Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 380

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
13.03.2023 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bjartey Hermannsdóttir aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Valur Smári Heimisson 2. varamaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Valur Smári Heimisson sat fundinn í stað Margrétar Rósar Ingólfsdóttur vara formanns ráðsins.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202303017 - Litlagerði 7. Umsókn um stækkun lóðar
Sveinn Bernódus Sveinsson og Jenný Jóhannsdóttir sækja um stækkun á lóð við Litlagerði 7, í 10 m til vesturs.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að veita lóðastækkun sbr. umræðum á fundi og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
2. 202303016 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Grétar Ómarsson, fyrir hönd Mílu ehf, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á vestur hluta Vestmannabrautar og Hilmisgötu, sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að framkvæmdinni og frágangi vegna hennar sé lokið fyrir 1. maí 2023 annars geti framkvæmdin ekki hafist fyrr en eftir 1. október 2023.
A3-Verkblað-Vestmannabraut, Hilmisgata LHTH 1296071.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
3. 202301032 - Breytt fyrirkomulag á sorphirðu - Kynning
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnir til upplýsingar fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi sorphirðu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
4. 202303049 - Brúkum bekki
Skipulags- og umhverfisfulltrúi kynnir verkefnið Brúkum bekki og fyrstu leiðir sem verða útbúnar. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Thelma Rós Tómasdóttir höfðu frumkvæmði að innleiðingu verkefnisins í Vestmannaeyjum.

Stutt lýsinga á verkefninu: "Félag Íslenskra Sjúkraþjálfara (FÍSÞ) varð 70 ára árið 2010. Í tilefni þess ákváðu sjúkraþjálfarar að fara af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning." Verkefnið hvetur til hreyfingar með því að skipuleggja stuttar og skemmtilegar gönguleiðir, færar flestum, þar sem vegfarendur geta treyst á að geta hvílst á bekki með um 250 m millibili.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Brúkum bekki - fyrstu tvær leiðirnar.pdf
Fundargerð
5. 202303003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29

Niðurstaða
Lagt fram.
5.1. 202301037 - Suðurgerði 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs. Gauti Þorvarðarson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð og bílgeymsla 186m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
5.2. 202301132 - Vestmannabraut 56A. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Vestmannabraut 56A. Berglind Ósk Ragnarsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 207,3m²
Teikning: Guðmundur Gunnlaugsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
5.3. 202303012 - Strandvegur 82B. Umsókn um niðurrif byggingarhluta
Björgvin Björgvinsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að fjarlægja veggi og þak af þróm sbr. meðfylgjandi gögn.
Samþykkt. Sækja skal um starfsleyfi fyrir niðurrifi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
5.4. 202302055 - Strandvegur 82B. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi frá Vinnslustöðinni hf. Ivon Stefán Cilia fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir breytingum á Strandvegi 82B í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða breytingar á mið- og suðurhluta bygginganna á lóð loðnubræðslunar. Núverandi notkun húsanna er að hluta til yfrbyggt þróarrými sem er notað sem vinnslu og geymslurými og opið útisvæði á milli mótorhúss og mjölgeymsluhúss.
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
5.5. 202212039 - Kleifar 5. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Kleifum 5. Bragi Magnússon f.h. Löngu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði Kleifum 5, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: viðbygging 46m²
Teikning: Bragi Magnússon
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:03 

Til baka Prenta