Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2684

01.09.2003

BÆJARRÁÐ

2684. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 1. september kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor Stefán Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Legg áherslu á að ítarleg umræða fari fram á vettvangi bæjarstjórnar á milli umræðna um verklegar framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar á tímabili 3ja ára áætlunar.”

2. mál.

Fyrir lá tillaga að breytingu á fyrirliggjandi samþykkt um búfjárhald í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vísar samþykktinni til landnytjarnefndar. Bæjarstjórn mun taka samþykktina til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi, 4. september nk.

3. mál.

Fyrir lá dreifibréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 19. ágúst sl. þar sem vakin er athygli á skilyrðum vegna útgáfu tækifærisvínveitingaleyfa.

4. mál.

Fyrir lágu þrjú bréf frá framkvæmdastjóra umhverfis – og framkvæmdasviðs vegna þátttöku í gerð veggja:

a) Bréf dags. 20. ágúst sl. vegna veggjar á lóðarmörkum við Faxastíg 10.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði við framkvæmdina að hámarki kr. 126.325,-.

b) Bréf dags. 20. ágúst sl. vegna veggja á lóðarmörkum við Vestmannabraut 35.

Bæjarráð samþykkir nýja tillögu framkvæmdastjóra.

c) Bréf dags. 29. ágúst sl. vegna kostnaðar við gerð grindverks að Búhamri 62.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði gerð grindverks að hámarki kr. 191.100,-.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir þessum útgjöldum í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

5. mál.

Samningamál.

6. mál.

Fyrir liggur að stofnfundur HÚSSINS, menningar- og kaffihúss fyrir ungt fólk, verður haldinn mánudaginn 1. september 2003, kl 20.30.

7. mál.

Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 31. júlí 2003, varðandi athugun á stöðu sorpmála í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna kosti og galla á þeim leiðum sem kynntar eru í bréfi framkvæmdastjóra og leggja þær fyrir bæjarráð.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Gámaþjónusta Vestmannaeyja ehf. sem hefur annast rekstur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja samkvæmt sérstökum samningi við Vestmannaeyjabæ hefur stað sig með miklum ágætum í þessum rekstri. Ég leggst gegn hugmyndum um að bærinn hefji rekstur stöðvarinnar á nýjan leik og legg áherslu á að reyna til þrautar að ná samningum við núverandi rekstaraðila, eða ef samningar takast ekki að bjóða verkið út.”

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað:

“Tillagan tengist á engan hátt samningi Vestmannaeyjabæjar við Gámaþjónustu Vestmannaeyja. Tillagan gerir ráð fyrir því að bærinn vinni framtíðarstefnumótun varðandi rekstur og eignarhald stöðvarinnar.”

8. mál.

Fyrir lá fundargerð 705. fundar stjórnar íslenskra sveitarfélaga 22. ágúst 2003.

9. mál.

Fyrir lá bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 27. ágúst 2003 um ár fatlaðra.

Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til félagsmálaráðs.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2003, þar sem kynnt er skýrsla á úttekt á hjúkrunarheimili.

Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til félagsmálaráðs.

11. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá Arnari Sigurmundssyni, dags. 1. september 2003. “Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að hefja undirbúning að stefnumótun samkvæmt SVOT greiningu fyrir Vestmanneyjar, þar sem fjallað verður um styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri varðandi þróun byggðar, atvinnulífs og annarra þátta sem varða samfélagið í Eyjum.”

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með tillöguna og samþykkir hana, enda er hún gott innlegg í þá vinnu sem þegar er hafin undir forystu bæjarstjóra um framtíðarstefnumótun bæjarfélagsins.

12. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 28. ágúst sl.

Afgreiðslu 1. og 7. máls frestað, fundargerðin staðfest að öðru leyti.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.40.

Andrés Sigmundsson, Bergur E. Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson, Viktor S. Pálsson.


Jafnlaunavottun Learncove