Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 359

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
04.05.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Rannveig Ísfjörð 2. varamaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir aðalmaður,
Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Sameiginlegt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2022-2023 lagt fram til staðfestingar.
Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 14. og 17.-19. október.
Starfsdagar leikskólanna verða 22. ágúst, 7. október, 30. desember, 25. janúar og 28. mars. Skert þjónusta verður í leikskólunum 27.-29. desember þar sem ekki verður um skipulagt leikskólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem þurfa. Foreldrar sækja þá um vistun. Leikskólagjöld lækka hjá þeim sem nýta ekki dagana milli jóla og nýárs.
Frístundaverið verður opið virka daga skólaársins skv. dagatali 12:30-16:30.
Frístundaver opnar 15. ágúst en lokað verður 22. ágúst, 22. febrúar og 21. apríl vegna starfsdaga. Heilsdagsvistun verður í boði á starfsdögum skóla að hausti, á vetrarleyfisdögum,í jólaleyfi og dymilviku.

Niðurstaða
Ráðið staðfestir fyrirlagt skóladagatal.
Skóladagatal 2022-2023 (1).pdf
2. 201911003 - Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla
Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til. Alls bárust 18 tilnefning til hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Fræðsluráð fór yfir þær tilnefningar og valdi þrjú verkefni sem hljóta verðlaunin í ár.

Niðurstaða
Formaður ráðsins mun að hafa samband við verðlaunahafa en verðlaunin verða afhent við athöfn í Eldheimum 9. maí kl. 17:15
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta