Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 292

Haldinn í Ráðhúsinu,
21.07.2023 og hófst hann kl. 12:45
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður,
Sæunn Magnúsdóttir varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Kristín Hartmannsdóttir 2. varamaður,
Hannes Kristinn Sigurðsson aðalmaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202307083 - Skemmtiferðaskip - leyfi fyrir slöngubáta
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna varðandi sjósetningu slöngubáta og kajaka frá skemmtiferðaskipum.

Niðurstaða
Hafnarstjórn fer með yfirstjórn Vestmannaeyjahafnar þ.m.t. öryggismál innan hafnar sbr. m.a. 4. gr. Hafnalaga nr. 61/2003 sem og Hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 1030/2012 með síðari breytingum.

Vestmannaeyjahöfn er tiltölulega lítil höfn en mikil umferð er um hana, sérstaklega yfir sumartímann. Í því skyni að gæta að öryggi notenda Vestmannaeyjahafnar þá veitir hafnarráð leyfi til notkunar eins slöngubáts frá hverju skemmtiferðaskipi innan Vestmannaeyjahafnar, innri sem ytri hafnar. Það er skilyrði að slöngubátar séu búnir AIS staðsetningarbúnaði auk annars öryggisbúnaðar sem kveðið er á um í leyfi til siglinga sem og að þeir tilkynni sjósetningu til starfsmanna hafnarinnar. Leyfi þetta veitir ekki leyfi til að sigla að kvíum Beluga hvala eða nýta mannvirki sem þar eru á nokkurn hátt enda í eigu einkaaðila.

Skemmtiferðaskip hafa ekki heimild til að sjósetja kajaka inna Vestamannaeyjahafnar þar sem mikil umferð er innan hafnar.
Í þeim tilvikum þegar verið er að ferja fólk í land með tenderbátum/slöngubátum þá gilda þessar reglur ekki. Það á eingöngu við þegar farið er með fólk frá skemmtiferðaskipi beint að tenderbryggju.

Leyfi þetta er heimilt að endurskoða án fyrirvara ef notkun framangreindra slöngubáta torveldar eðlilega hafnarstarfsemi eða leggur öryggi sjófarenda í hættu.
Þessar reglur eru settar til að auka öryggi sjófarenda í Vestmannaeyjahöfn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove