Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2659

24.02.2003

BÆJARRÁÐ

2659. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 24. febrúar kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Inga Sigurðssyni, bæjarstjóra:

"Í framhaldi af málflutningi Guðrúnar Erlingsdóttur á síðasta bæjarstjórnarfundi, þar sem hún ber það á mig að það væru rangfærslur í bréfi mínu til félagsmálaráðuneytisins vegna Þróunarfélagsins, óska ég eftir skriflegum upplýsingum frá Guðrúnu um það hvaða rangfærslur ég fari með í umræddu bréfi."

Guðrún Erlingsdóttir lagði fram svar við fyrirspurninni á fundinum.

Andrés Sigmundsson og Guðjón Hjörleifsson óska bókað:

"Í bréfi Guðrúnar Erlingsdóttur bæjarfulltrúa V-listans kemur ekkert fram sem segir að um rangfærslur sé að ræða í bréfi bæjarstjóra til félagsmálaráðuneytisins, heldur er áfram reynt að krafsa sig út úr þessu máli. Það er mjög alvarlegt þegar kjörinn bæjarfulltrúi ber slíkt á bæjarstjóra. Það hefði verið heiðarlegra af hálfu Guðrúnar að biðja Inga Sigurðsson bæjarstjóra afsökunar í þessu máli, heldur en að leggja fram bréf sem ekki er í neinu samræmi við fyrirspurn Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra og skuldar hún honum svör eða afsökunarbeiðni ."

Guðrún Erlingsdóttir óskar að bóka:

"Hef lagt fram svör mín við fyrirspurn bæjarstjóra eins og hann bað um. Um bókun meirihluta bæjarstjórnar gef ég lítið fyrir."

Andrés Sigmundsson og Guðjón Hjörleifsson óska bókað:

"Þrátt fyrir þessa bókun Guðrúnar skuldar hún enn bæjarstjóra svör eða afsökunarbeiðni."

2. mál.

Fyrir lá dagskrá umræðufundar (íbúaþings) v/endurskoðunar aðalskipulags Vestmannaeyja þann 1. mars nk. í Höllinni.

3. mál.

Fyrir lá erindi frá Vegagerðinni dags. 17. feb. sl. skv. tölvupósti, varðandi stoppdaga Herjólfs vorið 2003.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

4. mál.

Fyrir lá afrit af bréfi Jóhanns Péturssonar lögmanns f.h. Vestmannaeyjabæjar til Samkeppnisstofnunar dags. 19. feb. sl., varðandi bréf stofnunarinnar frá 20. jan sl. og í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs á fundi þess 3. mál þann 28. jan. sl.

Bæjarráð samþykkir að senda íþróttaráði afrit af bréfinu.

Guðrún Erlingsdóttir óskar að bóka:

"Óska eftir því að fá afrit af þeim tilboðum sem Hressó fékk og svör þeirra við þeim."

Bæjarstjóri lagði fram hugmyndir bæjarins til lausnar á málinu en hugmyndunum var hafnað munnlega af fulltrúum Hressó. Aldrei var um neitt formlegt tilboð að ræða af hálfu bæjarins eins og fram kemur í bréfi lögmannsins.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Geir Þorsteinssyni, f.h. Knattspyrnusambands Íslands, dags. 14. feb sl., varðandi Hásteinsvöll og samþykkt bæjarstjórnar frá 30. jan. sl.

Jafnframt lá fyrir bréf um málið frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni, íþróttafulltrúa, dags. 24. febr.

Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir sínar og felur bæjarstjóra og íþróttafulltrúa að vinna áfram í málinu.

Svohljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:

"Óska eftir drögum að samningi sem bæjarstjóri lagði fram á fundi mannvirkjanefndar K.S.Í. 17. mars 2000."

6. mál.

Fyrir lágu upplýsingar frá bæjarstjóra vegna umsagna um frumvörp þau sem voru lögð fram á fundi þann 10. feb sl., 5. og 6. mál. en bæjarstjóri hafði rætt við fulltrúa Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum um málin.

Bæjarráð gerir ekki aðrar athugasemdir um frumvörpin en fram koma í umsögnum Hitaveitu Suðurnesja.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 19. feb sl., varðandi skil á áætlunum um húsaleigubætur fyrir 1. mars nk.

8. mál.

Fyrir lá erindi frá Skipulagsstofnun dags. í feb., skv. tölvupósti, varðandi fimmtu norrænu umhverfismatsráðstefnuna.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Umboðsmanni barna dags. 31. jan sl., varðandi þátttöku barna og unglinga í samræmi við 12. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 11. feb. sl., varðandi endurnýtingu úrgangs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.

11. mál.

Fyrir lá erindi frá Evrópusamtökunum dags. 12. feb. sl., varðandi ósk um fjárstuðning.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12. mál.

Fyrir lá bréf Odds Björgvins dags. 21. feb. sl. þar sem hann segir upp af sinni hálfu samkomulagi sínu við Vestmannaeyjabæ frá 10. maí árið 2000.

13. mál.

Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:

"Óskum eftir svörum við eftirfarandi spurningum í bæjarráði í dag:

a) Hver hefur vaxtakostnaður verið af yfirdráttarheimild Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans árið 2002?

b) Hver hefur vaxtakostnaður verið af öðrum skamtímaskuldum Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans árið 2002?

c) Hver hefur vaxtakostnaður verið af langtímaskuldum Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans árið 2002?"

Bæjarráð felur bæjarritara að svara fyrirspurninni.

14. mál.

Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs dags. 19. feb. sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.45.

Andrés Sigmundsson

Guðjón Hjörleifsson

Guðrún Erlingsdóttir

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove