|
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs |
|
|
Almenn erindi |
1. 201212068 - Umræða um samgöngumál |
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum, fjölda farþega og verkefnum framundan.
Alls voru 28.491 farþegi í apríl. Það sem af er þessu ári hafa 67.335 farþegar ferðast með Herjólfi en á sama tíma í fyrra voru þeir 66.810.
Rekstur félagisns fyrstu þrjá mánuði ársins er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Miklir flutningar farþega og bíla eru í júlí og fyrri hluta ágúst. Til að koma til móts við eftirspurn viðskiptavina á þessum tíma mun Herjólfur sigla átta ferðir á dag frá 1. júlí til 11. ágúst 2024 til reynslu.
|
Niðurstaða Bæjarráð þakkar Herði Orra upplýsingarnar og lýsir ánægju með að sigldar verða átta ferðir í sumar til reynslu til að mæta eftispurn. |
|
|
|
2. 201801078 - Jafnlaunavottun |
Vestmannaeyjabær hefur fengið endurnýjaða vottun á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins en umfangsmikil úttekt á kerfinu fór fram í apríl sl. Mannauðsstjóri kynnti tilgang kerfisins og vottunar, ávinning, stefnu og markmið ásamt því að fara yfir helstu niðurstöður launagreiningar. |
Niðurstaða Ráðið þakkar Eydísi Ósk Sigurðardóttur, mannauðsstjóra fyrir kynninguna. |
|
|
|
3. 202403035 - Skipurit Vestmannaeyjabæjar 2024 |
Bæjarstjóri kynnti drög að skipuritum stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs. |
Niðurstaða Ráðið þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdastjórn að fullvinna skipuritin í samræmi við umræður á fundinum og leggja þau fram til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs. |
|
|
|
4. 202309148 - Viltu hafa áhrif 2024 |
Vestmannaeyjabær auglýsti í apríl eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2024? og er um að ræða síðari úthlutun fyrir árið 2024. Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn.
Alls bárust 30 styrkumsóknir í ár sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum. |
Niðurstaða Bæjarráð þakkar bæjarbúum fyrir fjölbreyttar umsóknir og ábendingar. Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um styrki sem tilkynntir verða þriðjudaginn 28. maí nk. |
|
|
|
5. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS |
Fundargerð SÍS nr. 947 lögð fram til upplýsinga. |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 947.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15 |