Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2665
BÆJARRÁÐ
2665. fundur.
Ár 2003, mánudaginn 7. apríl kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Stefán Óskar Jónasson, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundsson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Svohljóðandi tillaga barst frá Stefáni Jónassyni og Lúðvíki Bergvinssyni:
"Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að skipa starfshóp, 10-20 manna, sem leitað verður sérstaklega til um atvinnumál í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri skal vera í hópnum og halda utan um störf hópsins. Hópurinn skal hafa aðstöðu í Ráðhúsi Vestmannaeyja til samkomu og fundarhalda. Hann skal skila bæjarstjórn Vestmannaeyja skýrslu fyrir 15. júní nk. með tillögum sínum og hugmyndum."
Meirihluti bæjarráðs leggur til að Stefán Óskar Jónasson og Páll Scheving Ingvarsson leiði starf hópsins og haldi utan um það í samráði við bæjarstjóra.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
"Samþykki meginefni tillögunnar um skipan 10-20 manna starfshóps um atvinnumál, en óska eftir að nánari upplýsingar um skipan og fjölda í starfshópnum liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs og þá verði hægt að ákveða hverjir skipi hópinn. Minnihluti bæjarráðs mun tilnefna fulltrúa sína í starfshópinn á næsta fundi bæjarráðs.
Tel nauðsynlegt að hópurinn skili hugmyndum sínum og tillögum til bæjarstjórnar fyrir 15. maí nk. í stað 15. júní nk. Þá tel ég eðlilegt að bæjarstjóri leiði starf þessa fjölskipaða starfshóps því miklu skiptir að starf hópsins verði sem skilvirkast og taki sem skemmstan tíma.
Að öðru leyti samþykki ég tillöguna."
Lúðvík Bergvinsson og Stefán Óskar Jónasson óska að bóka:
"Hugmyndin að baki tillögu meirihlutans er að kalla til fólk sem hefur hugmyndir og áhuga fyrir að koma að vinnu og leggja fram hugmyndir um hvernig snúa megi þeirri þróun sem verið hefur í atvinnumálum Vestmannaeyja undanfarin misseri. Við fögnum því að minnihlutinn er tilbúin að taka þátt í þessari vinnu og óskum eftir því að þeir komi sínum tilnefningum til Stefáns eða Páls, svo skjótt sem verða má. Á hinn bóginn teljum við mikilvægt að hefja þetta starf/vinnu yfir dægurþras stjórnmála, því mikið liggur við að hægt verði að hefja það sem fyrst. Meirihlutinn mun því ekki leggja málið fyrir bæjarráð á nýjan leik enda væri það aðeins til þess fallið að tefja störf hópsins. Takist hópnum að skila tillögum fyrir 15. júní væri það mjög ánægjulegt."
Arnar Sigurmundsson óskar bókað:
"Í samræmi við bæjarmálasamþykkt mun minnihluti bæjarstjórnar tilnefna í starfshópinn á næsta fundi bæjarráðs, enda óheimilt að ofangreindir einstaklingar skipi fulltrúa í nefnd sem bæjarstjórn þarf að staðfesta."
2. mál.
Rætt um stöðu og horfur í atvinnumálum í Vestmannaeyjum.
3. mál.
Í framhaldi af áðursendum erindum til bæjarráðs lágu fyrir afrit af bréfum Inga Sigurðssonar bæjarstjóra til:
a) Sveinafélags járniðnaðarmanna dags. 2. apríl sl. um stöðu mála hafnar- og upptökumannvirkja.
b) Svæðisvinnumiðlunar Suðurlands dags. 2. apríl sl. þar sem sótt er um styrki til átaksverkefna í atvinnumálum.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 25. mars sl. varðandi dag umhverfisins 25. apríl nk.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 28. mars sl. þar sem leitað er eftir upplýsingum um námur og framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 1. apríl sl. þar sem gerð er grein fyrir athugasemdum Bændasamtaka Íslands við nýjum samþykktum um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð vísar erindinu til landnytjanefndar.
7. mál.
Fyrir lá ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Vestmannaeyja 3. apríl sl.
Bæjarráð vísar málinu til landnytjanefndar og umhverfisnefndar.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Kristjáni Bjarnasyni, form. Skógræktarfélags Vestmannaeyja, dags. 31. mars sl. þar sem leitað er álits á hugmynd um gerð samnings við Skógræktarfélag Íslands um landgræðsluskóga á Haugum.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Oddi Júlíussyni dags. 31. mars sl. um sameiningu landnytjanefndar og umhverfisnefndar.
Bæjarráð þakkar bréfritara ábendingar bréfsins og vísað er til væntanlegrar endurskoðunar á nefndarskipan Vestmannaeyjabæjar.
10. mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 3. apríl sl. þar sem leitað er umsagnar um umsókn Gísla Vals Einarssonar vegna Hótels Þórshamars.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskildu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
11. mál.
Fyrir lá bréf skv. tölvupósti frá Saltkaupum dags. 7. apríl sl., varðandi lækkun álagðra gatnagerðargjalda á dúkaskemmu fyrirtækisins að Hafnargötu 2.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagnar hjá umhverfisráðuneytinu varðandi erindið.
12. mál.
Fyrir lá fundargerð jafnréttisnefndar frá 1. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
13. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 2. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
14. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 2. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Svohljóðandi bókun barst frá Arnari Sigurmundssyni:
"Fagna því að stýrihópur um skólamál mun starfa áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í skólamálaráði og bæjarstjórn. Aukið samstarf skólastofnana Vestmannaeyjabæjar sem miðar að bættu skólastarfi og betri nýtingu fjármagns ásamt samanburði við sambærileg sveitarfélög er nauðsynlegur þáttur í nútíma skólastarfi."
15. mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 3. apríl sl.
Bæjarráð vísar 4. máli fundargerðarinnar til afgreiðslu bæjarstjórnar en samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
16. mál.
Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 4. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.10.
Arnar Sigurmundsson
Lúðvík Bergvinsson
Stefán Ó. Jónasson
Ingi Sigurðsson