, dags. 30. ágúst 2003 vegna ágóðahlutagreiðslu til bæjarsjóðs frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

Bæjarráð samþykkir að fela Bergi Ágústssyni, bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málið.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna fundargerðar 7. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja aðila í samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar í samræmi við 12. gr. Lögreglulaga nr. 90, frá 1996.

Bæjaráð samþykkir að tilnefnt verði í samstarfsnefndina á næsta bæjarstjórnarfundi.

5. mál.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar bæjarráðsmanns tók bæjarráð til umfjöllunar meginatriði væntanlegra viðræðna bæjarstjóra við forystumenn íþróttahreyfingarinnar í Eyjum um tímabundin afnot af 18 íbúðum í fjölbýlishúsinu Áshamar 75 takist samningar þar um, en húsið er nú allt komið í eigu Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 4. sept. sl. að fara í þessar viðræður í framhaldi af erindi formanna knattspyrnu- og handknattleiksdeilda ÍBV dags. 18. ágúst sl.

6. mál.

Að beiðni Arnars Sigurmundssonar bæjarráðsmanns tók bæjarráð til umfjöllunar helstu útgjalda- og framkvæmdaliði sem bæjarstjórn hefur ýmist samþykkt sem framkvæmdir á árunum 2004 og 2005 eða eru á vinnslustigi hjá bæjaryfirvöldum. Væntalegar framkvæmdir m.a. eru við nýjan leikskóla á Sólalóðinni sem bæjarstjórn er búin að samþykkja og uppbyggingu Menningar- og safnahúss í Vestmannaeyjum á næstu 18 mánuðum samkvæmt samningum við menntamálaráðuneytið í mars á þessu ári um fjárframlög úr ríkissjóði að fjárhæð 280 milljónir gegn 120 millj. kr. mótframlagi Vestmannaeyjabæjar. Þá fjallaði bæjarráð einnig um hugsanlega þurrkví í Vestmannaeyjum í framhaldi af fundargerð Hafnarstjórnar frá 3. sept. sl. Þessi mál munu koma til frekari umfjöllunar við síðari umræðu um 3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar sem fer fram í bæjarstjórn 16. september nk..

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Gústafi Adolf Gústafssyni og Friðriki Páli Arnfinnssyni, dags. 5. september 2003 vegna málefna slökkviliðs og sjúkraflutninga.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8. mál.

Fyrir lágu tvö bréf frá Frosta Gíslasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar:

a) Bréf dags. 8. ágúst 2003, vegna fjárveitingar fyrir gatnalýsingu við gatnamót Kirkjuvegs og Vestmannabrautar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari gagna.

b) Bréf dags. 8. september 2003, vegna kostnaðaráætlunar við væntanlegar framkvæmdir við Barnaskóla Vestmannaeyja.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til endurskoðunar fjárhagáætlunar.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Krossgötum, dags. 2. september 2003 um styrkveitingu vegna stækkunar á endurhæfingaheimili Krossgatna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Sýslumanninum í Vestmanneyjum, dags. 2. september 2003 vegna fasteignarinnar Foldahraun 41, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vísar málinu til Húsnæðisnefndar.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 3. september 2003 vegna könnunar á tónlistarkennslu í grunnskólum skólaárið 2002-2003.

12. mál.

Fyrir lágu þrjú bréf frá Óskari Pétri Friðrikssyni:

a) Bréf dags. 4. september 2003, þar sem óskað var eftir upplýsingum varðandi samninga og fyrirkomulag skógræktar í Vestmannaeyjum.

b) Afrif af bréfi dags. 8. september 2003, til Flugmálastjórnar.

c) Bréf dags. 7. september 2003, vegna fundar Landnytjanefndar frá 2. september 2003.

13. mál.

Fyrir lá bréf frá Oddi Björgvin, dags. 5. september 2003, þar sem óskað var eftir upplýsingum varðandi bréf Landbúnaðarráðuneytisins, dags. 28. ágúst 2003.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að gera bréfritara grein fyrir eðli málsins.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Skógræktarfélagi Vestmannaeyja, dags. 5. september 2003, þar sem óskað var eftir upplýsingum vegna beitar á landi sem ætlað er starfsemi “Landgræðsluskóga”.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfritara.

15. mál.

Fyrir lá bréf frá starfsstjórn samtaka um stofnun Bændasamtaka Vestmannaeyja, dags. 7. september.

16. mál.

Bæjarstjóri upplýsti að höfðustóll í 6. máli frá 28. júlí s.l. var krónur 5.241.158.

17. mál.

Fyrir lá bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 4. september 2003, vegna fundartíma nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa erindi til fjárlaganefndar Alþingis og fundartíma.

18. mál.

Fyrir lá bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 6. ágúst 2003, þar sem óskað er upplýsinga vegna nýtingar á félagslega íbúðakerfinu í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til húsnæðisnefndar.

19. mál.

Bæjarráð samþykkir að næsti bæjarstjórnarfundur, verði haldinn þriðjudaginn 16. september næstkomandi klukkan 20:00.

20. mál.

Fyrir lá fundargerð skipulags- og bygginganefndar, frá 2. september 2003.

21. mál.

Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá, 3. september 2003.

22. mál.

Fyrir lá fundargerð Þróunarfélags Vestmannaeyja, frá 19. ágúst 2003.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina og vísar liði 3.2. til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

23. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs, frá 2. september 2003.

Bæjaráð samþykkir fundargerðina.

24. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs, frá 3. september 2003.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina og vísar 15. máli til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

25. mál.

Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar, frá 2. september 2003.

Bæjarráð vísar 1. máli í fundargerðinni til næsta bæjarráðsfundar og síðari umræðu um búfjársamþykkt fyrir Vestmannaeyjar sem fram fer þriðjudaginn 16. september n.k. Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:00.

Andrés Sigmundsson, Bergur E. Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson, Viktor S. Pálsson.


Jafnlaunavottun Learncove