|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi í fjarveru formanns. |
|
|
Almenn erindi |
1. 202503105 - Auglýsing vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vm. |
Bæjarráð fór yfir innsendar umsóknir á 3234. fundi þann 9. apríl sl.og mat þær samkvæmt fyrirfram ákveðnu matsblaði sem byggt var á kröfum í auglýsingu og umsóknareyðublaði. Við mat á umsóknum var það niðurstaða bæjarráðs að Laugar ehf/Í toppformi ehf hlaut hærri einkunn en óstofnað hlutafélag Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar Jóns Sigurðssonar og Leifs Geirs Hafsteinssonar í samræmi við þau matsviðmið sem tilgreind voru í auglýsingu og umsóknareyðublaði. Áður en endanleg ákvörðun yrði tekin fannst bæjarráði nauðsynlegt að greina gögnin frekar og fól bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera það. Tekin var ákvörðun um að fá lögfræðilegt álit um hæfi umsækjanda og málefnaleg sjónarmið við val á þeim og kom fram í því að almennt væri miðað við að aðilar þyrftu að uppfylla hæfniskröfur til að tryggja jafnræði og gagnsæi. Væri því vandséð að óstofnað einkahlutafélag geti komið til greina í samanburði við þegar starfandi félag með reynslu og starfsemi á sama sviði, auk þess sem tilboðsgögn Vestmannaeyjabæjar áskilja berum orðum að ársreikningar bjóðenda vegna sl. þriggja ára fylgi umsókn, sem útilokar í reynd að tilboð óstofnaðra aðila teljist gild.
Bæjarráð fór einnig yfir undirskriftalista sem afhentur var sl. mánudag með ósk um að hann bærist bæjarráði við vinnslu málsins. Undirskriftarlistinn er til stuðnings „Eygló Egilsdóttur og hennar fólki“ og voru 224 sem skrifuðu undir hann.
|
Niðurstaða Bæjarráð lýsir yfir ánægju með áhuga á uppbyggingu og rekstri heilsuræktar og þakkar þann áhuga sem verkefninu hefur verið sýndur. Hann endurspeglar sterka framtíðarsýn og vilja til að efla heilsuræktarþjónustu í Eyjum.
Eftir mat á umsóknum og lögfræðilegt álit um hæfi umsækjenda og málefnaleg sjónarmið við val á þeim er það niðurstaða bæjarráðs að hefja formlegt samtal við Laugar ehf/Í toppformi ehf um framhaldið.
Varðandi undirskriftarlistann að þá skal það áréttað að í auglýsingu um verkefnið var áhersla á þjónustu við fjölbreytta hópa og þurftu umsækjendur að gera grein fyrir því í umsókn hvernig þeir ætla að þjónusta alla aldurshópa. Báðir aðilar voru með framúrskarandi hugmyndir fyrir alla aldurshópa og verður áhersla á að Janusarverkefnið haldi áfram. Bæjarráð getur ekki tekið kröfu sem fylgir undirskriftarlista, um að heimafólk fái verkefnið, til greina þar sem fordæmisgefandi úrskurðir kærunefndar útboðsmála segja að byggða- eða átthagasjónarmið séu ekki málefnaleg við mat á hæfi bjóðenda. Þá stendur í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup að gæta skuli jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis við opinber innkaup. Óheimilt sé að mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða takmarka samkeppni með óeðlilegum hætti.
|
|
|
|
2. 202410036 - Heimsókn til Orkneyja |
Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi óskar eftir því við bæjarráð að Vestmannaeyjabær greiði ferðakostnað vegna ferðar til Orkneyja nú í apríl í framhaldi að vinnu starfshóps, sem hann sat í á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum á málefnasviði ráðuneytisins. Í ferðinni verða fulltrúar stórnotenda raforku í Vestmannaeyjum ásamt fulltrúum umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis og Umhverfis- og orkustofnunar. Tilgangurinn ferðarinnar er að skoða orkuöflun Orkneyinga og um leið að kanna hvort samfélag eins og Vestmannaeyjar geti nýtt sér þær aðferðir til orkuöflunar.
|
Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir flug og gistingu vegna ferðarinnar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 |