Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2671
BÆJARRÁÐ
2671. fundur.
Ár 2003, miðvikudaginn 21. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Stefán Óskar Jónasson, Björn Elíasson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri. Jafnframt sat fundinn Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði Ingi Sigurðsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá tillaga að vinnuskipulagi vegna breytinga á stjórnskipulagi Vestmannaeyjabæjar.
“Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkir að fram fari úttekt á stjórn- og starfaskipulagi hjá Vestmannaeyjabæ og stofnana hans með það fyrir augum að fá fram tillögu að nýju stjórnskipulagi.
Ennfremur samþykkir bæjarráð að fela forseta bæjarstjórnar að ganga til samninga við IBM Viðskiptaráðgjöf um verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi draga verksamnings og vinnulýsinga sem þar kemur fram. Gert verði ráð fyrir áætluðum kostnaði vegna 1. og 2. hluta verksamnings í endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins.”
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.10.
Arnar Sigurmundsson
Björn Elíasson
Stefán Ó. Jónasson
Andrés Sigmundsson
Ingi Sigurðsson