Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2683
BÆJARRÁÐ
2683. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 25. ágúst kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Óskar Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 19. ágúst sl. þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla til Vestmannaeyjabæjar árið 2003 verður kr. 6.019.500.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá formönnum handknattleiks- og knattspyrnuráða ÍBV íþróttafélags dags. 18. ágúst sl. þar sem óskað er eftir afnotum án endurgjalds á nokkrum íbúðum í eigu bæjarins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla nánari upplýsinga um það hvernig Vestmannaeyjabær geti komið sem best til móts við íþróttahreyfinguna í heild sinni.
3. mál.
Fyrir lá útskrift frá fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. ágúst sl. þar sem bréfi Láru Júlíusdóttur, hrl., er vísað til bæjarráðs enda um að ræða beiðni um uppkaup á húsnæði.
Bæjarráð hafnar beiðni um uppkaup á húsnæði eins og farið er fram á í bréfinu.
4. mál.
Samningamál.
5. mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:
"Bæjarráð samþykkir að gera þá breytingu á nýsamþykktu skipuriti fræðslu- og
menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar að fallið verði frá þeirri ákvörðun að fella niður starf skólamálafulltrúa. Þess í stað verði áfram starfandi skóla- og menningarfulltrúi, sem komi í stað ferða- og menningarfulltrúa í nýju skipuriti. Þá samþykkir bæjarráð að fyrirhugað starf ferðafulltrúa í hlutastarfi verði breytt í markaðs- og atvinnumálafulltrúa í fullu starfi, sem jafnframt myndar grunninn að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum sem ákveðið hefur verið að setja á stofn nú í haust.
Greinargerð:
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að óska eftir umsögn Skólamálaráðs á þeirri fyrirætlan að leggja niður starf skóla- og menningarfulltrúa bæjarins. Í bókun Skólamálaráðs kemur m.a.fram að ráðið treystir sér ekki til þess að veita umbeðna umsögn til bæjarráðs, en leggur jafnframt áherslu á að skólastarf í Vestmannaeyjum verði eflt og ávallt verði unnið að því að skapa börnum og unglingum sem besta möguleika til menntunar. Til þess að fylgja eftir umræðum á síðasta fundi bæjarráðs og sjónarmiðum ráðsins er þessi tillaga flutt. Á síðasta fundi bæjarráðs fór fram jafnframt ýtarleg umræða um nauðsyn þess að koma upp nýsköpunar- og markaðsstofu í Vestmannaeyjum sem allra fyrst. Ráðning markaðs- og atvinnumálafulltrúa gæti verið heppileg byrjun á slíkri starfsemi og skapar jafnframt möguleika á að leita eftir stuðningi og taka upp náið samstarf við þá aðila sem vinna á landsvísu að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi og atvinnu- og byggðamálum. Þá verður væntanlegt hlutverk markaðs- og atvinnumálafulltrúa að vinna með skipulögðum hætti og í góðu samstarfi við hagsmunaaðila á markaðssetningu á Vestmannaeyjum."
Meirihluti bæjarráðs leggur til að í nýsamþykktu skipuriti fræðslu- og menningarsviðs verði gert ráð fyrir fræðslufulltrúa, staðan auglýst hið fyrsta og ráðið í stöðuna til eins árs til reynslu. Eins og komið hefur fram liggur fyrir að styrkja þarf skólastarf á sem bestan hátt. Ráðning á fræðslufulltrúa er liður í því að skólastarf verði eflt og ávallt unnið að því að skapa börnum og unglingum sem besta möguleika til menntunar.
Meirihluti bæjarráðs telur ekki tímabært að samþykkja tillögu varðandi markaðs- og atvinnumálafulltrúa þar sem verið er að vinna að frekari útfæslu á fyrirhugaðri nýsköpunarstofu svo og öðrum málaflokkum sem heyra undir fræðslu- og menningarsvið.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
"Fagna því að fallist hefur verið á það sjónarmið að ráðið verði í stöðu fræðslufulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ sem fyrst og tel að þar sé að nokkru komið á móts við tillögu mína. Aftur á móti tel ég að áform um ráðningu fræðslufulltrúa til eins árs þjóni ekki hagsmunum bæjarfélagsins. Legg áherslu á mikilvægi starfsins og tel að því hafi verið mjög vel sinnt af núverandi skóla- og menningarfulltrúa. Get fallist á að fresta ákvörðun ráðningu markaðs- og atvinnumálafulltrúa þar til formlega hefur verið gengið frá stofnun Nýsköpunarstofu í Vestmannaeyjum síðar á þessu ári."
6. mál.
Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Arnari Sigurmundssyni:"Hvað líður vinnu meirihluta bæjarstjórnar við gerð 3ja ára áætlunar Vestmannaeyjabæjar? Samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnalaga og 68. gr. um "Samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar" ber bæjarstjón að semja þriggja ára áætlun og senda hana til félagsmálaráðuneytis innan eins mánaðar frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar viðkomandi árs. Síðari umræða um Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2003 fór fram 27. febrúar sl. Legg mjög ríka áherslu á að þriggja ára áætlun bæjarins sem nær yfir tímabilið 2004-2006 verði lögð fram til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður 4. september nk. Af því leiðir að ræða þarf stöðu málsins og framgang á fundum bæjarráðs 25. ágúst og 1. september nk."
Bæjarráð samþykkir að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs verði lögð fram fyrir næsta fund bæjarráðs 1. sept. nk. og fund bæjarstjórnar 4. september nk. en félagsmálaráðuneytinu hefur verið gerð grein fyrir stöðu málsins.
7. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 20. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
8. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 21. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Svohljóðandi bókun barst frá Arnari Sigurmundssyni:
"Ég samþykki fundargerðina að frátöldum lið 4. b með vísan til tillögu í 4. máli hér að framan og bókun þar um."
9. mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. ágúst sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.20
Andrés Sigmundsson
Stefán Ó. Jónasson
Arnar Sigurmundsson
Bergur E. Ágústsson