Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2653

13.01.2003

BÆJARRÁÐ

2653. fundur.

Ár 2003, mánudaginn 13. janúar kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Í framhaldi af umræðum um atvinnumál liggur fyrir að stéttarfélögin munu eiga fund með þingmönnum kjördæmisins 20. janúar nk.

Bæjarráð mun beita sér fyrir fundi með þingmönnum kjördæmisins, fulltrúum stéttarfélaga og fulltrúum atvinnurekenda í kjölfar þess fundar.

2. mál.

Fyrir liggur að Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur í Sæfaxa VE-30, eða hlutafé Eyfaxa ehf., skv. meðfylgjandi kauptilboði.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Nemendafélagi Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum dags. 9. jan. sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna leigu á útvarpssendi.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem gert verði ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2003.

4. mál.

Samningamál.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. í janúar, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um landgræðslustarfið.

6. mál.

Fyrir lágu yfirlit frá Áka Heinz um fundarsetu í bæjarstjórn og bæjarráði til ársloka 2002.

Bæjarráð þakkar fyrir þessi gögn.

7. mál.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til Storms ehf. vegna heimildarþáttaraðar um Vestmannaeyjagosið 1973.

Bæjarráð þakkar Stormi ehf. og Norðurljósum ehf. þetta stórmerka framtak um þennan einstaka atburð í Íslandssögunni.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Magnúsi Sigurðssyni, f.h. Steina og Olla ehf., dags. 9. jan. sl. þar sem rakin eru sjónarmið fyrirtækisins vegna versnandi hljóðvistar í sundlaugarsal Íþróttamiðstöðvar og leitað svara við nokkrum spurningum.

Bæjarráð óskar eftir svari frá bæjartæknifræðingi vegna bréfsins.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 9. jan. sl. um að H.S. hyggist beita þvingunarúrræðum um takmörkun á opnunartíma Hallarinnar frá og með 1. febr. nk. vegna vanefnda á úrbótum vegna hávaðamengunar og er því beint til bæjarins að endurmeta heimilaðan veitingartíma áfengis á hlutaðeigandi veitingastað.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10. mál.

Fyrir lá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar nk.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.25.

Guðjón Hjörleifsson

Guðrún Erlingsdóttir

Andrés Sigmundsson

Ingi Sigurðsson


Jafnlaunavottun Learncove