Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2663

24.03.2003

BÆJARRÁÐ

2663. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 24. mars kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá undirritað samkomulag menntamálaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar dags. 21. mars sl., varðandi byggingu menningarhúss.

Bæjarráð fagnar umræddu samkomulagi sem mun vafalítið efla menningar- og safnastarfsemi í Vestmannaeyjum.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá æskulýðsfélagi Landakirkju dags. 11. mars sl., þar sem þakkað er fyrir fjárstuðning vegna ferðar félagsins á norrænt æskulýðsmót.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Byggðastofnun dags. 19. mars sl., varðandi niðurstöðu forvals um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag”.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir rökstuðningi Byggðastofnunar fyrir höfnun á erindi Vestmannaeyjabæjar.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Oddi Júlíussyni dags. 17. mars sl., varðandi upplýsingar frá bæjarsjóði.

5. mál.

Fyrir lá fundargerð 186. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 12. mars sl.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. mars sl., varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna holræsahreinsunar.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars sl., varðandi ráðstefnur um rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga og nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 17. mars sl., varðandi beitingu sveitarfélagsins á 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

9. mál.

Fyrir lá bréf félagsmálaráðuneytisins ásamt afritum af öðrum bréfum dags. 10. mars og svarbréf bæjarstjóra ásamt fylgiskjölum dags. 19. mars sl. varðandi málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja.

10. mál.

Svohljóðandi bókun barst frá Guðjóni Hjörleifssyni:

"Undirritaður óskaði eftir því kl. 9.30 að skýrsla samgönguráðherra um samgöngur milli lands og Eyja yrði tekin fyrir í bæjarráði í samræmi við þær reglur sem í gildi eru. Formaður bæjarráðs neitaði að taka málið fyrir þrátt fyrir að embættismenn bæjarins hafi staðfest að þessi beiðni hafi komið inn fyrir kl. 11.00. Ég harma þessi vinnubrögð og áskil mér allan rétt til þess að leita réttar míns í þessu máli.

Það er söguleg stund í bæjarráði þegar Andrés Sigmundsson og Guðrún Erlingsdóttir neita að ræða um svo mikilvægt mál sem samgönguskýrslan er. Óska eftir að tillagan verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs og vona að viku fyrirvari dugi til."

Svohljóðandi bókun barst frá Andrési Sigmundssyni og Guðrúnu Erlingsdóttur:

"Á síðasta fundi bæjarstjórnar 20. mars sl. hafnaði bæjarstjórn skýrslu starfshóps samgönguráðherra enda kemur hún á engan hátt til móts við þarfir Vestmannaeyinga um bættar samgöngur eins og Eyjamenn hafa óskað eftir."

11. mál.

Í framhaldi af tillögu frá síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir tillaga að greinargerð til Hafrannsóknarstofnunar frá bæjarstjóra vegna kvótasetningar löngu, keilu, kolmunna og skötusels.

Bæjarráð samþykkir greinargerðina fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að senda greinargerðina til stofnunarinnar.

12. mál.

Fyrir lá viljayfirlýsing um þátttöku í samanburðargreiningu í rekstri og starfsemi grunnskóla og leikskóla en kostnaður vegna verkefnisins er áætlaður 600-650 þúsund.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti svo framarlega sem a.m.k. þrjú önnur sveitarfélög komi að verkefninu.

13. mál.

Bæjarráð samþykkir að næsti fundur bæjarstjórnar verði miðvikudaginn 26. mars nk. og hefst hann kl. 18.00.

14. mál.

Fyrir lá fundargerð jafnréttisnefndar dags. 18. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs dags. 19. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar dags. 20. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.00.

Andrés Sigmundsson, Guðrún Erlingsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Ingi Sigurðsson.


Jafnlaunavottun Learncove