Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2813

07.03.2007

2813. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 7. mars 2007 og hófst hann kl. 12:00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson,

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

 1. 200703057 - Tillaga að stofnun starfshóps til að fjalla um framtíðarskipulag háskóla- og rannsóknastofna í Vestmannaeyjum

  Bæjarráð Vestmannaeyja að höfðu samráði við menntamálaráðuneytið og Háskóla Íslands samþykkir að skipa sérstakan starfshóp sem ætlað er að fjalla um og koma með tillögur um framtíðarskipulag háskóla- og rannsóknastofnana í Vestmannaeyjum. Meginmarkmið hópsins verður að endurskipuleggja aðstöðu til rannsókna og háskólanáms í Vestmannaeyjum. Í starfshópnum sitja Páll Marvin Jónsson fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, Rögnvaldur Ólafsson fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, Guðrún Marteinsdóttir fyrir hönd Háskóla Íslands, Arnar Sigurmundsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon fyrir hönd Rannsókna- og fræðaseturs Vestmannaeyja og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fyrir hönd atvinnulífsins í Vestmannaeyjum.
  Greinargerð:
  Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu háskólanáms á landsbyggðinni í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir jákvæða byggðarþróun. Árið 1993 gerðu Vestmannaeyjabær og Háskóli Íslands með sér samning um að byggja upp rannsóknaraðstöðu og opna útibú frá Háskóla Íslands í Eyjum. Rannsókna- og fræðasetrið var síðan opnað haustið 1994. Megin markmið Setursins var að leiða saman þær rannsóknastofnanir sem þá voru til staðar í Eyjum og tengja við útibú Háskóla Íslands sem tók til starfa á sama tíma. Með því að setja þessar stofnanir undir sama þak tókst að skapa þverfaglegt rannsóknarumhverfi innan raunvísinda. Þær rannsóknastofnanir sem hafa aðsetur í Setrinu í dag eru Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnunin, Matís ohf., Rannsóknaþjónustan Vm. ehf. og Náttúrustofa Suðurlands. Þá er Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja sem hóf starfsemi 2003 með skrifstofu- og kennslustofur í Setrinu. Um þessar mundir stunda 60-70 manns háskólanám í Eyjum í gegnum fjarnámsbúnað og fjöldi annarra tekur þátt í almennum námskeiðum á vegum Visku.

  Mikið hefur breyst í rannsókna- og háskólasamfélaginu frá stofnun Setursins og ber þar hæst fjölgun háskóla í landinu og efling fræðasetra á landsbyggðinni með virkri aðkomu ríkisins. Fjölgun háskóla hefur almennt leitt til eflingar fjarnáms og aukins námsframboðs á háskólastigi. Uppbygging á háskólasamfélagi og aukin þekking og/eða menntun í heimabyggð er talin vera ein megin forsenda jákvæðrar byggðarþróunar á landsbyggðinni. Það er mikilvægt að Vestmannaeyjar taki virkan þátt í þessari þróun og marki sér nýja framtíðarsýn í þessum málum, með aðkomu ríkisins og hinum fjölmörgu háskóla- og rannsóknastofnunum sem gera sér grein fyrir mikilvægi starfsemi sinnar í Vestmannaeyjum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur tekið að sér að leiða vinnu er lítur að stöðumati og stefnumótun stofnana og fyrirtækja Setursins í tengslum við Vaxtasamning Suðurlands. Sú vinna mun nýtast starfshópnum til að móta tillögur um framtíðarstefnu og skipulag háskólanáms og rannsókna í Vestmannaeyjum.


 2. 200703059 - Skipan stýrihóps til að hefja hið fyrsta byggingu á menningarhúsi

  Bæjarráð samþykkir að skipa sérstakan stýrihóp til að hefja hið fyrsta undirbúning byggingar á menningarhúsi í Vestmannaeyjum. Í stýrihópnum sitja Gunnlaugur Grettisson, Magnús Bragason, Karítas Gunnarsdóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og Frosti Gíslason framkvæmdarstjóri umhverfis og framkvæmdarsviðs Vestmannaeyja.

  janúar 1999 kynnti ríkisstjórn íslands áform um byggingu menningarhúsa. Um var að ræða aðstöðu fyrir lista- og menningarstarfsemi og nefndir voru fimm staðir þar sem húsin skyldu rísa: Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Tilgangur þessara áforma eins og þau hafa verið kynnt er að skapa nútímalega aðstöðu fyrir menningarstarf, tónlist og leiklist og taka mið af breyttum kröfum auk þarfa í ferðaþjónustu sagði þá verandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson,

  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Menningarhúsið á Akureyri er á veg komið og talsverðum fjárhæðum hefur verð varð til endurbyggingar húsa á Ísafirði í þessum tilgangi. Sauðárkrókur og Egilsstaðir eru skemmst komnir. Vestmannaeyjabær hafur skrifað undir samning við ríkið þar sem nánar er kveðið á um samning þennan og fjármagn ríkisins til þessa verkefnis liggur fyrir, en framkvæmdirnar við menningarhúsin eru fjármagnaðar sameiginlega af ríki og sveitarfélögum.

  Gerður var samningur milli Vestmannaeyjabæjar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu menningarhúss 21. mars 2003. Í þeim samningi er gert ráð fyrir 120 m.kr. að hálfu Vestmannaeyjabæjar og 280 af hálfu ríkisins.

  Vestmannaeyjabær vill með skipun þessa stýrihóps leggja áherslu á að framkævæmdir vegna þessa verkefnis geti hafist sem allra fyrst og vill stefna á að hefja framkvæmdir haust 2007. Vestmannaeyjabær leggur það til við stýrihópinn að meðal annars verði unnið út frá skýrslu Sögusmiðjunnar frá 2004.

 3. 200703076 - Ályktun vegna umræðu um hugsanlega stjórnarskrárbreytingu

  Vegna umræðu um hugsanlega stjórnarskrárbreytingu vill Bæjaráð Vestmannaeyja minna á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar sem skapa ósvissu hvað varðar stöðu sjávarútvegs.

  Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein í Vestmannaeyjum og skapar samfélaginu mikil verðmæti. Uppgangur sjávarútvegs síðustu ár er að miklu leiti tilkomin vegna þess að dregið hefur úr óvissu hvað varðar stöðu sjávarútvegs og nýtingu auðlindarinnar.

  Jafnframt minnir bæjaarráð á að atvinnuréttindi þau sem menn hafa helgað sér á sviði fiskveiða njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekkert samfélag fær nýtt sín vaxtartækifæri ef það má eiga von á að í stjórnarskrá verði bundin ákvæði sem veikja atvinnulífið á svæðinu. 4. 200702100 - Lyftur og aðgengismál í Barnaskólanum

  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að fela framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stjórn Fasteignar Hf. að falast eftir og annast samninga við Fasteign Hf. um aðkomu þeirra að breytingum á Barnaskólanum hvað varðar ferlimál fatlaðra miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

  Þá samþykkir bæjaráð einnig fyrir sitt leiti að leitað verði eftir 50% kostnaðarþátttöku ríksins í kostnaði við þessa breytingu.


 5. 200702186 - Endurnýjun umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar kt. 050246-3769 n.veitingaleyfis á Prófastinum.


  Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla gerið það einnig.

 6. 200703051 - Opið bréf til bæjarráðs vegna samninga við Nautilus

  Margar þeirra spurninga sem fram koma í bréfinu snúa að persónulegum skoðunum kjörinna fulltrúa og/eða bæjarstjóra. Bæjarráð getur því eðli málsins samkvæmt hvorki svarað þeim spurningum né farið fram á það af kjörnum fulltrúum enda fellur slíkt ekki undir upplýsingalög.

  Spurningar merktar 2, 3, 4, 8, 9, 10, 11 og 12 falla hinsvegar undir II. kafla upplýsingalaga.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita þær upplýsingar sem falla undir 3. gr. II kafla upplýsingalaga frá 1996 nr. 50.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
 7. 200702203 - Beiðni um endurskoðun á endurmenntunarmálum starfsmanna bæjarins.

  Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
 8. 200703049 - Niðurfelling Sorpeyðingargjalda 2006

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
 9. 200703053 - Ársskýrsla 2006

  Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
 10. 200703048 - Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2006

  Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
 11. 200703028 - Umsögn til þingsályktunar um trjáræktarsetur sjávarbyggða í Vestmannaeyjum

  Vestmannaeyjabær fagnar fyrirliggjandi frumvarpi eins og það birtist í þskj. 51 – 51. mál. Vestmannaeyjabær mun af fremsta megni styðja við og leggja málinu lið eins og því verður við komið á hverjum tíma. Það er mat Vestmannaeyjabæjar að landfræðileg lega Vestmanneyja gera þær einstaklega hentugar til að hýsa slíkt setur. Í Vestmannaeyjum er þegar starfandi öflugt rannsókna- og fræðasetur sem myndar klasa utan um slíka starfsemi þannig að samlegðaráhrif af nábýli við aðrar sambærilegar stofnanir geta orðið allnokkur. Það er einnig mat Vestmannaeyjabæjar að sú mikla rannsóknarvinna sem unnin hefur verið í veðurathugunarstöðinni á Stórhöfða verði til að styrkja starfsemi Trjáræktarseturs sjávarbyggða í Vestmannaeyjum, en þar hefur m.a. verið safnað upplýsingum um mengun, loftlagsbreytingar og fleira í viðbót við feikilega öflugan gagnagrunn með veðurfræðilegum gögnum.

  Í Vestmannaeyjum hefur áhugi á Skógrækt farið vaxandi og má í því samhengi benda á að á síðastliðnum 5 árum hafa verið gróðursettar milli 30 og 35 þúsund trjáplöntur, bæði af Skógræktarfélaginu og starfsmönnum bæjarins. Hér eru fyrir reitir sem settir voru á stofn 1989 með tilstyrk Íslandsbanka þar sem rannsakaðar voru ræktunaraðferðir sem dyggðu strandsvæðum og saltálag trjáa.

  Það er því von og trú Vestmannaeyjabæjar að sjávarbyggðir við ysta haf komi til með að njóta góðs af slíku trjáræktarsetri í Vestmannaeyjum.


 12. 200703060 - Aðalfundur eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.2007

  Bæjarráð samþykkir að Gunnlaugur Grettisson fari með umboð Vestmannaeyjabæjar á fundinum.
 13. 200703055 - Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2813

  Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 16 frá 27.02.2007
  Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 17 frá 28.02.2007
  Fundargerð menningar- og tómstundaráð nr. 37 frá 01.03.2007
  Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr.56 frá 07.03.2007
  Vegna 1. máls í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 07.03. ályktar bæjarráð eftirfarandi:
  samþykkjum gjaldskrá gatnagerðargjalda.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   13.40

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)


Jafnlaunavottun Learncove