Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 295

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,
25.10.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður,
Sæunn Magnúsdóttir varaformaður,
Sveinn Valgeirsson 1. varamaður,
Rannveig Ísfjörð aðalmaður,
Hannes Kristinn Sigurðsson aðalmaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dóra Björk Gunnarsdóttir yfirgaf fund fyrir mál 4.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202310091 - Gjaldskrá Vestmannaeyjahöfn 2024
Hafnarstjóri leggur fram drög að gjaldskrá fyrir árið 2024.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2024 á næsta fundi ráðsins.
2. 202310098 - Sorpmál - 2023
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir helstu breytingar í sorpmálum fyrir árið 2024 og tillögu að breyttri gjaldskrá.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur framkvæmdastjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2024 á næsta fundi ráðsins.
3. 202310093 - Landfylling Eiði
Formaður leggur til að farið verði í að kanna með landfyllingu norðan við Eiðið

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum sviðsins kanna fýsileika og kostnaðargreina framkvæmdina fyrir árslok.
4. 202310097 - Framkvæmdir 2024
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir þrjár stærstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar er að hefjist árið 2024.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:54 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove