Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 202504032 - Fjárhagsáætlun 2026
Bæjarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Niðurstaða Bæjarráð Vestmannaeyja vísar fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi síðar í dag, miðvikudaginn 29. október 2025.
2. 202510110 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029
Bæjarstjóri lagði fram drög að þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.
Niðurstaða Bæjarráð Vestmannaeyja vísar þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2027-2029 til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi síðar í dag, miðvikudaginn 29. október 2025.
3. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir) er í umsagnargátt Alþingis til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 29. október. Farið var yfir drög að umsögn.Umrætt frumvarp er nú lagt fram í fimmta sinn og hefur bæjarráð áður skilað inn umsögnum sem verða áréttaðar í nýrri umsögn við frumvarpið.
Niðurstaða Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fullvinna drögin og skila inn í umsagnagátt Alþingis í dag.
4. 202506130 - Innviðauppbygging
Mál nr. 1 af 327. fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Um er að ræða greinargerð sem Jóhann Halldórsson vann fyrir ráðið. Hún var kynnt fyrir framkvæmda- og hafnarráði og fyrir bæjarstjórn á óformlegum fundi í gær. Greinargerðin verður nýtt við áframhaldandi stefnumótun á sviði innviðauppbyggingar í Vestmannaeyjum.
Niðurstaða Bæjarráð hefur fjallað um greinargerðina og leggur til að hún verði nýtt í vinnu starfshóps sem vinnur að framtíðarsýn í fjárfestingarmálum sveitarfélagsins.
5. 202510108 - Forkaupsréttur á Þórunni Sveinsdóttur VE-401
Erindi frá Ós ehf, dags. 20. október sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Þórunni Sveinsdóttur VE -401. Er þetta í samræmi við 3. mgr. 12 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að skipið sé selt án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra réttinda sem tengjast eign og útgerð.
Niðurstaða Þar sem skipið er selt án aflahlutdeilda og aflamarks telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn og fellur því frá honum.
6. 202410036 - Heimsókn til Orkneyja
Fyrir bæjarráði lá skýrsla frá Gísla Stefánssyni um ferð hans til Orkneyja í apríl sl. Tilgangur ferðarinnar var að skoða orkuöflun Orkneyinga og um leið að kanna hvort samfélag eins og Vestmannaeyjar gæti nýtt sér þær aðferðir til orkuöflunar.
Niðurstaða Bæjarráð þakkar skýrsluhöfundi fyrir áhugaverða skýrslu enda mikilvægt að fylgjast með þróun mála í orkuöflun grænnar orku.