Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 357

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
05.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Vegna sóttvarnarráðstafana voru starfsmenn sviðsins í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs við Skildingaveg 5 en fulltrúar ráðsins sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað Teams.
Í máli 1. voru viðstaddir í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs við Skildingaveg 5 vitundavottar, Helgi Bragason og Heiðar Hinriksson, og sýslumaður Arndís Soffía Sigurðardóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað Teams.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202112019 - Úthlutun Lóða AT-3
Dregið um lóðir í fyrstu úthutun athafnasvæðis við flugvöll (AT-3). Allst bárust 8 umsóknir, flestir sóttu um fleiri en eina lóð.

Tvær lóðir þarf að draga um, lóðir nr. 9 og 10. Umsækjendur eru:

Lóð 9:
Steini og Olli
Gröfuþjónustan Brinks ehf.
Svanur Örn Tómasson

Lóð 10:
Steini og Olli
Gröfuþjónustan Brinks ehf.
Steinn Þórhallsson
Gunnar Bergur Runólfsson
Þorvaldur Ólafsson

Niðurstaða
Ráðið lýsir yfir ánægju með áhuga á svæðinu.

Niðurstöður eru eftirfarandi.

Lóð 9
Dregið út nr. 1 - Steini og Olli
Til vara - Svanur Örn Tómasson

Lóð 10
Dregið út nr. 1 - Þorvaldur Ólafsson
Til vara - Steinn Þórhallson

Á öðrum lóðum var útdráttur ekki nauðsinlegur.
Lóðir 11-12 - K-15 ehf.
Lóðir 13-19 - Svanur Örn Tómasson

Ráðið samþykkir að úthluta lóðunum. Lóðarhafar skulu skila fullnægjandi teikningum fyrir 1.1.2023.
2. 202201011 - Sjóborhola á Edinborgabryggju, umsókn um framkvæmdaleyfi
Björgvin Björgvinsson fyrir hönd Ísfélag Vestmannaeyja sækir um að fá að gera tvær nýjar sjóborholur við Edinborgarbryggju sbr. meðfylgjandi teikningu.

Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu og vísar því til umsagnar framkvæmda- og hafnarráðs.
ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-1.pdf
ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-2.pdf
BYGG-ISF-FES-HROGN-BR-BORH-2021-12-27.pdf
3. 202201012 - Strandvegur 104. Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits
Daði Pálsson fyrir hönd Leo Seafood ehf. og Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) óskar eftir samtali varðandi stækkun á lóð og byggingarreit við Strandveg 104 til að gera ráð fyrir breyttri notkun á lóðinni skv. meðfyljgandi gögnum.

Niðurstaða
Ráðið vísar erindinu til framkvæmda og hafnarráðs til umsagnar og mun taka málið fyrir að nýju þegar sú umsögn liggur fyrir.
4. 202112058 - Kirkjuvegur 27. Umsókn um byggingarleyfi
Ingibjörg Ósk Þórðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir Kirkjuveg 27. Sbr. meðfylgjandi teikningum er óskað eftir leyfi til að færa byggingareit 3 metra austur og að hækka hámarkshæð hússins um 0,88 m frá gólfkvóta, en er að hluta innan marka frá jarðvegsyfirborði.

Í skilmálum skipulagsins segir um hámarkshæð: Heimilt er að byggja hús á 1 hæð með kjallara og risi. Hámarkshæð er 9 m mælt frá yfirborði jarðvegs.

Niðurstaða
Ráðið felur Skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform lóðarhafa sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
21-892 Kirkjuvegur 27 bn.pdf
5. 202111006 - Búhamar 37. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús
Lögð er fyrir umsókn um byggingarleyfi að lokinni grenndarkynningu. Ein athugasemd barst vegna málsins.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ráðið felur bygginarfulltrúa að veita byggingaleyfi sbr. ákvæði mannvirkjalaga og skipulagsfulltrúa að svara innsendum athugasemdum.

Vísað til afgr. bæjarstjórnar.
Búhamar 37 Grenndarkynning bréf.pdf
Fundargerð
6. 202112008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16

Niðurstaða
Lagt fyrir.
6.1. 202112058 - Kirkjuvegur 27. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Kirkjuvegi 27. Ingibjörg Ósk Þórðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi í samræmi við innsend gögn.
Teikn. Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
6.2. 202112045 - Strandvegur 43A. Umsókn um byggingarleyfi - svalir, gluggar, utanhúsklæðning.
Tekið fyrir erindi húseigenda að Strandvegi 43A. Goði Þorleifsson fh. húseigenda sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum, aluzink utanhúsklæðningu og stækkun á svölum 1h og 2h til vesturs í samræmi við innsend gögn.
Teikn. Páll Zóphóníasson
Erindi samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta