Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2651
BÆJARRÁÐ
2651. fundur.
Ár 2002, föstudaginn 27. desember kl. 12.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá Atvinnuleysistryggingasjóði dags. 18. des. sl. um heimild til átaksverkefnis til kynningar atvinnumála, 1 starf í 6 mánuði.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá Dala-Rafni ehf. dags. 23. des. þar sem farið er fram á að Vestmannaeyjabær falli frá forkaupsrétti á Dala-Rafni VE 5 sem seldur er kvótalaus til Færeyja.
Bæjarráð samþykkir erindið þar sem engar aflaheimildir fylgja með.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Jóhanni Péturssyni, lögmanni bæjarsjóðs, dags. 28. nóvember sl. varðandi tryggingamál vegna hljóðmengunar í sundlaugarsal Íþróttamiðstöðvar.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja dags. 10. des. sl. þar sem kynnt er ályktun frá félagsfundi um að fagna tillögu bæjarráðs um að kanna hagkvæmni hraðferju milli lands og Eyja.
5. mál.
Fyrir lá afrit af bréfi Sýslumannsins í Vestmannaeyjum dags. 16. des. sl. til þeirra sem vitað er um að haldi búfé í Vestmannaeyjum varðandi slátrun búfjár.
6. mál.
Bæjarráð samþykkir, að tillögu bæjarlögmanns, að afskrifa óinnheimtanleg gjöld skv. lista að upphæð kr. 2.514.671.-
7. mál.
Fyrir lá bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 20. des. sl. um heimild til þess að veita íbúum í Vestmannaeyjum viðbótarlán á árinu 2003 sem nemur kr. 60.000.000.-
Bæjarráð vísar bréfinu til húsnæðisnefndar.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 10. des. sl. þar sem kynnt er ályktun um að aldraðir njóti sömu aðstöðu í íþróttahúsum og aðrir aldursflokkar.
Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálaráðs og íþrótta- og æskulýðsráðs.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. des. sl. þar sem kynnt eru námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn sem haldin verða í febrúar nk.
10. mál.
Fyrir lágu fundargerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og:
a) Félags ísl. náttúrufræðinga frá 19. des. sl.
b) Kennarasambands Íslands vegna grunnskóla frá 10. des. sl.
11. mál.
Samningamál.
12. mál.
Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði 30. janúar og 20. febrúar nk. og hefjast þeir kl. 18.00.
13. mál.
Fyrir lá bréf frá Inga Sigurðssyni bæjarstjóra, f.h. stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja, varðandi samkomulag félagsins við Hitaveitu Suðurnesja frá 18. des. sl.
Bæjarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti.
Svohljóðandi tillaga barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Óska eftir að lögmaður verði fenginn til þess að yfirfara samkomulag þetta og bera saman við stofnsamning Þróunarfélags Vestmannaeyja. Áliti þessu verði skilað fyrir bæjarstjórnarfund 30. des. 2002."
Andrés Sigmundsson og Guðjón Hjörleifsson vísuðu tillögunni frá með svohljóðandi bókun:
"Vísum tillögunni frá þar sem hún er óþörf og ekkert annað en útgjaldaauki fyrir bæinn."
Svohljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Samþykki ekki afgreiðslu bæjarráðs á málinu á meðan að lögfræðiálit liggur ekki fyrir."
Svohljóðandi bókun barst frá Andrési Sigmundssyni og Guðjóni Hjörleifssyni:
" Viljum vekja athygli á því að fulltrúi V-listans hefur í langan tíma rætt um skuldir og skuldbindingar Þróunarfélags Vestmannaeyja. Nú liggur fyrir samkomulag þar sem skuldbindingar lækka um 12.000.000.- kr.
Samt sem áður er Guðrún Erlingsdóttir fulltrúi V-listans á móti lækkun skulda Þróunarfélagsins með því að vera á móti því samkomulagi sem nú liggur fyrir.
Við viljum jafnframt vekja athygli á því að samkomulagið er í 6 liðum og þarf að samþykkjast sem ein heild.
Það liggur fyrir að að frumkvæði í þessu máli var af hálfu Þróunarfélagsins og því stenst það stofnsamþykkir félagsins þar um. Kostnaður vegna lögfræðiálits er eingöngu til að tefja málið og auka útgjöld bæjarsjóðs."
Svohljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Vitaskuld er bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans ekki á móti lækkun skulda Þróunarfélagsins heldur þvert á móti, en bendi jafnramt á að til þessara skulda var stofnað af hálfu stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja þar sem allir eigendur bera jafna ábyrgð . Tel að það hefði verið lýðræðislegra af meirihlutans hálfu að fá álit lögmanns á samkomulaginu í stað þess að fella tillöguna og benda bæjarfulltrúanum á að leggja sjálf út í kostnað við álitsgerð. Í ljósi þess hversu öruggir bæjarfulltrúar meirihlutans virðast um lögmæti samkomulagsins hefði það ekki verið mikil vinna af hálfu lögmanns að skila áliti sem lagt yrði fyrir bæjarstjórn á mánudag. Það er einkennilegt að mér skuli borið á brýn að ég sé að tefja málið þar sem upplýst hefur verið að Rannsóknarsetur Háskólans mun ekki fjalla um málið fyrr en á mánudag."
14. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 18. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
15. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 18. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
16. mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 17. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
17. mál.
Fyrir lá fundargerð landnytjanefndar frá 19. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Guðrún Erlingsdóttir tekur undir bókun nefndarmanna í 1. máli fundargerðarinnar varðandi vinnubrögð við samþykktir um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
18. mál.
Fyrir lá fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 17. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
19. mál.
Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá 23. desember sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13.40
Andrés Sigmundsson
Guðjón Hjörleifsson
Guðrún Erlingsdóttir
Ingi Sigurðsson