Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja - 321

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
30.10.2025 og hófst hann kl. 11:45
Fundinn sátu: Gísli Stefánsson varaformaður,
Óskar Jósúason aðalmaður,
Rannveig Ísfjörð aðalmaður,
Salóme Ýr Rúnarsdóttir aðalmaður,
Hrefna Jónsdóttir formaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.
2. 202510019 - Viltu hafa áhrif - fyrri úthlutun 2026
Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026. Um er að ræða styrkumsóknir fyrir fyrri hluta árs 2026 en auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn fyrir seinni hluta árs 2026 í mars.

Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með því að styðja við og hvetja einstaklinga, félagasamtök og listahópa til eflingar á viðburðum og verkefnum á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

Alls bárust 21 styrkumsóknir, þ.e. 11 menningar- og listatengd verkefni sem bæjarráð tekur afstöðu til og 10 íþrótta- og tómstundatengd verkefni sem fjölskyldu- og tómstundaráð tekur afstöðu til.

Niðurstaða
Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar fjölbreyttar og áhugaverðar umsóknir. Ráðið samþykkir styrki vegna fyrri úthlutunar 2026 sem tilkynntir verða við athöfn í desember.
3. 200905073 - Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Breytingar á aðstöðu Íþróttamiðstöðvar kynntar. Um er að ræða stækkun á sal undir líkamsrækt, færsla á kaffistofu starfsmanna og breyting á afgreiðslu.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
4. 200706207 - Lengd viðvera eftir skóla
Drög að reglum um lengda viðveru fyrir fötluð börn lagðar fram til kynningar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til reglnanna á næsta fundi.
5. 202510112 - Styrkbeiðni fyrir rekstri og þjónustu félags fósturforeldra
Félag fósturforeldra leitar til Vestmannaeyjabæjar um fjárhagslegan stuðning til reksturs félagsins og stuðning við fósturforeldra.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir styrk upp á 50.000 kr til félags fósturforeldra
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:53 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove