Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2655
BÆJARRÁÐ
2655. fundur.
Ár 2003, þriðjudaginn 28. janúar kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Þann 23. janúar sl. voru 30 ár liðin frá upphafi jarðeldanna á Heimaey. Vegna þessarra tímamóta vill bæjarráð þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt komu að björgun, aðstoð og uppbyggingu bæjarins. Einnig þakkar bæjarráð öllum þeim sem tóku þátt í að minnast atburðanna 23. janúar sl.
Bæjarráð þakkar bæjarstjórn Ölfuss fyrir skeyti þar sem Vestmannaeyjabæ og íbúum Vestmannaeyja eru sendar vináttukveðjur á þessum tímamótum.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál dags. 20. jan. sl. þar sem fram kemur að Vegagerð ríkisins beri að afhenda Vestmannaeyjabæ verksamning við Samskip hf. um Herjólf frá 27. okt. sl.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Samkeppnisstofnun dags. 20. jan. sl. þar sem bænum er boðið að gera athugasemd við bréf LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Önnu Dóru Jóhannsdóttur og Jóhönnu Jóhannsdóttur vegna rekstrar líkamsræktarsalar í Íþróttamiðstöð.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 23. jan. sl. þar sem leitað er umsagnar um umsókn Hjörleifs Þórðarsonar vegna veitingastaðarins Bjartur Bakan ehf., Pizza 67, Heiðarvegi 5.
Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar, sem um slík erindi eiga að fjalla, samþykki það einnig.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Kúttmagakoti ehf. dags. 20. jan. sl. þar sem leitað er eftir samstarfi um frágang götu og bílastæða umhverfis athafnasvæði fyrirtækisins að Strandvegi 107.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga hjá bréfritara og tækni- og umhverfissviði.
6. mál.
Fyrir lá fundargerð Svæðisráðs frá 8. jan. sl.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá stuðningsfulltrúum í grunnskólum dags. 24. jan. sl. þar sem mótmælt er breytingu á launum og óskað eftir fundi um málið.
Starfskjaranefnd hefur fundað um málið og komist að niðurstöðu sem mun verða kynnt bréfriturum í framhaldinu.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Gunnari Árnasyni dags. 18. jan. sl. þar sem óskað er eftir ýmsum upplýsingum um vinnubrögð garðyrkjustjóra, starfssvið hans, og starfsmanna Áhaldahúss.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að kynna sér málið frekar.
9. mál.
Fyrir lá afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 20. jan. sl. til Hallarinnar/Karató ehf. þar sem fram kemur að embættið sjái sér ekki annað fært en að standa við fyrirhugaðar þvingunaraðgerðir á meðan framkvæmdaráætlun um úrbætur liggur ekki fyrir.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. mál.
Samningamál.
11. mál.
Fyrir lá bréf frá Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar dags. 24. jan. sl. um aðkomu nefndarinnar að Þróunarfélagi Vestmannaeyja.
Bæjarráð staðfestir að ekki verða gerðar fjárhagslegar kröfur á samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar sbr. ákvæði í 2. gr. stofnsamnings ÞV.
Guðrún Erlingsdóttir tekur afstöðu til málsins á næsta fundi bæjarstjórnar.
Svohljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttir:
"Hlutverk kjörins fulltrúa í bæjarstjórn er að tryggja að vel sé farið með það fé sem rennur í sameiginlega sjóði bæjarfélagsins. Vegna fyrirliggjandi bréfs er rétt að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki aðrar upplýsingar um samstarf eigenda Þróunarfélags Vestmannaeyja en fram kemur í stofnsamningi félagsins sem finna má á heimasíðu þess. Ef aðrir samningar eða samkomulög liggja fyrir er nauðsynlegt og mjög mikilvægt að það verði skýrt frekar og lagt fram á næsta fundi bæjarstjórnar. Það vekur sérstaka eftirtekt að bréfritarar skuli lýsa því yfir að kröfur minnihlutans um vandaða meðferð almannafjár skuli verða að "lamandi eitri í þjóðlífinu" eins og það er orðað í erindinu. Minnihlutinn mun áfram sem hingað til reyna að tryggja að vel verði farið með almannafé. Ábyrgð bæjarfélagsins vegna skuldbindinga félagsins verður að vera skýr."
12. mál
Fyrir lá samkomulag hafnarsjóðs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar dags. 27. janúar sl, varðandi Þróunarfélag Vestmannaeyja.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
Guðrún Erlingsdóttir tekur afstöðu til málsins á næsta fundi bæjarstjórnar.
13. mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 23. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
14. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 22. janúar sl.
Bæjarráð vísar fjárhagslegum atriðum til gerðar fjárhagsáætlunar 2003 en samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
15. mál.
Fyrir lá fundargerð umhverfisnefndar frá 23. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
16. mál.
Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 24. janúar sl.
Bæjarráð vísar fjárhagslegum atriðum til gerðar fjárhagsáætlunar 2003 en samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
17. mál.
Fyrir lágu fundargerðir hafnarstjórnar frá 14. og 23. jan. sl.
18. mál.
Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 22. janúar sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.00.
Guðjón Hjörleifsson
Andrés Sigmundsson
Guðrún Erlingsdóttir
Ingi Sigurðsson