Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2806
2806. fundur.
Ár 2006, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.
Fyrir var tekið:
- mál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað sölu á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar varðar.
Í máli hans kom fram að mikil eftirspurn er eftir íbúðum í eigu sveitarfélagsins og sambærilegum íbúðum á frjálsum markaði. Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir því að þegar hafa verið seldar hátt í 30 íbúðir á árinu í fjöleignahúsum við Foldahraun og Áshamar.
Bæjarráð fagnar jákvæðri þróun á fasteignamarkaði en slíkt er jafnan tekið sem merki um trú markaðar á byggðarlög. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa til sölu íbúðir í Foldahrauni 42, að undangenginni góðri kynningu fyrir íbúana.
- mál
Fyrir lá bréf Byggðastofnunar dags. 10. nóv 2006 þar stofnunin hafnar 2,5 mkr. tilboði Vestmannaeyjabæjar dags 9. okt 2006 í 38,77% hlut stofnunarinnar í Eignarhaldsfélagi VM.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
- mál.
Fyrir lá bréf frá Frosta Gíslasyni þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til samninga um hönnun götu og lagna við Bessahraun 1-7 ásamt gerð útboðsgagna.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna hönnunar götu og lagna við Bessahraun 1 – 7 ásamt gerð útboðsgagna til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
- mál.
Fyrir lá bréf frá hússtjórn Skólavegs 4a með ósk um að fasteignaskattur verði felldur niður af húseigninni.
Með vísan til 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
- mál
Fyrir lá afrit af bréfi um endurmat Fasteignamats ríkisins á eignum Olíudreifingar ehf. dags. 17. okt 2006.
- mál
Fyrir lá bréf frá Sveinafélagi járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum þar sem þeir hvetja bæjaryfirvöld til dáða hvað varðar viðbrögð við tjóni á upptökumannvirkjum hafnarinnar.
- mál
Fyrir lá til umsagnar frumvarp (http://www.althingi.is/altext/133/s/0058.html) til laga um útvarpslög, prentrétt og samkeppnislög, 58. mál, eignarhald á fjölmiðlum o.fl.
- mál
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
- Fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands
- Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs dags. 20. nóvember sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.33
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Schveing (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)