Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2827

18.09.2007

fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 18. september 2007 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson.

 

Fundargerð ritaði:  Páll Einarsson, fjármálastjóri.

 

 

 

Dagskrá:

 

  1. 200709051 - Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna kvótaskerðingar.

    Bæjarráð fór yfir fyrstu skref ríkisstjórnar í mótvægisaðgerðum vegna 30% niðurskurðar á þorskkvóta en fyrir liggur að hagkerfi Vestmannaeyjabæjar verður af 3,6 milljörðum vegna þeirrar ákvörðunar.

    Bæjarráð telur stefnt í rétta átt með þessum fyrstu skrefum er snúa að sveitarfélögum. Framlag til eflingar stoðkerfis sjávarútvegs, nýsköpunar, samgangna og menntunar styðja Vestmannaeyjabæ til þróunar samfélagsins og gera það betur í stakk búið til að takast á við aflabrest. Framlögin eru hinsvegar lægri en búast hefði mátt við til stærstu verstöðvar á landsbyggðinni og kýs bæjarráð að líta svo á að þetta séu einungis fyrstu skrefin í slíkum stuðningi.

    Þá telur bæjarráð að nú sé mikilvægt fyrir ríkisstjórn að horfa beint til umhverfis sjávarútvegsins. Fyrsta skrefið ætti að vera að afnema með öllu sértækan skatt á sjávarútvegsfyrirtæki í formi svokallaðs veiðileyfagjalds. Það kann vart góðri lukku að stýra ef ríkið ætlar að innheimta sértækan skatt á sjávarútveginn með annarri hendinni en afhenta þeim svo hluta af því til baka með hinni. Þá ítrekar bæjarráð þá skoðun sína að afnema ætti með öllu handaflstilflutning verðmæta og atvinnuréttar milli landssvæða í formi byggðakvóta og annarra aðgerða.


  2. 200709027 - Bréf er varðar aukin þægindi í Bakkafjöruferju (kojur).

    Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til starfshóps um hönnun og þarfagreiningu á nýrri ferju.


  3. 200709079 - Efni: Kynningarblað um Suðurland.

    Bæjarráð þakkar erindið



  4. 200708067 - Samningamál

    Fært í trúnaðarbók
  5. 200709050 - 101. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 2. september 2007.


  6. 200709058 - 405. fundur stjórnar SASS, haldinn 6/6 2007.

    Bæjarráð tekur heilshugar undir 13. mál í fundargerð SASS þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta og óskar eftir afriti af svörum fjármála- og ráðherra byggðarmála.


  7. 200709080 - 269. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands haldinn 7/9 2007.

    Bæjarráð tekur heilshugar undir 4. mál í fundargerð SASS þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta og óskar eftir afriti af svörum fjármála- og ráðherra byggðarmála
  8. 200709074 - Fundarg.nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2827
    Skólamálaráð 11. september sl.
    Framkvæmda- og hafnarráð frá 14. september sl.
    Menningar- og tómstundaráð frá 12. september sl.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   13:05

 

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)

 


Jafnlaunavottun Learncove