Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2669
BÆJARRÁÐ
2669. fundur.
Ár 2003, þriðjudaginn 13. maí kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Guðrún Erlingsdóttir, Stefán Óskar Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri. Jafnframt sat fundinn Andrés Sigmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarráð óskar nýkjörnum þingmönnum í Suðurkjördæmi til hamingju með kosningu til Alþingis og vonast eftir góðu samstarfi við þá.
2. mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá meirihluta bæjarráðs:
"Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við tilskylda aðila að taka upp viðræður við þá um stofnun frumkvöðlaseturs sem staðsett yrði í Vestmannaeyjum. "
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
3. mál.
Vinnuhópur um atvinnumál.
Fyrsti fundur hópsins var þriðjudaginn 6. maí sl. og var skipt í sjö undirhópa sem eiga að skila hugmyndum og tillögum sínum í eina heildarskýrslu sem lögð verður svo fyrir bæjarráð. Hóparnir og forsvarsmenn þeirra eru sem hér segir:
Fiskvinnsla: Arnar Hjaltalín Höfnin: Sigurmundur G. Einarsson
Iðnaður: Eyþór Harðarson Ferðaþjónusta: Valgeir Arnórsson Menntun: Eva Káradóttir Upplýsingatækni: Jóhann Ó. Guðmundsson
Heilsutengd ferðaþjónusta: Hjörtur Kristjánsson
Bæjarráð hvetur þá bæjarbúa sem einhverjar hugmyndir hafa varðandi atvinnumál að koma þeim á ofangreinda forsvarsmenn. Einnig samþykkir bæjarráð að bæta við einum vinnuhópi sem fjalla mun sérstaklega um atvinnutækfæri kvenna og mun hann eingöngu verða skipaður konum. Formaður þess hóps verði Helga Tryggvadóttir og munu tilnefningar í þann hóp liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
4. mál.
Fyrir lágu bréf frá Vinnumálastofnun dags. 6. maí sl. vegna umsókna bæjarins um atvinnuátaksverkefni:
a) Erindi um stuðning við aldraða á stofnunum er hafnað þar sem um hefðbundið verkefni sveitarfélaga er að ræða.
b) Erindi vegna 30 ára goslokaafmælis er samþykkt að stórum hluta.
Bæjarráð felur félagsmálastjóra að fara yfir a.lið málsins og athuga með endurnýjun á umsókn. Jafnframt er stofnuninni þakkað fyrir jákvæða afgreiðslu á b.lið málsins og góðar undirtektir varðandi átaksverkefni.
5. mál.
Fyrir lá erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi 5. mál fundar skipulags- og byggingarnefndar þann 6. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að athuga með kostnað við deiliskipulagningu svæðis við Miðstræti.
Bæjarráð samþykkir erindið.
6. mál.
Fyrir lágu nánari upplýsingar frá bæjarstjóra varðandi erindi Taflfélags Vestmannaeyja á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir styrk upp á kr. 75.000, -
7. mál.
Bæjarráð samþykkir að fella niður óinnheimtanlegar kröfur skv. lista að upphæð kr. 100.960 í samráði við lögmann.
8. mál.
Fyrir lágu frekari upplýsingar frá bæjarstjóra varðandi erindi um Jónsmessugleði ÍBV á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð treystir sér ekki til að verða við erindinu um Jónsmessugleði í Skvísusundi en bendir á hátíðarsvæðið í Herjólfsdal þar sem hátíðin var haldin áður.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 7. maí sl. þar sem leitað er eftir upplýsingum eða athugasemdum varðandi starfsemi sjóðsins á sviði endurnýtingar og endurvinnslu nokkurra flokka úrgangs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við bæjarráðsmenn, að svara erindinu í samráði við eftirlitsaðila og rekstraraðila Sorpu.
10. mál.
Fyrir lá bréf frá HIV-info, ódags., þar sem farið er fram á fjárstyrk.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
11. mál.
Fyrir lá tölvupóstur frá Útvarpi Suðurlands dags. 5. maí sl. þar sem leitað er eftir fjárstuðningi við rekstur stöðvarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.
12. mál.
Fyrir lágu 6 umsóknir um starf við afleysingar á bæjarskrifstofum.
Bæjarráð samþykkir að ráða Dagnýju Björnsdóttur í starfið að tillögu bæjarritara.
13. mál.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að kanna hagkvæmni þess að ráðinn verði sérstakur starfsmaður hjá Vestmannaeyjabæ sem hefði umsjón og eftirlit með tölvumálum bæjarins. Könnun þessi skal ná bæði til kostnaðar og skilvirkni. Leiði könnun þessi til þess að hagkvæmt sé að ráða í starfið skal það auglýst.
14. mál.
Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 9. maí sl., þar sem leitað er umsagnar um umsókn Björns Jóhannssonar lyfjafræðings um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð vísar erindinu til næsta fundar bæjarstjórnar.
15. mál.
Fyrir lá bréf frá Oddi Björgvin dags. 9. maí sl., varðandi framkvæmdir í Herjólfsdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
16. mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 6. maí sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
17. mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.25
Arnar Sigurmundsson
Stefán Ó. Jónasson
Guðrún Erlingsdóttir
Andrés Sigmundsson