Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2672

26.05.2003

BÆJARRÁÐ

2672. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 26. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Óskar Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri. Jafnframt sat fundinn Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá samningur við IBM Business Consulting Services ehf dags. 22. maí sl., varðandi úttekt á stjórnskipulagi Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt lá fyrir minnisblað dags. 26. maí “Skoðun á stjórnskipulagi Vestmannaeyjabæjar og verkaskiptingu í stjórnun starfssviða” ásamt fyrstu drögum að skipuriti bæjarins í samræmi við 1. áfanga ofangreinds samnings.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. mál.

Fyrir lá greinargerð skoðunarmanna dags. 26. maí varðandi ársreikninga Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2002. Undir þessum lið mættu skoðunarmenn og fóru yfir þá greinargerð sem þeir unnu.

Bæjarráð þakkar skoðunarmönnum fyrir góð störf og vísar ársreikningunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Vegagerðinni dags. 16. maí sl., varðandi fyrirspurn bæjarstjórnar frá fundi þann 16. apríl sl. um það hvort ms. Herjólfur sé þjóðvegur milli lands og Eyja.

Í framhaldi af svari Vegagerðarinnar óskar bæjarráð eftir viðræðum við samgönguráðherra og Vegagerðina um lækkun far- og farmgjalda auk fjölgunar ferða ms. Herjólfs, þar sem fram kemur í ofangreindu bréfi skilgreining á ferjunni sem þjóðvegur. Jafnframt mun nýkjörnum þingmönnum Suðurkjördæmis verða gerð grein fyrir afgreiðslunni.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Ríkiskaupum dags. 22. maí sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn til kaups eignarhlutur ríkissjóðs í húseigninni Skólavegur 15 á kr. 4.200.000 miðað við staðgreiðslu.

Bæjarráð getur ekki samþykkt ofangreint tilboð en felur bæjarstjóra að kanna þörf fyrir húsnæðið hjá Vestmannaeyjabæ og þann kostnað sem þarf til að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf.

5. mál.

Fyrir lá bréf Guðjóns Hjörleifssonar dags. 23. maí sl., varðandi 3. mál frá fundi bæjarráðs þann 19. maí sl. Undir þessum lið mætti fulltrúi hagsmunaaðila til að ræða hugsanlega þurrkví í Vestmannaeyjum.

Varðandi tillögu undir 3. máli frá fundi bæjarráðs 19. maí sl. vísar bæjarráð henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Ólafi Ólafssyni bæjartæknifræðingi dags. 26. maí, varðandi niðurstöðu útboðs á hellulögn á gatnamótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Apóteki Vestmannaeyja dags. 26. maí, varðandi áætlanir um rekstur fyrirtækisins á næstu árum.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá ÍBV-íþróttafélagi dags. 26. maí, varðandi sorphirðu í Herjólfsdal og haugsugu á Þjóðhátíð sem og göngustíg.

Bæjarráð frestar erindinu gagnvart sorphirðu og haugsugu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga. Varðandi göngustíg þá er verið að hefja vinnu við umræddan göngustíg í átaksverkefni og mun hann verða upplýstur en malbikun bíður til næsta árs.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá bæjarstjóra dags. 22. maí sl., þar sem lögð er fram tillaga að útdeilingu styrkja til námsmanna sem samþykktir voru á fundi bæjarráðs þann 3. mars sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð 55. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 21. maí sl.

11. mál.

Fyrir lá fundargerð Þróunarfélags Vestmannaeyja dags. 29. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Svohljóðandi bókun barst frá Arnari Sigurmundssyni:

" Legg áherslu á að boðað verði sem fyrst til stjórnarfundar í félaginu og þess gætt að allir stjórnarmenn geti komið til fundar. Það er óeðlilegt að taka ákvarðanir um skipulagsbreytingar á fundi þar sem eingöngu tveir af fimm stjórnarmönnum voru mættir"

12. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráði dags. 20. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

13. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs dags. 20. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

14. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs dags. 21. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar dags. 21. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá 23. maí sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.07.

Guðrún Erlingsdóttir

Arnar Sigurmundsson

Stefán Ó. Jónasson

Andrés Sigmundsson

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove