Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2662

17.03.2003

BÆJARRÁÐ

2662. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 17. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Arnar Sigurmundsson, Stefán Óskar Jónasson og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá lokaskýrsla og tillögur starfshóps samgönguráðherra dags. 5. mars 2003 um samgöngur við Vestmannaeyjar.

Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigmundssyni:

" Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi tillögu starfshóps samgönguráðherra um samgöngur milli lands og Eyja.

Tillögur hópsins gera ekki ráð fyrir því að ráðist verði í neinar úrbætur í samgöngumálum nú þegar eins og krafa Vestmannaeyinga er um. Tillögur hópsins eru því algerlega óásættanlegar. Rannsóknir á Bakkafjöru og á berglögum milli lands og Eyja með hugsanleg göng í huga eiga ekki að tefja það að ráðist verði nú þegar í nauðsynlegar úrbætur svo stytta megi siglingatíma milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja, með kaupum á nýju skipi, leigu eða endurbótum á því sem nú siglir. Þá er algjörlega óviðunandi að ekki skuli gerðar neinar tillögur um lækkun á flugfargjöldum í formi ríkisstyrkja nú þegar á leiðinni Vestmannaeyjar-Reykjavík, sem knýjandi þörf er fyrir. Vegna fyrirliggjandi möguleika á því að taka skip á leigu fyrir ótrúlega lága upphæð gætir furðu þær yfirlýsingar fulltrúa í starfshópnum um sjóhæfni skipsins. Þær yfirlýsingar eru bæði villandi og rangar. Það er torskilið hvað vakir fyrir fulltrúum í hópinum að gefa svo rangar upplýsingar. Það er álit bæjarráðs að Vestmannaeyingar geti ekki sætt sig við það að ekki verði ráðist í neinar samgöngubætur við Eyjar á næstu árum.

Bæjarráð skorar á samgönguyfirvöld að hafna þessum tillögum og setja á laggirnar nýjan hóp sem fær það hlutverk að leggja fram nýjar tillögur til að bregðast við kröfum um bættar samgöngur nú þegar og geri einnig tillögur um varanlegar bætur á samgöngum við Eyjar. Viðgangur og vöxtur bæjarfélagsins á mikið undir bættum samgöngum. Tillögur hópsins gera ráð fyrir stöðnun í samgöngumálum næstu árin sem mun hefta mjög möguleika Eyjanna til að vaxa og dafna í samkeppni við aðra þéttbýlisstaði um fólk og fyrirtæki.

Bæjarráð hafnar því alfarið þeim tillögum og hugmyndum samgönguhópsins, enda telur ráðið þær á engan hátt koma til móts við þarfir Vestmannaeyinga."

Stefán Jónasson óskaði eftir því að gerast meðflutningsmaður að tillögunni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum gegn einu.

Arnar Sigurmundsson leggur til, í samræmi við samþykkt bæjarmálaflokks meirihlutans fyrr í dag, að vísa málinu til afgreiðslu næsta fundar bæjarstjórnar og þá mun væntanlega liggja fyrir svar samgönguráðherra vegna tillagna starfshópsins.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dags. 11. mars sl. vegna áskorunar bæjarráðs um að loðnukvótinn verði aukinn um 250 þús. tonn.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Óskari P. Friðrikssyni, dags. 10. mars sl., þar sem kynntar eru hugmyndir um vefsíðu með myndum og upplýsingum frá Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar bréfritara og mun skoða þá möguleika að koma hugmyndum bréfritara inn í tengslum við nýjan upplýsingavef Vestmannaeyjabæjar.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 11. mars sl. um breytingar á reglugerðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og um húsaleigubætur.

5. mál.

Fyrir lá tölvupóstur frá 12. mars sl. þar sem kynnt er málþing um æskulýðsmál sem haldið verður 29. mars nk.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs.

6. mál.

Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Stefáni Jónassyni:

"Óska eftir skriflegum upplýsingum um stöðu mála varðandi samþykkt bæjarráðs frá 20. janúar sl. varðandi úttekt á félagslegum og efnahagslegum áhrifum samgöngubóta."

Bæjarstjóri lagði fram svar við fyrirspurninni á fundinum.

7. mál.

Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Stefáni Jónassyni:

"10. febrúar sl. var samþykkt tillaga meirihlutans í bæjarráði um makvissa vinnu í leit að tækifærum í atvinnulífinu. Tillögum um möguleika og aðgerðir skal skilað fyrir 1. maí nk.

Svör við eftirfarandi spurningum er óskað skriflega á fundi bæjarráðs 17. mars 2003.

A) Hefur svar borist frá vinnumála-og eða byggðastofnun varðandi starfsmann í þetta verkefni?

B) Ef svo er ekki hvenær má vænta svara?

C) Hefur stýrihópur með fulltrúum verkalýðsfélaga, atvinnurekenda, rannsóknarsetursins, fjármálafyrirtækja og framhaldskólans verið skipaður?

D) Ef svo er ekki hvers vegna hefur það ekki verið gert og hvenær má vænta að sá hópur verði skipaður?

E) Hefur verið leitað til annara þeirra aðila sem nefndir voru í tillögunni ?

F) Ef svo er ekki, hvers vegna hefur það ekki verið gert og hvenær má vænta að við þann hóp verði talað."

Bæjarstjóri lagði fram svare við fyrirspurninni á fundinum.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. mars sl. þar sem leitað er umsagnar um endurnýjun umsóknar Sigurgeirs Scheving vegna Gistiheimilisins Hreiðursins.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

9. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við menntamálaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum og kynnti drög að samkomulagi um slíkt verkefni.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra framgang málsins.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Samskipum dags. 7. mars sl. þar sem kynntir eru stoppdagar á Herjólfi í vor, 15. og 29. apríl nk., og leitað umsagnar um stoppdaga í haust en gerð er tillaga um 9. og 17. september nk.

Bæjarráð samþykkir umræddar dagsetningar um stoppdaga í haust fyrir sitt leyti og orðið hefur verið við dagsetningum þeim er bæjarráð lagði til varðandi stoppdaga í vor.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Gísla Magnússyni dags. 17. mars þar sem gerð er tillaga um vinarbæjartengsl við Götu í Færeyjum.

Bæjarráð er hlynnt erindinu og vísar því til menningarmálanefndar.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja dags. 6. mars sl. þar sem óskað er aftir því að Vestmannaeyjabær greiði 21,5 m. kr. til félagsins sem hlutafé þar sem Byggðastofnun hafi einungis greitt 78,5 m. kr. af 100 m. kr. áætluðu framlagi en bæjarstjórn gekkst í ábyrgð fyrir eftirstöðvum framlagins á fundi 25. júlí 2001.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við Byggðastofnun varðandi hlutafjárframlag, sbr. bréf stjórnarformanns Byggðastofnunar frá 14. júní 2002.

13. mál.

Samningamál.

14. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 12. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir að Listauki, f.h. Listahátíðar ungs fólks, sem fram fór 15. mars sl., þakkar Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans fyrir veittan stuðning og aðkomu að hátíðinni.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 12. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.05

Andrés Sigmundsson

Stefán Ó. Jónasson

Arnar Sigurmundsson

Ingi Sigurðsson  


Jafnlaunavottun Learncove