Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 360

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
28.02.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202201012 - Strandvegur 104. Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits. Breyting á DSK H-2
Tekið fyrir frestað erindi. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis við Eiðið vesturhluti H-2 sem felur í sér stækkun á lóð og byggingareit Strandvegs 104, sbr. meðfylgjandi gögnum.
Fyrir liggur umsögn framkvæmda- og hafnarráðs dags. 8.2.2022.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi vísað til bæjarstjórnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum E- og H-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.

Fulltrúar D-lista bóka:
Við getum ekki fallist á stækkun byggingarreits að Strandvegi 104. Landsvæði er mjög takmarkað á þessu svæði og Vestmannaeyjabær ætti að fara varlega í að gefa eftir það svæði sem eftir er við höfnina. Við gerum einnig athugasemd við að afhenda svo mikilvægt svæði við höfnina til seiðaeldis, en upphaflega fengu lóðarhafar leyfi fyrir uppbyggingu frystihúss og frystiklefa á lóðinni.
Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)
Breyting á skipulagi í botni Friðarhafnar 28_02_2022.pdf
2. 202109161 - Aðstaða til sjósunds í Vestmannaeyjum
Á fundi 27. september sl. var lagt til við umhverfis- og framkvæmdasvið að auglýsa eftir hugmyndum um aðstöðu til sjósunds í Klaufinni/Höfðavík og meta og kostnaðargreina þær hugmyndir sem berast. Undra ehf. var eina fyrirtækið sem kom með hugmynd. Forsvarsmenn þeirra komu á fundinn og fylgdu hugmyndinni eftir með kynningu. Einnig lá fyrir ráðið drög að kostnaðargreiningu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna á þessu spennandi verkefni. Ráðið vísar málinu til bæjarstjórnar.



Sjávarbað Eyjarslóð-Kynning UNDRA.pdf
Undra - Röstin við Klaufina_Lýsing arkitekta_220208.pdf
Röstin Yfirlitsmynd.pdf
Röstin-Ásýnd frá sjó.pdf
Röstin-Aðsýnd að sjó.pdf
3. 202201092 - Endurskoðun á vinnureglum við úthlutun byggingalóða hjá Vestmannaeyjabæ
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að uppfærðum vinnureglum við úthlutun byggingarlóða hjá Vestmannaeyjabæ.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að leggja endurskoðaðar reglur fyrir næsta fund ráðsins.
4. 202202084 - Nýja hraun - þróunarsvæði M-2
Í Vestmannaeyjum er vöntun á lóðum og þörf fyrir ný byggingarsvæði fyrir fjölbreyttar lóðir, er því mikilvægt er að skoða öll svæði sem hafa möguleika til uppbyggingar. Í Aðalskipulagi er afmarkað þróunarsvæði á Nýja hrauni, merkt M-2. Svæðið liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar og fjallar greinargerð aðalskipulagsins m.a. um svæðið með eftirfarandi hætti.
- Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingaráform frekar.
- Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku.
- Áður en uppbygging fer af stað þarf að liggja fyrir deiliskipulag fyrir allt svæðið og samhliða vinnu við deiliskipulag verður unnin rammahluti aðalskipulags fyrir þennan hluta miðbæjarins þar sem sett verða skilyrði um uppbyggingaráform á reitnum.



Niðurstaða
Tillaga:
Fulltrúar E- og H-listans leggja til við starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs að safna saman þeim gögnum sem til eru í málinu og vinna minnisblað um næstu skref í ferlinu við að skapa lóðir til framtíðar á svæði sem skilgreint er sem þróunarsvæði M2 í aðalskipulagi og tilheyrir miðbænum. Ásókn er í lóðir í miðbænum og því mikilvægt að leita allra leiða til að fjölga þeim. Minnisblaði og gögnum skal skila inn til ráðsins fyrir fund 28. mars nk.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
Drífa Þöll Arnardóttir (sign)

Bókun:
Það er sjálfsagt að horfa til framtíðar hvað varðar byggingarland í Vestmannaeyjum og skoða svæði sem geta nýst til uppbyggingar. Fulltrúar D-lista fallast á ofangreinda tillögu en munu mynda sér afstöðu til málsins þegar gögn liggja fyrir.

Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)

Tillaga:
Fulltrúar D-lista leggja til að farið verði í íbúakosningu varðandi það hvort grafa eigi inn í hraunið.

Eyþór Harðarson (sign)
Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign)

Bókun:
Fulltrúar E- og H-listans taka undir tillögu um að farið verði í íbúakosningu varðandi hvort grafa eigi inn í hraunið.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Jónatan Guðni Jónsson (sign)
Drífa Þöll Arnardóttir (sign)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18 

Til baka Prenta