Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2671

21.05.2003

BÆJARRÁÐ

2671. fundur.

Ár 2003, miðvikudaginn 21. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Stefán Óskar Jónasson, Björn Elíasson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri. Jafnframt sat fundinn Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingi Sigurðsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá tillaga að vinnuskipulagi vegna breytinga á stjórnskipulagi Vestmannaeyjabæjar.

“Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkir að fram fari úttekt á stjórn- og starfa­skipulagi hjá Vestmannaeyjabæ og stofnana hans með það fyrir augum að fá fram tillögu að nýju stjórn­skipulagi.

Ennfremur samþykkir bæjarráð að fela forseta bæjarstjórnar að ganga til samninga við IBM Viðskiptaráð­gjöf um verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi draga verksamnings og vinnulýsinga sem þar kemur fram. Gert verði ráð fyrir áætluðum kostnaði vegna 1. og 2. hluta verksamnings í endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins.”

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.10.

Arnar Sigurmundsson

Björn Elíasson

Stefán Ó. Jónasson

Andrés Sigmundsson

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove