Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3246

Haldinn í Ráðhúsinu,
15.10.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Í upphafi fundar lagi formaður bæjarráðs til að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Annars vegar Kjarasamningar KÍ félaga og SÍS og hins vegar Miðgerði - Úhlutun lóða. Tillagan var samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar og Kjartan Elíasson sérfræðingur hjá Vegagerðinni fóru yfir stöðuna og dýpkunaráform í Landeyjahöfn. Samningur við Björgun rennur úr í maí 2026. Stefnt er að útboði fyrir áramót sem verða opnuð í janúar þannig að það mun liggja fyrir hver verður verktaki í febrúar/mars.

Bæjarráð mun funda með innviðaráðherra þann 6. nóvember nk. vegna samgangna við Vestmannaeyjar.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar upplýsingarnar.
Gestir í gegnum fjarfundarbúnað:
Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar
Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni.
2. 202504032 - Fjárhagsáætlun 2026
Farið yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Bæjarstjórn hélt óformlegan fund í gær þriðjudag með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins um forsendur áætlunar og stöðuna eins og hún liggur fyrir.

Fyrir liggur að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna sköpunarhúss um 0,5 stöðugildi en viðbótarrekstrarkostnaður er um 5,5 milljónir á ári og vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á aldrinum 10-18 ára um 1,5 stöðugildi. Um er að ræða lagaskyldu en gert er ráð fyrir að framlag komi á móti úr Jöfnunarsjóði. Með samþykki bæjarráðs verður kostnaður vegna þessara stöðugilda settur inn í launaáætlun Félagsmiðstöðvarinnar fyrir árið 2026.

Niðurstaða
Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsfólki að vinna áætlunina áfram og taka tillit til þeirra umræðna sem voru á fundinum. Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir þessum viðbótarkosnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
3. 202311142 - Tjón á neysluvatnslögn NSL3
Mál Vestmannaeyjabæjar gegn VSV vegna tjóns á vatnslögn sem varð 17. nóvember 2023 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands 13. nóvember nk. Vatnshópurinn mun funda með lögmanni bæjarins nú í október vegna málins.
4. 202410002 - Almannavarnarlögn NSL4
Áætlað er að ný vatnsleiðsla NSL 4 almannavarnalögn verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Framkvæmdin er mjög kostnaðarsöm og hafa bæjaryfirvöld komið því skýrt á framfæri við stjórnvöld að þessi lögn eigi ekki að vera á kostnað eða á ábyrgð Vestmanneyjabæjar þar sem um almannavarnalögn er að ræða. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar sem sú krafa var ítrekuð að lögnin ætti að vera á ábyrgð/kostnað ríkisins eins og aðrar framkvæmdir sem tilheyra almannavörnum.

Í gildi er viljayfirlýsing við ríkið sem þarf að endurskoða í þessu skyni og er það samtal í gangi.

Kaupin og niðurlagning á leiðslunni munu hafa mikil áhrif á framkvæmdar- og fjáfestingargetu sveitarfélagsins þar sem þunginn af greiðslunni mun falla á næsta ár ef ekki kemur til frekara framlags frá ríkinu.
Vestmanneyjabær ber lögum samkvæmt ábyrgð á aðgengi að vatni fyrir íbúa og fyrirtæki. Sveitarfélagið ber hins vegar ekki ábyrgð á annarri lögn til að tryggja almannavarnir frekar en nokkuð annað sveitarfélag á Íslandi.

Niðurstaða
Bæjarráð mun fylgja eftir þessu samtali við ríkið um fjármögnun á lögninni enda um gríðalegt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa Vestmannaeyja.
5. 202510019 - Viltu hafa áhrif - fyrri úthlutun 2026
Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026 ? Um er að ræða styrkumsóknir fyrir fyrri hluta árs 2026 en auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn fyrir seinni hluta árs 2026 í mars.

Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með því að styðja við og hvetja einstaklinga, félagasamtök og listahópa til eflingar á viðburðum og verkefnum á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

21 styrkumsókn barst að þessu sinni, 11 menningar- og listatengd verkefni sem bæjarráð mun taka afstöðu til og 10 íþrótta- og tómstundatengd verkefni sem fjölskyldu- og tómstundaráð mun taka afstöðu til.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar fjölbreyttar og áhugaverðar umsóknir. Ráðið samþykkir styrki vegna fyrri úthlutunar 2026 sem tilkynntir verða við athöfn í desember.
6. 200706207 - Lengd viðvera eftir skóla
Fjölskyldu- og fræðslusvið óskar eftir heimild bæjarráðs til að bæta við stöðugildum til Félagsmiðstöðvarinnar, samtals 1,5 stöðugildi starfsmanna til að sinna lengdri viðveru fatlaðra barna (10 - 18 ára) eftir skóla. Um er að ræða lögbundið verkefni sem aukin eftirspurn er eftir. Hingað til hefur verkefnið verið leyst með því að þvinga það inn í rekstur og þjónustu frístundar og/eða Heimaeyjar en vegna vaxandi eftirspurnar gengur það ekki lengur. Mikilvægt er að koma þjónustunni í fast form og fyrirhugað er að þjónustan fari undir Félagsmiðstöðina og ábyrgð og rekstur verði undir fjölskyldu- og tómstundarráði.

Þjónustan á sér lagastoð í 16. gr laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sem fjallar um frístundaþjónustu. Sveitarfélög skulu bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur, og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst, svo og á þeim dögum, öðrum en lögbundnum frídögum, þegar skólar starfa ekki. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla.

Vestmannaeyjabær hefur fengið viðbótarframlag úr Jöfnunarsjóði vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum á grundvelli umsókna frá sveitarfélaginu. Í ár er framlagið áætlað rúmar 27 milljónir.
Kostnaður vegna þessara stöðugilda er um 12,6 m.kr. á ári en um 3 milljónir fyrir árið 2025.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir beiðni fjölskyldu- og tómstundaráðs sbr. 2. lið í dagskrá þessa fundar.
7. 202203028 - Móttaka flóttafólks
Viðauki þjónustusamnings milli Vestmannaeyjabæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks lagður fram. Um er að ræða viðauka vegna framlengingar á samningi til 31. desember 2025.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
8. 202510057 - Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum
Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum liggur fyrir til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 13. október nk. og óskaði Vestmannaeyjabær eftir fresti til 15. október. Drög lágu fyrir bæjarráði.

Niðurstaða
Bæjarstjóra er falið að fullvinna drögin og senda umsögnina í Samráðsgátt fyrir hönd bæjarráðs.

9. 202510056 - Kvennafrídagurinn
Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.

Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 hvetur sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.

Niðurstaða
Bæjarráð leggur til þar sem því er við komið að þeir sem ætla að sækja viðburði tengda deginum geti farið úr vinnu kl. 14.
Kvennafrídagur_tp.pdf
10. 202510058 - Forkaupsréttur á Jóni á Hofi SI-42,
Eyþór Harðarson vék af fundi í málinu.

Erindi frá Ísfélagi hf, dags. 10. október sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Jóni á Hofi SI-42. Er þetta í samræmi við 3. mgr. 12 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að skipið sé selt án aflahlutdeilda sem munu færast á önnur skip fyrirtækisins.

Niðurstaða
Þar sem skipið er selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.
11. 202510063 - Farsældarráð á Suðurlandi
Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar farsældarráðs á Suðurlandi í samræmi við farsældarlög og er stefnt að því að aðilar að samstarfinu skrifi undir samstarfsyfirlýsingu um farsældarráð á ársþingi SASS á Kirkjubæjarklaustri þann 23.október nk. Drög að samstarfsyfirlýsingu og skipuriti voru lögð fyrir bæjarráð til upplýsinga og samþykktar.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna og skipuritið og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Skipurit farsældarráð Suðurlandi.pdf
samstarfsyfirlýsing Suðurland.pdf
12. 202510062 - Erindi vegna Alþýðuhúss og Sólhlíðar 17
Fyrir ráðinu lá erindi frá Þresti Johnsen. Óskar hann eftir svörum frá sveitarfélaginu er varðar umsóknir um byggingarleyfi fyrir Skólaveg 21B og Sólhlíð 17. Óskar hann eftir því að sveitarfélagið kaupi eignirnar verði byggingarleyfi ekki veitt. Einnig óskar hann eftir upplýsingum varðandi lagna- og vegaframkvæmdir við Skólaveg 21B.

Niðurstaða
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um kaup á umræddum eignum.

Mikilvægt er að góð upplýsingagjöf sé alltaf til þeirra sem eru við götur þar sem framkvæmdir eru. Varðandi fyrirspurnir í erindinu þar að lútandi verður framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að svara þeim.

Hvað aðra þætti erindisins varðar þá er málið í farvegi hjá umhverfis- og skipulagsráði. Bæjarráð fór yfir gögn máls og samkvæmt þeim hefur öllum fyrirspurnum verið svarað, m.a. á fundi 11. júní sl. og í tölvupóstum á bilinu 12.- 16. júní þar sem m.a. ítrekað er bent á að gögnum sé ábótavant og því ekki hægt að halda áfram með málið. Erindið var svo síðast tekið formlega fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 7. júlí (sjá fylgigagn með fundargerð hér að neðan) og tilkynning um niðurstöðu af þeim fundi send 8. júlí. Fyrirspurn varðandi afgreiðsluna barst 9. júlí og var henni svarað samdægurs.
Úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7.7.25.pdf
Tp frá ÞJ.pdf
ÞJ tölvupóstur.pdf
13. 202510076 - Fundur bæjarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis
Þeir bæjarfulltrúar sem sóttu fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í byrjun október hittu þingmenn Suðurkjördæmis í tilefni af kjördæmaviku. Bæjarfulltrúar fóru yfir helstu áherslumál er snúa að Vestmannaeyjum, m.a. aðkomu ríkisins að fjármögnun almannavarnavatnslagnar, samgöngumál og fyrsta hluta jarðgangarannsókna.

14. 202502061 - Fundargerðir til kynningar 2025
Fundargerðir samtaka, nefnda og ráða lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 985.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 986.pdf
627.-fundargerd-SASS_260925.pdf
15. 202503106 - Kjarasamningar KÍ félaga og SÍS 2025-2028
Á 3236. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar á sviði fræðslumála. Áhersla var á að faghópurinn færi yfir tillögurnar í samráði við skólastjórnendur skólanna með það að markmiði að þær hefðu sem minnst áhrif á þjónustuna. Faghópurinn skilaði drögum að tillögum til bæjarráðs á 3245. fundi ráðsins og vísaði ráðið þá tillögunum til umsagnar fræðsluráðs. Fræðsluráð tók málið fyrir á 399. fundi og gerði ekki athugasemdir við tillögurnar. Fræðsluráð taldi mikilvægt að sett yrði skýr og tímasett framkvæmdaráætlun um tillögurnar og að æskilegt væri að skólaskrifstofan stýrði þeirri vinnu í samráði við skólastjórnendur.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur faghópsins sem fela í sér hagræðingu sem nemur allt að 25 m.kr. á haustönn 2025, 30,7 m.kr. á vorönn 2026 og 37 m.kr. á haustönn 2026. Áætluð hagræðing á ári frá 2027 nemur allt að 100 m.kr. Ráðið felur skólaskrifstofu að vinna tímasetta framkvæmdaráætlun í samvinnu við skólastjórnendur til að fylgja þeim eftir. Framkvæmdaáætlunin skal kynnt fræðsluráði og í framhaldi skólasamfélaginu áður en hún er gerð opinber
16. 202510049 - Miðgerði - Úthlutun lóða
Tekið fyrir mál sem vísað var til bæjarráðs af 428. fundi umhverfis- og skipulagsráðs varðandi auglýsingu lóða við Miðgerði.

Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur umhverfis- og skipulagsráðs um verð á lóðir sem eru tilkomnar vegna gjalda frá Minjastofnun.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove