Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2661

10.03.2003

BÆJARRÁÐ

2661. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 10. mars kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð óskar meistaraflokki kvenna ÍBV í handbolta og öllum Vestmannaeyingum til hamingju með deildarmeistaratitilinn sem náðist um helgina.

2. mál.

Fyrir lá samrit af umsókn Vestmannaeyjabæjar og Rannsóknarseturs Vestmannaeyja vegna forvals í verkefninu “Rafrænt samfélag” dags. 3. mars.

Bæjarráð þakkar þeim aðilum sem komu að undirbúningi og gerð umsóknarinnar.

3. mál.

Fyrir lá bréf landgræðslu ríkisins dags. 6. mars sl. varðandi sauðfjárbeit í Helgafelli.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og landnytjanefndar og felur þeim framgang málsins.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 28. feb. sl. varðandi landnytjanefnd Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til landnytjanefndar.

5. mál.

Fyrir lá til umsagnar frumvarp frá Alþingi um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu dags. 25. feb. sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.

6. mál.

Fyrir lá fundargerð 701. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. feb. sl.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 5. mars sl., varðandi umsókn Ingibjargar Bernódusdóttur um leyfi til reksturs gistiheimilis.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

8. mál.

Fyrir lágu upplýsingar frá formanni bæjarráðs varðandi tillögu V-listans frá fundi bæjarstjórnar þann 27. feb. sl. um leka á nýbyggðu íþróttahúsi við Íþróttamiðstöðina.

Bæjarráð felur tæknideild að kappkosta að lagfærður verði leki í nýja íþróttasalnum og að salurinn verði hljóðmældur.

9. mál.

Fyrir lágu svör stjórnarformanns Þróunarfélags Vestmannaeyja v/fyrirspurna frá bæjarstjórnarfundi þann 27. feb. sl.

10. mál.

Í framhaldi af umræðum mun bæjarráð boða til aukafundar þegar skýrsla starfshóps samgönguráðherra um samgöngur milli lands og Eyja liggur fyrir.

11. mál.

Fyrir lágu fundargerðir landnytjanefndar frá 27. feb., 6. og 7. mars sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðirnar.

12. mál.

Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar frá 28. feb. sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina. Varðandi 4. mál fundargerðarinnar vísar bæjarráð í 3. mál hér fyrr á fundinum og lítur svo á að það sé í vinnslu.

13. mál.

Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. mars sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.40.

Guðjón Hjörleifsson

Andrés Sigmundsson

Guðrún Erlingsdóttir

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove