Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2650
BÆJARRÁÐ
2650. fundur.
Ár 2002, mánudaginn 16. desember kl. 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: G. Ásta Halldórsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá bréf frá Friðbirni Ó. Valtýssyni dags. 12. des., þar sem óskað er svara við mögulegri aðkomu bæjarsjóðs að fjármögnun mannvirkja vegna flóðlýsingar Heimakletts.
Bæjarráð samþykkir erindið og að gert verði ráð fyrir fjárhæðinni kr. 300.000 í fjárhagsáætlun ársins 2003.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá Ólafi Ólafssyni bæjartæknifræðingi dags. 13. des., þar sem fyrir liggur tilboð Skipalyftunnar ehf. í viðgerð og málun malbikspramma að upphæð kr. 1.100.000. Mælt er með að tilboði verði tekið og óskað er heimildar til að hefja verkið sem allra fyrst en gert verði ráð fyrir umræddum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Bæjarráð samþykkir erindið og að gert verði ráð fyrir fjárhæðinni kr. 1.100.000 í fjárhagsáætlun ársins 2003.
3. mál.
Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. des.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9. des., þar sem kynnt er niðurstaða um daggjöld hjúkrunarheimila og áfangaskýrsla um athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði.
5. mál.
Fyrir lá erindi um styrkbeiðni frá Guðlaugi S. Pálmasyni verkefnisstjóra verkefnisins “Ég er húsið mitt” dags. 9. des.
Bæjarráð vísar erindinu til skólamálaráðs og félagsmálaráðs.
6. mál.
Fyrir lá bréf Páls Einarssonar bæjarritara, dags. 10. des. sl. varðandi drög að reglum Vestmannaeyjabæjar um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. mál.
Fyrir lá samkomulag/samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga dags. 4. des.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá samgöngunefnd Alþingis dags. 11. des., þar sem óskað er eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um tillögu til þingsályktunar um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara tillöguna og gefa umsögn.
9. mál.
Fyrir lá skýrsla frá Jóni Gauta Jónssyni, ráðgjafa hjá IBM, dagsett 15. des. sl. þar sem gerð er úttekt á rekstri líkamsræktarsalar Íþróttamiðstöðvar.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir umsögn nefndarinnar svo fljótt sem auðið er. Jafnframt er bæjarstjóra falið að senda Samkeppnisstofnun og Líkamsræktarstöðinni ehf. afrit af skýrslunni.
10. mál.
Fyrir lá tillaga frá bæjarfulltrúum V-listans frá bæjarstjórnarfundi þann 12. des. sl.
“Í ljósi þess að bæjaryfirvöld hafa fengið ofanígjöf frá Samkeppnisstofnun og ekki sinnt þeirri skyldu sinni að lagfæra hlutina strax, auk svikinna loforða fyrrverandi bæjarstjóra, leggjum við til að bæjarstjórn láti á það reyna með samningum við Líkamræktarstöðina að tryggja megi almenningi sömu kjör til líkamsræktar og hann hefur haft hingað til.”
Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá bæjarfulltrúum meirihluta
bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka afstöðu til tillögunnar þegar sérfræðiálit
um rekstur líkamræktarstöðvar í Íþróttahúsinu liggur fyrir á fundi bæjarráðs í
næstu viku.”
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar jafnframt eftir að greinargerð fylgi með sem útskýri nánar fyrirliggjandi tillögu V-listans.
11. mál.
Fyrir lá bréf frá Ólafi Ólafssyni bæjartæknifræðingi, og Vigni Guðnasyni, forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar, dags. 16. des. þar sem óskað er heimildar til að láta gera tröppur niður í sundlaug Íþróttamiðstöðvar sem aðallega myndu þjóna eldra fólki, hreyfihömluðum og fólki með kornabörn. Kostnaðaráætlun er kr. 2.000.000 en félagið Þroskahjálp, Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Slysavarnadeildin Eykyndill eru tilbúin að kosta framkvæmdina sem nemur kr. 1.800.000.
Bæjarráð samþykkir erindið og setur það sem skilyrði að framkvæmdum verði að fullu lokið eigi síðar en 19. janúar 2003, og að gert verði ráð fyrir kr. 200.000 í fjárhagsáætlun ársins 2003. Jafnframt þakkar bæjarráð Þroskahjálp, Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Slysavarnadeildinni Eykyndli fyrir myndarlegan stuðning.
12. mál.
Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar frá 10. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.30.
Guðjón Hjörleifsson
Guðrún Erlingsdóttir
G. Ásta Halldórsdóttir
Ingi Sigurðsson