Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2670

19.05.2003

BÆJARRÁÐ

2670. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 19. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Stefán Óskar Jónasson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri. Jafnframt sat fundinn Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingi Sigurðsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu tilnefningar í vinnuhóp varðandi atvinnutækifæri kvenna sbr. 3. mál frá fundi bæjarráðs þann 13. maí sl.

Bæjarráð samþykkir tilnefningarnar.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Götu kommúnu dags. 5. maí sl., varðandi vinabæjarsamband við Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með viðbrögð bæjarfélagsins Götu í Færeyjum vegna óska bæjaryfirvalda um að taka upp vinabæjarsamskipti og munum þiggja boð þeirra um að senda fulltrúa til Götu.

3. mál.

Fyrir lá svohljóðandi fyrirspurn frá meirihluta bæjarráðs:

“Í aðdraganda alþingiskosninga sem fram fóru 10 maí sl. kom fram hjá frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Guðjóni Hjörleifssyni, að forsætisráðherra Davíð Oddsson hefði f.h. ríkisstjórnarinnar gefið loforð um að 60% af kostnaði við byggingu þurrkvíar í Vestmannaeyjum verði greitt af ríkissjóði. Upplýsingar um að þetta loforð hafi verið gefið kom m.a. fram í flokksblaði Sjálfstæðisflokksins. Af þessu tilefni óskar bæjarráð Vestmannaeyja eftir því við bæjarfulltrúann og alþingismanninn Guðjón Hjörleifsson að hann geri bæjarráði skriflega grein fyrir þessu loforði, hvort það hafi verið gefið og hvort það hafi verið skilyrt á nokkurn hátt. Það er mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst því núverandi meirihluti í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur mikinn áhuga á því að þessi framkvæmd geti orðið að veruleika. Ef þessi möguleiki er fyrir hendi og þetta loforð hafi raunverulega verið gefið og hægt að ganga að þessum fjármunum sem vísum þarf að hefja viðræður við ríkið og ftr. Skipalyftunnar sem fyrst, því bygging þessa mannvirkis gæti verið gott innlegg í að bæta atvinnuástandið í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjóra er því falið að óska eftir því við Guðjón að hann leggi fram svör ekki síðar en mánudaginn 26 maí. n.k.”

Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“ Bæjarráð samþykkir að fela hafnarstjórn Vestmannaeyja að taka formlega afstöðu til möguleika hafnarsjóðs vegna stofnkostnaðar og reksturs þurrkvíar í Vestmannaeyjum, að því staðfestu að fjárveitingar ríkisins verði 60% af áætluðum framkvæmdakostnaði, enda verði þurrkvíin að öðru leyti fjármögnuð af hafnarsjóði Vestmannaeyja.”

Meirihluti bæjarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar þar til svör Guðjóns liggja fyrir.

4. mál.

Fyrir lá fundargerð 187. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 13. maí sl., varðandi drög að náttúruverndaráætlun

Bæjarráð vísar málinu til kynningar hjá Náttúrustofu Suðurlands og umhverfisnefndar.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 13. maí sl., þar sem leitað er umsagnar um umsókn um leyfi Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna reksturs gistiskála.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um erindið fjalla samþykki það einnig.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá SAMAN-hópnum ódags., varðandi beiðni um stuðning við forvarnarstarf hópsins.

Vestmannaeyjabær er með sambærilega vinnu í gangi og mun bærinn áfram styðja við bakið á því verkefni, og því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

8. mál.

Fyrir lá bréf Guðríðar Ástu Halldórsdóttur dags. 9. maí sl.

Bréfritari hefur fengið niðurstöðu um að hún sé varamaður Andrésar Sigmundssonar í bæjarstjórn og því sé hún einnig varamaður hans meðan hann situr sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Því hafnar bæjarráð erindinu.

Svohljóðandi tillaga barst frá Arnari Sigurmundssyni:

“Í ljósi þess ágreinings sem uppi er varðandi setu áheyrnarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks og óháðra í bæjarráði Vestmannaeyja samþykkir bæjarráð að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að úrskurðað verði hið fyrsta með hvaða hætti tilnefning áheyrnarfulltrúa B-lista í bæjarráð beri að þegar bæjarstjórn kýs í ársnefndir ofl. á fundi sínum í júní nk.”

Meirihluti bæjarráðs hafnar tillögu minnihlutans og væntir þess að þessum kjánaskap linni fljótlega. Þó vill meirihluti bæjarráðs lýsa sérstakri ánægju sinni með umhyggju bæjarráðsmanns Sjálfstæðisflokksins fyrir varamanni Framsóknarflokks og óháðra í bæjarstjórn.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja dags. 17. maí sl.

Ferðamál og markaðssetning Vestmannaeyja eru til gagngerrar endurskoðunar. Ferðamálafulltrúi mun starfa til 1. ágúst nk. a.m.k.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Tek undir áhyggjur stjórnar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja varðandi þá óvissu sem nú er komin upp í skipulagi ferðamála á vegum Vestmannaeyjabæjar.”

Meirihluti bæjarráðs fagnar því að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sýni ferðamálum áhuga. Að öðru leyti eru áhyggjur Arnars Sigurmundssonar óþarfar.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Ólafi Ólafssyni bæjartæknifræðingi, dags. 19. maí, um samanburð á tilboðum varðandi upplýsinga- og samskiptavef 2003 fyrir Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðendur, þá Jóhann Guðmundsson og Sæþór Þorbjarnarson. Samningum skal vera lokið fyrir 25. maí n.k.

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Tek afstöðu til tilboðanna á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður 28. maí nk., einkun með vísan til þess að tækni- og umhverfissvið Vestmannaeyjabæjar metur annað tilboð hagstæðara samkvæmt heildarmati. Fyrir þann tíma og hyggst ég kynna mér tilboðin betur, en tek að öðru leyti undir það sjónarmið að jafnan skuli gengið til samninga við lægstbjóðanda. “

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað.

“Lýsum furðu okkar á andstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gengið verði strax til samninga við lægstbjóðendur, sem eru ungir athafnamenn úr Eyjum.”

Arnar Sigurmundsson óskar bókað:

“Í bókun minni hér að ofan felst ekki andstaða við að ganga til viðræðna við lægstbjóðenda, en vek athygli á því að undirbúningur að nýjum samskipta- og upplýsingavef fyrir Vestmannaeyjabæ hefur staðið í nokkurn tíma og frestun á afgreiðslu málsins til 28. maí getur tæplega tafið framgang þess, en verklok eru áætluð 15. september nk.”

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað:

“Afstaða ftr. Sjálfstæðisflokksins hefur það í för með sér að ekki er hægt að ganga strax til samninga við lægstbjóðendur. Það getur haft það í för með sér að verklok dragist. Þetta harmar meirihluti bæjarráðs.”

11. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 7. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

12. mál.

Fyrir lá fundargerðir landnytjanefndar frá 9. og 16.maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðirnar.

13. mál.

Fyrir lá fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar dags. 14. maí sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.00.

Lúðvík Bergvinsson

Arnar Sigurmundsson

Stefán Ó. Jónasson

Andrés Sigmundsson

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove