Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 370

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
08.03.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir varaformaður,
Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir 1. varamaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir , Eyja Bryngeirsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202302025 - Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála
Framhald af 4. máli 369. fundar fræðsluráðs. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin.

Niðurstaða
Ráðið þakkar upplýsingarnar og óskar eftir öðru minnisblaði á næsta fundi ráðsins með tillögum að leiðum til að mæta aukinni þörf á leikskólaplássum með tilliti til þeirra umræða fóru fram á fundinum.
Minnisblað vegna mat á áætlaðri þörf á leikskólaplássum fyrir næstu 3 árin (2023).pdf
2. 201604034 - Heimgreiðslur
Fræðslufulltrúi fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi heimgreiðslur frá því þær voru teknar upp í september 2022.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fyrir upplýsingarnar. Mikilvægt er að foreldrar geti nýtt sér heimgreiðslur til að koma til móts við tekjumissi séu þeir áfram heima með barni eftir að það nær 12 mánaða aldri. Fræðsluráð lítur svo á að heimgreiðslurnar séu jákvæður valmöguleiki fyrir foreldra til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar barns.
Heimgreiðslur_samantekt.pdf
3. 202303011 - Öryggi á skólalóðum
Fræðsluráð fjallar um öryggi á skólalóðum og þá sérstaklega með tilliti til aukninga á notuðum munntóbakspúðum sem liggja m.a. á skólalóðum og geta valdið hættu.

Niðurstaða
Fræðsluráð telur mikilvægt að efla forvarnir er tengjast hættunni sem stafar af því að henda munntóbakspúðum á víðavangi og á og við skólalóðir og leiksvæði barna. Ráðið samþykkir því fyrirlagða tillögu að árvekniátaki Vestmannaeyjabæjar og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs framgang verkþátta tillögunnar í ljósi umræðna á fundinum, í samstarfi við íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar, fræðslufulltrúa og stjórnendur skólastofnana.
Ábyrg förgun munntóbakspúða (1).pdf
4. 201504054 - Skimanir. Skimun í leik- og grunnskólum Vestmannaeyja. Athuganir. Rannsóknir.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr Hljóm-2 skimunarprófi sem lagt var fyrir nemendur á Víkinni sl. haust og aftur í janúar sl. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum).

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna. Niðurstöður sýna mikilvægi slíkra skimana svo grípa megi inn í með markvissri þjálfun út frá niðurstöðum í því skyni að fyrirbyggja mögulegan lestrarvanda nemenda.
Hljóm-2_2022-2023.pdf
5. 201911003 - Hvatningarverðlaun leik- og grunnskóla
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs hafa nú verið veitt þrisvar sinnum og komið er að því að auglýsa eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2023. Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi.

Niðurstaða
Ráðið felur fræðslufulltrúa að undirbúa hvatningarverðlaunin skv. því fyrirkomulagi sem samþykkt var á 324. fundi ráðsins þann 27. nóvember 2019.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta