Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2812

21.02.2007

FUNDARGERÐ

2812. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

var haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 21. febrúar 2007 og hófst kl. 12.00

 

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir.

 

Fyrir var tekið:

 

 Almenn erindi

 

 1. Tillaga

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við stjórnvöld að óháðu ráðgjafafyrirtæki á sviði jarðvegsrannsókna og jarðgangagerðar verði falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rannsóknir vegna jarðganga milli lands og Eyja og væntanlegum kostnaði af þeim, ef svo ber undir.

 

Greinargerð

Ákvörðun um framtíðar samgöngur milli lands og Eyja er stærsta ákvörðun sem tekin hefur verið í seinni tíð hvað hagsmuni Vestmannaeyja varðar. 

 

Bæjarráð fagnar þeim mikla vilja sem nú er til staðar til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar eins og fyrirliggjandi samgönguáætlun ber með sér.  Aldrei áður hefur verið gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu í samgöngum við Vestmannaeyjar enda gert ráð fyrir að fimm milljörðum króna verði á næstu þremur árum varið til þessa verkefnis.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur forgangsraðað möguleikum þannig að jarðgöng séu besti kosturinn og þar á eftir komi ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakka. Þessi forgangsröðun hefur þó byggt á því að hægt sé að treysta því að allar forsendur beggja möguleika hafi verið kannaðir.

 

Engum dylst að trúnaður ríkir ekki milli Vegagerðarinnar og Ægisdyra hvað varðar mat á forsendum fyrir jarðgangagerð milli lands og Eyja.  Báðir aðilar hafa sér til halds og trausts ábyrga og viðurkennda sérfræðinga en engu að síður hafa aðilar véfengt fullyrðingar og niðurstöður hvors annars.   

 

Fulltrúar Ægisdyra hafa bent á að til þess að hægt sé að kostnaðarmeta jarðgöng milli lands og Eyja þurfi frekari rannsóknir að koma til en þessu hafa fulltrúar Vegagerðarinnar andmælt.  Þá hefur Vegagerðin haldið því fram að litlar viðbótarupplýsingar fáist með þeim rannsóknum sem Ægisdyr og Vestmannaeyjabær hafa ítrekað óskað eftir og talið að kostnaður vegna þessara rannsókna verði umfram áætlanir.

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur að í slíku umhverfi sé ekki hægt að komast að trúverðugum niðurstöðum um forsendur jarðganga milli lands og Eyja.  Sem fulltrúi langstærsta hagsmunaaðila leggur bæjarstjórn Vestmannaeyja því til að óháðu ráðgjafafyrirtæki á sviði jarðvegsrannsókna og jarðgangagerðar verði falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rannsóknir og væntanlegan kostnað af þeim ef svo ber undir.   Vestmannaeyjabær telur mikilvægt að slíkar niðurstöður liggi fyrir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framtíðar samgöngur milli lands og Eyja og því áríðandi að áhersla verði lögð á að slíkur aðili vinni áliti sitt eins hratt og auðið er.

 

Vestmannaeyjabær telur einnig afar mikilvægt að fulltrúar Vegagerðarinnar og Ægisdyra beri báðir traust til þess aðila sem fyrir valinu verður og því er ef til vill rétt að um verði að ræða erlendan aðila, sem ekki hefur áður haft aðkomu að málinu. 

 

Um leið leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að áfram verði haldið með rannsóknir og undirbúning gerðar hafnar í Bakkafjöru eins og áætlanir gera ráð fyrir.

Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, einn sat hjá.

 

 1. 200702132 – Sala ríkissjóðs á hlut í HS hf.

Fram koma upplýsingar um sölu ríkissjóðs á 15,2% hlutafjár á hlut sínum HS hf. að andvirði 1.133.356.001 á nafnvirði.

 

 1. 200702128 – Skil á fjármagnstekjuskatti vegna innheimtu ríkissjóðs fyrir sveitarfélög

 

 1. 200702133 – Framlög skv. fjárlögum 2007 v/ “Handritin heim”

Fram koma upplýsingar um að verkefnið “Handritin heim” hafi hlotið 5.000.000 (fimm milljónir) króna af fjárlögum 2007.

Bæjarráð þakkar þetta  framlag og lýsir sig tilbúið til áframhaldandi þátttöku í þessu spennandi verkefni.

 

 1. 200702129 – Afskriftir opinberra gjalda

Fyrir liggur listi yfir þær kröfur sem taldar eru óinnheimtanlegar og er þess farið á leit við Vestmannaeyjabæ að þær verði afskrifaðar.  Ástæður þess að kröfur þessar eru taldar óinnheimtanlegar eru ýmist þær að viðkomandi hefur verið úrskurðaður gjaldþrota, lýst yfir eignaleysi og þ.a.l. gert hjá honum árangurslaust fjárnám

Bæjarráð samþykkir að afskrifa óinnheimtanlegar kröfur skv. fyrirliggjandi lista að upphæð 2.219.003 kr

 

 1. 200702091 - Umkvartanir Vinnueftirlits vegna Safnahúss

Bæjarráð felur bæjarstjóra að bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í bréfi Vinnueftirlitsins.

 

 1. 200702082 - Umsókn Taflfélags Vestmannaeyja um breytingar á flokkun fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkir að breyta skilgreiningu á skráningu á húsnæði Taflfélagsins, þannig að innheimt gjöld taki mið af því að um félags- og æfingarhúsnæði sé að ræða.

 

 1. 200702126 – Boðun XXI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fulltrúar Vestmannaeyja á XXI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir og Hjörtur Kristjánsson.

 

 1. 200702127 – Námsferðir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

 

 1. 200702114 - Umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda skv. bókun í fjölskylduráði dags. 8.2.2007 sem 15. mál í trúnaðarbók

 

 1. 200702044 - Kauptilboð Vestmannaeyjabæjar á lóðinni Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum, eigandi lóðar er Ríkissjóður Íslands.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drögin að kaupsamningi þessum.

 

 1. 200702149 – Þinglýst afsal þar sem Vestmannaeyjabær er þinglýstur eigandi af 100% eign í fasteigninni Vestmannabraut 60 vesturendi.

Samþykkt af bæjarráði.

 

 

 

 1. 200702125– Fundargerðir ráða og nefnda

 

 

 

Fundi slitið kl.13.56

 

 

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)