Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 347

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
01.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Thelma Hrund Kristjánsdóttir 2. varamaður,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202105138 - Flatir 16. Umsókn um niðurrif
Sigurjón Ingvarsson fyrir hönd Geldungs ehf. óskar eftir leifi fyrir niðurrifi á fasteign að Flötum 16.

Niðurstaða
Erindi frestað. Vísað til umsagnar minjastofnunar Íslands.
2. 202105113 - Umsókn um lóð
Gauti Þorvarðarson sækir um lóð við Suðurgerði 6.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
3. 202105139 - Búhamar 30. Umsókn um lóð
Kirstján Ríkharðsson fyrir hönd 13. brautar ehf. sækir um lóð að Búhamri 30.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
4. 202105076 - Höfðavegur 43. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Davíð Þór Óskarssyni, umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 9. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Höfðavegi 43D.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
_20210519_0001.pdf
5. 202105123 - Brimhólabraut 6 - Umsókn um stækkun á Bílastæði
Gylfi Rafn Gíslason sækir um stækkun við innkeyrslu að Brimhólabraut 6 sbr. meðfylgjandi teikningu.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
Brimh.br.6-bílast.pdf
6. 202106004 - Umsókn um stækkun á innkeyslu
Hafþór Snorrason sækir um stækkun á innkeyrslu sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
Umsókn um stækkun innkeyrslu - Hólagata 14.pdf
7. 202106021 - Básaskersbryggja 3 - umsókn um breytta notkun 2 og 3 hæð orlofs íbúðir
13.Braut ehf sækir um breytta notkun fyrir hluta húsnæðisins Básaskersbryggja 3. Nánar tiltekið fyrir íbúðir á 2. og 3.hæð, 201 og 301.
Fyrirhuguð notkun íbúðanna er sem orlofsíbúðir.

Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnarráðs.
2107_Básaskersbryggja_ARK_BURD.pdf
8. 202106023 - Hvítingavegur Deiliskipulag
Deiliskipulag fyrir nýjar lóðir við Hvítingaveg hefur verið í vinnslu. Skipulagsfulltrúi kynnir hugmyndir og möguleika varðandi útfærslu lóða.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
9. 202106022 - Umsókn um framkvæmdaleifi fyrir Zipline ofan við Spröngu
Sindri Ólafsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu mannvirkja fyrir þrjár Zipline línur sem liggja á milli Háar og Skipahella. Öll fyrirhuguð mannvirki eru staðasett á svæði sem er skilgreint sem óbyggðir, utan hverfisverndað svæðis. Hrunhættumat hefur verið framkvæmt og samþykki fengið frá nálægum lóðarhöfum sbr. meðfylgjandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Umsækjanda ber að vinna að merkingu gönguleiða og uppsetningu mannvirkja í samráði við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs. Starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi varðandi nýtingu svæðisins í samræmi við umræður á fundi.

Thelma Hrund Kristjánsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Framkvæmdaleyfi.pdf
Hrunhættumat Háin 1851206-000-GRP-0001.pdf
Samþykki frá Hafnareyri.pdf
Samþykkt frá Steina og Olla.pdf
10. 202005063 - Umhverfisátak
Það er vor í lofti og margir bæjarbúar huga að vorverkum utandyra. Um mitt sumar verða að vanda veitt umhverfisverðalaun Vestmannaeyjabæjar. Lagðar eru fram hugmyndir um nýja liði fyrir umhverfisverðlaun og sameiginlgt átak til stuðnings viðhaldsverkefna.

Niðurstaða
Veitt verða hvatningarverðlaun fyrir umhverfismál. Ráðið efnir til sameiginlegs umhverfisátaks um miðjan júní með fyrirtækjum og einstaklingum. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að huga að eignum sínum og umhverfi. Nánar auglýst síðar.
Fundargerð
11. 202105008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9

Niðurstaða
Fundargerð lögð fyrir ráðið.
11.1. 202104080 - Búhamar 62. Umsókn um byggingarleyfi - bílgeymsla
Tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu Skipulagsráðs.
Valur Már Valmundsson sækir um leyfi fyrir bílgeymslu í norð- austurhorni lóðar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 77 m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Samþykkt
11.2. 202105076 - Höfðavegur 43. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Davíð Þór Óskarsson Höfðavegi 43 sækir um leyfi fyrir stækkun á einbýlishúsi, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð - stækkun 38,7 m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
11.3. 202105085 - Boðaslóð 23. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun
Bjartmar S Sigurðsson Boðaslóð 23 sækir um leyfi fyrir stækkun á íbúð rishæðar, í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Teikning: Ágúst Hreggviðsson
Samþykkt
11.4. 202105084 - Ofanleitisvegur 12. Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús
Guðrún Glódís Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóðina Ofanleitisvegur 12, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sumarhús 80m²
Teikning: Halldór Arnarson
Samþykkt
11.5. 201905119 - Kleifahraun 11. Umsókn um byggingarleyfi - raðhús
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Halldór Hjörleifsson fh. Húsatækni ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fyrir raðhús Kleifahrauni 11, í samræmi við framlögð gögn. Aðal byggingarefni verður timbur í stað steinsteypu, sólstofum er bætt við alla matshluta, tvö bílastæði eru við hvern matshluta.
Stærðir: íbúð 89,5 m², bílgeymsla 37,8 m², sólstofa 16,6 m²
Teikning: Björgvin Björgvinsson.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta