Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Vestmannaeyja - 3174

Haldinn Fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð.,
09.06.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Njáll Ragnarsson formaður,
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
3174. fundur bæjarráðs haldinn með afbrigðum, þar sem bæjarstjórn kaus fulltrúa bæjarráðs fyrr í dag, þann 9. júní 2022. Þar sem bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyja gerir ráð fyrir að fundargögn séu send með tveggja daga fyrirvara, er með samþykki bæjarráðs fundurinn haldinn með afbrigðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202112037 - Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf
Bæjarstjóri, gerði grein fyrir stöðu viðræðna og vinnu um rafmagnsþörf í Vestmannaeyjum. Til stendur að funda með Landsvirkjun um stöðuna á næstunni. Jafnframt stendur til að eiga fund með orkumálaráðherra um stöðuna og mál er varða stjórnvöld um raforku og afhendaringaröryggi hennar. Auk þess á Vestmannaeyjabær í viðræðum við Landsnet um stöðu rafmagnsmála í Vestmannaeyjum. Þá hefur verið að störfum sérstakur starfshópur um varaafl í Vestmannaeyjum, sem skipaður er fulltrúum hagsmunaaðila um uppbyggingu varaafls í Eyjum.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 202103172 - Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu og viðræður um undirbúning að nýrri vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja. Fulltrúar innviðaráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar hafa átt í viðræðum um nýja vatnslögn. Verið er að ljúka vinnu við gerð minnisblaðs varðandi stöðu og fjármögnun. Vinnan hefur falist í greiningu á notkun fyrirtækja og heimila, þörf, fjármögnun og forsendum fjármögnunar fyrir nýrri vatnslögn. Nokkrir fundir hafa verið haldnir milli aðlia og gögn í greiningu send á milli. Viðræður eru langt komnar og fer að ljúka.

Niðurstaða
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
3. 202205180 - Ósk um að afnema ákvörðun um sérstakt veiðifélag fyrir fjöll í Heimaey
Eyþór Harðarson, fulltrúi bæjarráðs, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð tók fyrir erindi Egils Arngrímssonar frá 4. maí sl. þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að breyta reglum um lundaveiðar þannig að veiði verði gerð frjáls á öllum svæðum á Heimaey.

Niðurstaða
Fyrirkomulagi veiða á Heimaey var komið á árið 2008 að frumkvæði bæjaryfirvalda til þess að bregðast við minnkandi lundastofni í Vestmannaeyjum og ná betri stjórn og yfirsýn yfir veiðarnar. Veiðimenn hafa auk þess undanfarin ár verið hvattir til þess að halda veiðinni í lágmarki og láta lundann njóta vafans. Mikilvægur liður í þessu er að hafa í gildi reglur um nytjarétt, bæði í úteyjum sem og á Heimaey. Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að breyta reglum um veiðar á lunda á Heimaey að svo stöddu þar sem reynslan af þessu fyrirkomulagi hefur reynst vel.
Erindi til bæjarráðs frá Agli Arnari Arngrímssyni.pdf
4. 201907118 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS
Lagðar voru fyrir til upplýsinga fundargerðir 580. og 581. funda stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldnir voru 1. apríl og 25. apríl sl.

Jafnframt var lögð fyrir til upplýsinga fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. apríl sl.
581.-fundur-stj.-SASS (1).pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 909.pdf
580.-fundur-stj.-SASS.pdf
5. 202101038 - Dagskrá bæjarráðs
Tekin voru fyrir drög að fundaáætlun bæjarráðs til og með 7. júlí 2023.

Niðurstaða
Áætlunin var samþykkt.
6. 201506055 - Fundargerðir almannavarnarnefndar
Lögð var fyrir fundargerð Almannavarnarnefndar vegna fundar sem haldinn var 11. maí sl.
Fundargerð Almannavarnarnefdar .pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til baka Prenta