Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2720
BÆJARRÁÐ
2720. fundur.
Ár 2004, þriðjudaginn 27. apríl kl. 12.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Arnar Sigurmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
- mál.
Fyrir lá svohljóðandi tillaga frá Andrési Sigmundsson og Stefáni Jónassyni:
“Bæjarráð samþykkir að fela Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra, að ganga til samningaviðræðna við Fasteign hf. um byggingu á 6 til 7 deilda leikskóla, sem Vestmannaeyjabær tæki á leigu til 30 ára. Jafnframt er skólamálaráði falið að móta stefnu um rekstur leikskólans sem rekin verður af Vestmannaeyjabæ, við vinnu sína ber ráðinu að taka mið af faglegum sjónarmiðum og hafa samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla Vestmannaeyjabæjar.
Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdastjóra umhverfis-og framkvæmdasviðs að finna heppilega lóð undir leikskólann og skila tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1. júní nk.”
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Arnar Sigurmundsson óskar bókað.
“Bygging nýs leikskóla á kjörtímabilinu var á stefnuskrá allra framboða fyrir kosningar til bæjarstjórnar árið 2002. Er því ofangreind tillaga í öllum meginatriðum í samræmi við þá stefnu.
Ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða gaumgæfilega þennan kost og taki síðan ákvörðun um hvort leiga til 30 ára með um 25 milljóna króna leigugjöldum á ári, geti verið hagkvæmari kostur, en að Vestmannaeyjabær bjóði út framkvæmdir byggingu nýs leikskóla. Óska eftir því að bæjarstjóri leggi fram samanburð á þessum kostum áður en gengið verður til samninga við Fasteign hf.”
- mál.
Á fund bæjarráðs komu Bjarni Guðmundsson tryggingarstærðfræðingur, Magnús Þorsteinsson aðalbókari Vestmannaeyjabæjar, Páll Einarsson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar og Hafsteinn Gunnarsson endurskoðandi vegna tryggingarfræðilegrar athugunar á Lífeyrissjóði starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 31. desember 2003.
Bæjarráð samþykkir að fela Bjarna Guðmundssyni að gera samanburð á samþykktum lífeyrissjóða nokkurra sveitarfélaga sem eru á ábyrgð launagreiðanda og koma með tillögur um breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins.
- mál.
Fyrir lágu ársreikningar ársins 2003 fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans.
Á fund bæjarráðs komu kjörnir skoðunarmenn, Jón Hauksson og Hörður Óskarsson og lögðu fram greinargerð sína vegna ársreikninga ársins 2003 fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningunum til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
- mál.
Samningamál.
- mál.
Fyrir lá fundargerð 64. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 21. apríl sl.
- mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 15. apríl sl., vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
- mál.
Fyrir lá fyrirspurn frá Elliða Vignissyni og Guðjóni Hjörleifssyni vegna nefndar- og ferðakostnaðar kjörinna fulltrúa árið 2003.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
- mál.
Fyrir lá fundargerð húsnæðisnefndar frá 21. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
9 mál.
Fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 20. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundagerðina með þeirri viðbót að íþrótta- og æskulýðsráð tilnefni tvo fulltrúa í starfshópinn í máli 15. c.
- mál.
Fyrir lá fundargerð menningarmálanefndar frá 14. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fundagerðina og óskar jafnframt Steinunni Einarsdóttur til hamingju með útnefninguna sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja, sömuleiðis óskar bæjarráð Ragnari Engilbertssyni til hamingju með útnefningu sem heiðurslistamaður Vestmannaeyja árið 2004.
Fundi slitið kl. 15.34.
Bergur Ágústsson (sign.)
Andrés Sigmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Arnar Sigurmundsson (sign.)