|
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður, Sæunn Magnúsdóttir varaformaður, Arnar Richardsson aðalmaður, Hannes Kristinn Sigurðsson aðalmaður, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður, Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs |
|
Dóra Björk Gunnarsdóttir sat undir máli 1-3. |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 202511011 - Seatrade Global - Cruise Iceland |
| Ósk barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum að sækja ráðstefnu Seatrade Global til að kynna og auglýsa Vestmannaeyjar sem spennandi valkost. Telja starfsmenn nauðsynlegt fyrir Vestmannaeyjahöfn að hitta sína viðskiptavini. Sigurður Jökull Ólafsson framkvæmdastjóri Cruise Iceland kynnti ráðstefnuna Seatrade Global. |
Niðurstaða Meirihluti E og H lista leggur til að senda tvo fulltrúa hafnarinnar á Seatrade Global sem haldin verður í vor. Vestmannaeyjahöfn hefur ekki sent fulltrúa á kaupstefnu sem þessa í 14 ár. Með framtíðar innviðauppbyggingu Vestmannaeyjahafnar og styttingu Hörgeyrargarðs skapast aukin tækifæri á móttöku stærri skemmtiferðaskipa. Fulltrúar hafnarinnar hafa tök á að skapa meiri tengsl við skipafélög sem og að kynna framtíðar innviðauppbyggingu.
Arnar Richardsson (sign) Erlingur Guðbjörnsson (sign) Helga Jóhanna Harðardóttir (sign)
Fulltrúar D lista geta ekki samþykkt beiðnina enda telja þeir það ekki vera hlutverk starfsmanna Vestmannaeyjahafnar að sækja slíka ráðstefnu á erlendri grundu. Nærtækara væri að aðilar í ferðaþjónustunni, fulltrúi ferðamálasamtaka Vestmannaeyja eða sá sem gegnir hlutverki ferðamálafulltrúa Vestmanneyjabæjar sæki ráðstefnu sem þessa í því skyni að auglýsa Vestmannaeyjar og koma á viðskiptasamböndum í ferðaþjónustu.
Sæunn Magnúsdóttir (sign) Hannes Kristinn Sigurðsson (sign)
Samþykkt með 3 atkvæðum E og H lista gegn 2 atkvæðum D lista. Málinu vísað í seinni umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2026. |
|
|
|
| 2. 202511010 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar - 2026 |
| Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2026 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 693 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 43 þúsund króna. Stór gjaldfærð framkvæmd, stytting Hörgeyragarðs, hefur neikvæð áhrif á afkomu hafnirnnar um 120 m.kr. |
Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. |
|
|
|
| 3. 202506005 - Samgönguáætlun 2026-2030 |
Hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS,sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, þar var samþykkt áskorun á stjórnvöld að tryggt verði að framlag ríkisins í hafnarbótasjóð verði tvöfaldað svo hægt sé að sinna nauðsynlegri uppbyggingu hafna og innviða tengdum þeim.
Einnig var farið yfir ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands þar sem kemur m.a. fram að í frumvarpi til fjárlaga sé ekki í neinu samræmi við framkvæmdaþörf íslenskra hafna á næsta ári. Framlag í hafnarbótasjóð hefur farið hríðlækkandi undanfarin ár og verður ekki við það unað lengur. Á árunum 2023 og til og með 2026 hefur framlagið lækkað samtals um 244 milljónir á verðlagi hvers árs. Þá liggur fyrir að framlagið muni lækka um 248 milljónir tímabilið 2026-2030.
Í skýrslu sem Íslenski sjávarklasinn vann fyrir Hafnasamband Íslands fyrir skemmstu kemur m.a. fram að að hafnasjóðir sem njóta framlags úr hafnarbótasjóði fjárfestu fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2020-2024 í bæði viðhalds og nýframkvæmdum. Á næstu 5 árum fram til 2030 er gert ráð fyrir að fjárfestingaþörf þessara hafnarsjóða verði liðlega 20 milljarðar króna og til ársins 2040 er áætluð þörf fyrir um 43 milljarða til endurbóta og nýframkvæmda. |
Niðurstaða Ráðið tekur undir með SASS og Hafnasambandinu, og ítrekar að hagsmunir Vestmannaeyjahafnar séu tryggðir með nauðsynlegu fjármagni frá ríkinu svo hægt sé að sinna þeirri innviðauppbygginu sem framundan er. |
|
|
|
| 4. 202404001 - Gjábakki |
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdunum við Gjábakka. Frá síðasta fundi ráðsins og til 30. október er búið að: -Keyra um 9.000 m3 af flokki II fyllingarefni. -Keyra um 4.500 m3 af flokki I fyllingarefni. -Akkerisplötur komnar fyrir. -Verkstaða komin í 72,5% |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna. |
|
|
|
| 5. 202511015 - Íþróttamiðstöð - Framkvæmdir 2025 |
Framkvæmdastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi í íþróttamiðstöðinni.
-Viðbygging, jarðvinna að mestu lokið en það á eftir að jarðvegsskipta fyrir framan aðalinnganginn. Útboðsgögn eru í vinnslu og er vonast til að þau liggi klár fyrir á næstunni.
-Endurbætur á afgreiðslu og kaffistofu, komin er bráðabirgða afgreiðsla á meðan framkvæmdum stendur. Niðurrif á núverandi afgreiðslu er lokið og uppbygging hafin.
-Nýtt hreinsikerfi í sundlauginni, vinna við niðurrif gengur vel. Allur búnaður og tæki eru komin til Eyja.
-Lagfæring á köntum og vatnsrennu í sundlauginni, verið að múra kantinn og vatnsþétta rennurnar
-Stækkun á lyftingaraðstöðu
|
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna. |
|
|
|
| 6. 202511016 - Hvítingavegur - Gatnaframkvæmd 2025 |
| Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu gatnaframkvæmdar við Hvítingaveg. Búið er að leggja fráveitu lagnir og gera götuna klára fyrir malbikun. |
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:52 |