Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
30.05.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Rannveig Ísfjörð starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Rannveig Ísfjörð, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202505108 - Goðahraun 30 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Goðahrauni 30. Tómas Marshall sækir um leyfi til að byggja einbýlishús, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 160,1m², 769,4m³.
Teikning: Hallgrímur Þór Sigurðsson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun í gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
2. 202209112 - Miðstræti 30. Umsókn um byggingarleyfi
Erindi tekið fyrir að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands.
Gréta Hrund Grétarsdóttir Miðstræti 30 sækir um leyfi fyrir því að byggt verði ofan á núverandi hús (þaki lyft), samanber innsend gögn.

Teikning: Páll Hjaltdal Zóphóníasson

Niðurstaða
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun í gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove