Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 269

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
23.11.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201410041 - Sorphirða og sorpeyðing
Farið í skoðunarferð í móttökustöð við Eldfellsveg og staðan í ferlum skoðuð með Friðrik Steindórssyni rekstrarstjóra Kubbs ehf.
2. 202004067 - Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar
Hafnarstjóri fór yfir hugmyndir um næstu skref varðandi vinnu við framtíðarsýn hafnarinnar m.a. vegna stórskipaaðstöðu, upptökumannvirkja o.fl.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að fara í vinnu við framtíðarsýn hafnarinnar og felur hafnarstjóra að undirbúa vinnufund með ráðinu og helstu hagsmunaaðilum.
3. 202109101 - Björgunarskip Vestmannaeyja
Tekið fyrir erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þar sem farið er fram á styrk vegna kaupa á björgunarskipi.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að styrkja Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á nýju björgunarskipi og felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir styrk í fjárhagsáætlun ársins 2022.
Nýtt Björgunarskip - Bæjarráð Vestmannaeyja.pdf
4. 202110076 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2022
Lögð fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir 2022. Almennt er um að ræða 2,5% hækkun frá síðastu gjaldskrá.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2022 á næsta fundi ráðsins.
Fundargerðir til staðfestingar
5. 202110059 - Kirkjuvegur 50, Ráðhús endurbygging
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Kirkjuveg 50.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu
Kirkjuvegur 50 framvinduskýrsla 2.pdf
6. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna framkvæmda við Heiðarveg 14.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-15.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37 

Til baka Prenta