Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð Vestmannaeyja - 366

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
23.11.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Aníta Jóhannsdóttir formaður,
Halla Björk Hallgrímsdóttir aðalmaður,
Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir 1. varamaður,
Guðný Halldórsdóttir 2. varamaður,
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir 1. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Beiðni frá frístundaveri um að bæta við fjórða starfsdeginum. Starfsdagar frístundavers hafa verið fjórir undanfarin ár en eru þrír á núverandi skóladagatali. Samkvæmt skóldagatali er ekki gert ráð fyrir að 2. janúar sé heilsdagsþjónusta þótt ekki sé kennsla í grunnskólanum. Beiðnin lýtur að því að 2. janúar verði fjórði starfsdagur frístundavers.
Jafnframt óskar frístundaver eftir heimild til að fella niður gjöld fyrir dagana milli jóla og nýárs hjá þeim sem nýta ekki þá daga.

Niðurstaða
Fræðsluráð samþykkir starfsdag hjá frístundaveri 2. janúar og leggur áherslu á mikilvægi þess að starfsdagar séu vel nýttir til undirbúnings og fræðslu. Jafnframt gerir fræðsluráð ekki athugasemd við það að fella gjöld niður milli jóla og nýárs hjá þeim sem nýta ekki dagana en felur framkvæmdastjóra sviðs að vísa málinu til bæjarráðs.
2. 202103037 - Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi.
Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði 14. júlí 2023 til og með 14. ágúst 2023. Leikskólar opna aftur eftir sumarlokun kl 10:00 þann 15. ágúst 2023.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir umrædda tillögu og leggur áherslu á að leikskólarnir tilkynni foreldrum/forráðamönnum tímabil sumarlokunar sem fyrst.
3. 201808136 - Gæsluvöllurinn
Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað varðandi aukna opnun gæsluvallar þegar sumarlokun leikskóla stendur yfir. Hægt væri að hafa gæsluvöllinn opinn fyrir hádegi og væri þá opnunartími frá 9-12 og 13-16 Starfsemin yrði samt sem áður í formi gæsluvallarúrræðis en þó mögulegt að hafa aðstöðu fyrir börnin inni ef veður er óhagstætt til útiveru. Aukinn kostnaður við að lengja opnunartíma snýr að launakostnaði sem myndi hækka um kr. 600.000 en rekstrarkostnaður héldist óbreyttur.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og felur framkvæmdastjóra sviðs að undirbúa lengri opnunartíma gæsluvallar sumarið 2023 í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaði og gera ráð fyrir aukakostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.
Gæsluvöllurinn _minnisblað.pdf
4. 202203122 - Gæðastarf og viðmið í leikskólum
Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað sem skýrir frekar tillögu starfshóps um gæðastarf og viðmið í leikskólum. Lagt er til að sérkennslustjórar starfi við leikskólana í 80% stöðuhlutfalli í stað sérkennara í 50% stöðuhlutfalli. Aukinn kostnaður við þessa breytingu, skv. því sem fram kemur í minnisblaði og áður kynnt af framkvæmdastjóra sviðs, er áætlaður kr. 8-9 milljónir á ári.

Niðurstaða
Fræðsluráð þakkar yfirferðina og samþykkir sérkennslustjórastöður við leikskólana frá 1. janúar 2023 svo starfslýsing sé í samræmi við kröfur og verkefni sem felast í starfinu. Jafnframt samþykkir ráðið að hækka stöðugildi til sérkennslumála í leikskólum úr 50% í 80% frá 1. janúar 2023 svo halda megi uppi markmiðum og áherslum um snemmtæka íhlutun samhliða fjölgun barna í leikskólunum og hlutfallslega fleirum sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda. Þá hefur verkefnum fjölgað töluvert, m.a. vegna tilkomu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna . Mikilvægt er að kostnaður við þjónustuaukningu sem er tengdur farsældarlögum verði sóttur til ríkisins. Framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er falið að gera ráð fyrir aukakostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.
Minnisblað_sérkennslustjóri leikskóla í 80.pdf
5. 202209020 - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir breytingar milli umræðna á fjárhagsáætlun 2023 og varða fræðslumál.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta