Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2649
BÆJARRÁÐ
2649. fundur.
Ár 2002, mánudaginn 9. desember 16.15 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Andrés Sigmundsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðrún Erlingsdóttir og Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Rætt var um byggðakvóta og væntanlega úthlutun til Vestmannaeyja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn minni fyrirtækja í fiskvinnslu varðandi umsókn til sjávarútvegsráðuneytisins þannig að úthlutunin nýtist til vinnslu í heimabyggð.
2. mál.
Fyrir lá tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2002.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Inga Sigurðssyni bæjarstjóra, f.h. stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja dags. 9. des. þar sem leitað er eftir fjárhagslegri fyrirgreiðslu vegna Þróunarfélags Vestmannaeyja.
Bæjarráð samþykkir erindið og að gert verði ráð fyrir A. og B. lið í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
Svohljóðandi bókun barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Tel ekki fært að samþykkja ábyrgð á lántöku til Þróunarfélags Vestmannaeyja eða viðbótarframlög fyrr en sýnt hefur verið fram á að aðrir eigendur félagsins hafi fengið vitneskju um væntanlegar lántökur og samþykkt þær. Auk þess liggi fyrir hvort og hvernig þessir eigendur ætla að koma að endurfjármögnun félagsins."
Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Vegna bréfs þess sem lagt er fyrir bæjarráð 9. des. 2002 óska ég eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að fjölgun stöðugilda í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og hvenær og hvernig staðið var að leigu húsnæðis við Básaskersbryggju og innréttingu á því , einnig hvenær og hvernig það var kynnt bæjarfulltrúum. Óska eftir skriflegum svörum fyrir næsta fund bæjarstjórnar 12. des. nk."
Guðjón Hjörleifsson óskar að bóka:
" Beini því til bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans að Björn Elíasson sitji næsta bæjarstjórnarfund þar sem málefni Þróunarfélagsins verða rædd."
4. mál.
Fyrir lágu fundargerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og:
a) Kennarasambands Íslands vegna grunnskóla dags. 26. nóv. sl.
b) Félags ísl. náttúrufræðinga dags. 2. des. sl.
5. mál.
Fyrir lágu erindi um styrkbeiðnir frá eftirtöldum aðilum:
a) Stígamót dags. 27. nóv. sl.
b) Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna dags. 29. nóv. sl.
c) Neytendasamtökin dags. 5. des. sl.
d) Taflfélag Vestmannaeyja dags. 30. nóv. sl.
Bæjarráð vísar erindununum til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.
6. mál.
Fyrir lá sameiginlegt bréf frá Sauðfjáreigendafélagi Vestmannaeyja og Hestamannafélaginu Gáska dags. 2. des. sl. þar sem veitt er umsögn um mismunandi tillögur um samþykktir um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
7. mál.
Fyrir lá ályktun ásamt greinargerð varðandi uppbyggingu þorskseiðaeldis í Vestmannaeyjum dags. 9. desember 2002.
Bæjarráð ályktar um vilja bæjarfélagsins til þátttöku í verkefni um uppbyggingu þorskseiðaeldis á Íslandi þar sem besta landfræðilega staðsetning eldisins yrði metin út frá faglegum og viðskiptalegum forsendum. Skal Þróunarfélagi Vestmannaeyja falið að undirbúa þá vinnu í samstarfi við forsvarsmenn Þorsks á þurru landi ehf.
8. mál.
Fyrir lá greinargerð ásamt ýmsum upplýsingum frá Andrési Sigmundssyni varðandi háhraðaferjuna Shannon Alexis dags. 9. desember 2002.
Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigmundssyni og Guðjóni Hjörleifssyni:
"Bæjarráð leggur til við samgönguhóp samgönguráðherra um samgöngur við Vestmannaeyjar, að kannað verði til hlítar hvort háhraðaferja eins og Shannon Alexis geti hentað til siglinga á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Niðurstaða í þeirri könnun liggi fyrir í lokaskýrslu samgönguhóps um næstu áramót. Verði niðurstaðan jákvæð verði reynt að fá skipið leigt í takmarkaðan tíma með hugsanleg kaup í huga. Jafnframt verði samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþingis kynnt þessi ákvörðun."
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Guðrún Erlingsdóttir bókar að hún taki afstöðu til tillögunnar á næsta fundi bæjarstjórnar.
9. mál.
Fyrir lá fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs frá 5. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina en í 11. máli er gert ráð fyrir upphæðinni í endurskoðaðri fjárhagsáætlun en úttektin mun fara fram næstu daga.
Svohljóðandi fyrirspurn barst frá Guðrúnu Erlingsdóttur:
" Óska eftir nákvæmum útskýringum frá íþróttaráði varðandi 4. mál hvað það er í tilboði Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. sem er algjörlega óraunhæft. Svör þessi liggi fyrir á fundi bæjarstjórnar 12. desember 2002. Ég mun ekki taka afstöðu til málsins fyrr en ofangreindar upplýsingar liggja fyrir."
Bæjarráð felur íþróttafulltrúa að svara fyrirspurninni.
10. mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 4. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
11. mál.
Fyrir lá fundargerð félagsmálaráðs frá 4. desember sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.40
Andrés Sigmundsson
Guðjón Hjörleifsson
Ingi Sigurðsson
Guðrún Erlingsdóttir