Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 348

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
29.09.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Unnur Baldursdóttir 1. varamaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Jarl Sigurgeirsson starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Jarl Sigurgeirsson yfirgaf fund eftir 1. mál.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201910156 - Hamarsskóli - nýbygging
Framhald af 1. máli 344. fundar fræðsluráðs. Staðan á undirbúningi nýbyggingar við Hamarsskóla.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu mála. Vinna við frumþarfagreiningu er á lokastigi og vinnan að færast yfir á hönnunarstig. Rætt hefur verið við arkitekt sem teiknaði viðbyggingu við skólann á sínum tíma um að koma að hönnun og teikningu að viðbyggingunni. Hann hefur áhuga á verkinu og mun svara endanlega á næstu vikum eftir að hafa kynnt sér gögnin. Stefnt er að bjóða framkvæmdir út í upphafi næsta árs ef ekkert óvænt kemur upp. Frekari tímalína mun liggja fyrir síðar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og hlakkar til að fylgjast áfram með þessu metnaðarfulla verkefni.

Bókun D-lista:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir niðurstöðu fræðsluráðs en vilja koma á framfæri óánægju sinni hve mikið þetta mál hefur dregist og lítið hefur ágengt þessi tæp þrjú ár frá fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þetta mál fram á fundi fræðsluráðs 18. Október 2018. Það er greinilegt að þetta mál skortir alla pólitíska forystu og vilja til að ná árangri. Það er hægt að fela sig á bak við það að hér hafi verið heimsfaraldur og því ekki tími til að ganga í svona verkefni, en það hefur ekki stoppað framgang verkefna sem fulltrúar meiri hluta í bæjarstjórn hafa lagt fram, líkt og kaup og breytingar á Íslandsbankahúsinu, breytingar og lagfæringar á gamla Ráðhúsinu ásamt skipulag og framtíðarsýn með 3ju hæð Fiskiðjunnar. Öll þessi mál hafa verið unnin á meðan hér ríkir heimsfaraldur. Það er því óskiljanlegt að stækkun Hamarsskóla sé látið sitja á hakanum, þegar auðveldlega hefði verið hægt að forgangsraða málinu öðruvísi. Fyrir undirrituðum lítur þetta þannig út að það var mikilvægara fyrir þá sem eru í meirihluta að gera upp gamla ráðhúsið en að bæta húsnæðiskost nemanda og kennara."

Ingólfur Jóhannesson (sign)
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir (sign)

Bókun E- og H-lista:
"Meirihluti E- og H-lista fagnar því að verkefnið sé komið vel af stað, þó það hefði auðvitað verið óskastaða að ferlið væri komið lengra.
Meirihluti E- og H-lista tekur þó ekki undir þá ómaklegu gagnrýni minnihluta sem beinist að starfsmönnum bæjarins. Þess í stað þökkum við fyrir þá vinnu sem þegar er búið að leggja í þetta metnaðarfulla stórverkefni.
Þess má einnig geta að þó ferlið hafi farið hægt af stað á þessu kjörtímabili, þá er ferlið komið af stað. Meira hefur gerst í verkefninu en þau tólf ár sem fyrrum meirihluti var við stjórnvölinn.
Það verður spennandi fyrir bæði okkur og bæjarbúa að fylgjast með áframhaldinu."

Arna Huld Sigurðardóttir (sign)
Aníta Jóhannsdóttir (sign)
Unnur Baldursdóttir (sign)

Bókun D-lista:
"Undirrituð vilja árétta, að það er ekki hlutverk Fræðsluráðs né okkar sem sitjum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að svara fyrir ákvarðanir fyrri fulltrúa. Það er okkar hlutverk að vinna með stöðuna eins og hún er í dag og fyrir framtíðina. Því er erfitt að sjá hvaða tilgangi þessi bókun meirihlutans þjónar. Það hefur mikil vinna farið fram á þeim 12 árum sem Sjálfstæðisflokkurinn sat í meirihluta og varð margvísleg framþróun í skólamálum og aðbúnaði. Þar er fyrst og fremst að þakka öflugu starfsfólki sveitarfélagsins og menntastofnanna þess. Einnig er að þakka nýrri framtíðarsýn og stefnu yfirvalda. Nýr leikskóli var vígður, fjölbreyttara rekstrarform leikskóla tekið upp, sameining Hamars- og Barnaskóla í GRV, nýsköpun í samþættingu skóla og íþróttastarfs með tilkomu íþróttaakademíu GRV og ákvörðun um uppbyggingu skólalóða sem bæjarbúar geta verið stoltir af. Börnum á grunnskólaaldri hefur fækkað mikið á undanförnum árum og er því kominn tími á að samnýta húsnæði. Því er mjög mikilvægt að nýbyggingin við Hamarskóla rísi sem fyrst til að bæta aðbúnað nemanda og starfsfólks, bæta aðstöðu Tónlistarskóla Vestmannaeyja og frístundavers og ná fram rekstrarhagræðingu."

Ingólfur Jóhannesson (sign)
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir (sign)
2. 201304072 - Leikskóla og daggæslumál.
Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu á biðlista leikskólanna og áætlun um inntöku næstu mánuði. 11 börn, fædd 2020, eru á biðlista og 12 börn fædd 2021. Að auki eru eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og mun taka málið upp aftur á næsta fundi.
3. 202109163 - Aðlögun í Víkina_verkferill
Fræðslufulltrúi kynnti uppfærðan verkferil varðandi aðlögun af Kirkjugerði og Sóla í Víkina.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna. Það er jákvætt hve mikil áhersla er lögð á mikið og gott samstarf milli skólanna og við foreldrana svo þessi breyting verði sem auðveldust fyrir nemendur.
Aðlögun í Víkina af Kirkjugerði og Sóla_september21.pdf
4. 202109164 - Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Fræðslufulltrúi kynnti þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025. Búið er að ræða við stjórnendur leik- og grunnskóla um næstu skref og unnið að stofnun forvarnateymis í GRV sem á að vera tilbúið um næstu áramót.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og fagnar umræddri þingsályktun og áætlun um aðgerðir. Jafnframt óskar ráðið eftir frekari kynningu um gang verkefnisins þegar fram líða stundir.
5. 200805104 - Grunnskóli Vestmannaeyja. Úthlutun kennslustunda til skólastarfs
Drög að kennsluútuhlutun fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram. Skólastjóri óskar áfram eftir 40 tímum í teymiskennslu og 23 tímum vegna nemenda með miklar sérþarfir. Að auki óskar skólastjóri eftir að vera með 30 bekkjardeildir sem þýðir 20 almennar kennslustundir til viðbótar.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir umrædda beiðni og felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun.
6. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Skólastjóri GRV lagði fram beiðni um breytingu á samþykktu skóladagatali fyrir skólaárið 2021-2022. Breytingin felst í tilfærslu á foreldraviðtalsdegi, sem er skv. samþykktu skóladagatali 27. október nk., til 31. maí 2022.
Skólaráð GRV hefur fjallað um málið og samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti.

Niðurstaða
Fræðsluráð samþykkir umrædda beiðni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:17 

Til baka Prenta