Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2681
BÆJARRÁÐ
2681. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 11. ágúst kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Óskar Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá danska sendiherranum á Íslandi dags. 28. júlí sl. þar sem þakkað er fyrir gjöf sem honum barst í tengslum við goslokahátíð.
2. mál.
Fyrir lá verksamningur við IBM Business Consulting Services ehf. um skoðun á rekstri Hraunbúða og er samningsupphæðin kr. 770-990 þús. án vsk.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
3. mál.
Fyrir lágu tveir úrskurðir frá félagsmálaráðuneytinu:
a) dags. 29. júlí sl. varðandi lögmæti kosningu varamanns í bæjarráð.
b) dags. 29. júlí sl. varðandi lögmæti ákvarðana sem teknar voru á fundi stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja 29. apríl sl.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá handknattleiksráði karla ÍBV, ódags., þar sem ítrekað er að tekin verði afstaða til kaupa bæjarins á fánaborg við Íþróttamiðstöðina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn handknattleiksdeildar ÍBV um málið.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Ólafi Ólafssyni, bæjartæknifræðingi, dags. 28. júlí sl. þar sem mælt er með því að greiddur verði kostnaður við vegg á lóðarmörkum að Vestmannabraut 37b er nemur kr. 580.000.-
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá sundurliðaðan kostnað vegna verksins áður en afstaða verður tekin til málsins.
6. mál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málefnum sorpbrennslu.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 25. júlí sl. um fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu tónlistarkennslu.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Olíufélaginu ehf. dags. 23. júlí sl. varðandi viðskiptahætti á olíumarkaði.
9. mál.
Fyrir lá dreifibréf frá Latabæ ehf., ódags., þar sem leitað er eftir styrki vegna kynningar- og auglýsingaherferðar fyrir heilbrigðu líferni.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
10. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 29. júlí sl.
Bæjarráð frestar 18. máli fundargerðarinnar en samþykkir hana að öðru leyti.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.00
Andrés Sigmundsson
Stefán Ó. Jónasson
Arnar Sigurmundsson
Bergur E. Ágústsson