Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2658

17.02.2003

BÆJARRÁÐ

2658. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 17. febrúar kl. 16.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Guðjón Hjörleifsson, G. Ásta Halldórsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Ingi Sigurðsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2003 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2003 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. mál.

Bæjarráð fagnar ákvörðun ríkisstjórnar frá 11. feb. sl. að verja 6,3 milljörðum króna til ýmissa verkefna vegna meira atvinnuleysis en búist var við. Bæjarráð vill sérstaklega fagna fjármagni til byggingar menningarhúss í Vestmannaeyjum og 700 m.kr. framlags í atvinnuátak á vegum Byggðastofnunar víða um land, svo og vegaframkvæmdum á Suðurlandi.

3. mál.

Fyrir lá bréf Vestmannaeyjabæjar til menntamálaráðherra dags. 11. feb sl., vegna byggingar menningarhúss í Vestmannaeyjum og samnings um menningarsamskipti.

Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna undirbúningsnefnd um byggingu menningarhúss á næsta fundi bæjarstjórnar. Nefndina skipi bæjarstjóri sem jafnframt er form. nefndarinnar, einn fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu, tveir fulltrúar frá meirihluta bæjarstjórnar og einn frá minnihluta bæjarstjórnar.

4. mál.

Fyrir lá tillaga frá bæjarstjóra vegna kostnaðar við ferðalög á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá meirihluta bæjarráðs:

“Bæjarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við Ferðamálaráð Íslands í markaðs- og kynningarmálum, innanlands og erlendis skv. auglýsingu þar um dags. 6. feb sl. Bæjarstjóra er falið að ganga frá umsókn fyrir 21. feb nk. í samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Leitast verður við að í umsókn Vestmannaeyjabæjar verði lögð áhersla á að 30 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu, 40 ár frá Surtseyjargosinu, Skanssvæðið, stórir viðburðir árlega og fleira sem styrkt getur umsóknina.”

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6. mál.

Fyrir lá afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 5. feb sl., varðandi afgreiðslu heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 27. jan. sl. á erindi Karató ehf varðandi framkvæmdaáætlun við Höllina.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Frosta Gíslasyni dags. 31. jan. sl., varðandi styrk til að vinna nýsköpunarverkefni fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð fagnar erindinu og felur Þróunarfélagi Vestmannaeyja að ræða við bréfritara.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Rannsóknarsetri Vestmannaeyja og Þróunarfélagi Vestmannaeyja dags. 6. feb. sl., varðandi framtíðarstefnu Vestmannaeyjabæjar í upplýsinga- og fjarskiptamálum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við bréfritara.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 10. feb. sl. þar sem leitað er umsagnar um umsókn Þrastar Bjarnhéðinssonar vegna VIP Drífandi ehf., íbúðahótelið Hótel Eyjar, Bárustíg 2.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.

10. mál.

Fyrir lá svar bréf Lúðvíks Bergvinssonar f.h. Vestmannaeyjalistans dags. 7. feb. sl. til félagsmálaráðuneytisins varðandi Þróunarfélag Vestmannaeyja.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 11. feb. sl. varðandi upplýsingar um samkeppnina “Nations in Bloom”.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

12. mál.

Fyrir lá svohljóðandi erindi frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans:

“Í ljósi breyttra aðstæðna óska bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eftir því að tilnefna nýjan aðal- og varamann í bæjarráð fram til júnímánaðar 2003 þegar tilnefnt verður á ný í bæjarráð. Verði þessi ósk samþykkt munu breytingarnar verða þær að Guðrún Erlingsdóttir verður aðalmaður í stað Lúðvíks Bergvinssonar og Stefán Óskar Jónasson varamaður í stað Guðrúnar Erlingsdóttur.”

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13. mál.

Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá Guðrúnu Erlingsdóttur:

“Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum á því ástandi sem skapast þegar vöntun er á svæfingalækni við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Bæjarráð fer þess á leit við Landlæknisembættið og heilbrigðisráðherra í samráði við stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar að tryggt verði með öllum ráðum að ávallt verði svæfingarlæknir til staðar hér í bæ og tekið verði tillit til sérstöðu Vestmannaeyja landfræðilega þegar leitað verður lausna.”

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14. mál.

Fyrir lágu fundargerðir goslokanefndar nr. 1-8, dags.13.09.2002 til 23.01.2003.

15. mál.

Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar dags. 10. feb. sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

16. mál.

Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs dags. 12. feb. sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

17. mál.

Fyrir lá fundargerð Náttúrustofu Suðurlands dags. 12. feb. sl.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.20.

Guðrún Erlingsdóttir

G. Ásta Halldórsdóttir

Guðjón Hjörleifsson

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove